Fréttablaðið - 29.11.2013, Page 72

Fréttablaðið - 29.11.2013, Page 72
29. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 42 Við ætlum að nýta alla nýjustu tæknina til góðgerða eins og Facebook, Instagram og annars konar hugbúnaðarlausnir. Gabríel Þór Bjarnason FÖ STU D AG U R H V A Ð ? H V E N Æ R ? H V A R ? Tónleikar 12.00 Föstudaginn 29. nóvember munu tvær mezzosópransöngkonur syngja sínar uppáhalds- barokkaríur á hádegistón- leikum í Háteigskirkju. Flytjendur eru Nathalía Druzin Halldórsdóttir mezzosópran, Jóhanna Héðinsdóttir mezzosópran, og Renata Ivan sem leikur á píanó. Hádegistónleik- arnir í Háteigskirkju eru haldnir alla föstudag á milli kl. 12.00 og 12.30 þar sem flutt er fjölbreytt efnisskrá við allra hæfi. 20.00 Fjórmenningarnir Kristinn Sigmundsson óperusöngvari, Björn Thor- oddsen gítarleikari, Sigrún Hjálmtýsdóttir óperusöng- kona og Gunnar Hrafnsson bassaleikari bjóða upp á íslenska dægurlagaveislu í Salnum í Kópavogi föstu- dagskvöldið 29. nóvember næstkomandi. 22.00 Stórhljómsveitin VOR skemmtir á Café Rosenberg 29. nóv. kl. 22. 23.00 Pálmi Hjaltason skemmtir á Ob-La-Dí-Ob-La- Da, Frakkastíg 8, föstudag- inn 29. nóvember kl. 23.00. Fræðsla 12.10 Hádegisspjall í Ljós- myndasafni Reykjavíkur með Pétri Thomsen, Sigurgeiri Sigurjóns- syni og Svavari Jóna tanssyni föstu- daginn 29. nóvem- ber kl. 12.10 til 13.00. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is „Markmið okkar er að draga fram það besta í öllum einstaklingum með því að standa fyrir frumlegum og skapandi góðgerðum,“ segir Gabríel Þór Bjarnason sem situr í stjórn nýja góðgerðarfélagsins Karma, ásamt Daníel Ólafssyni og Andra Erni Gunnarssyni. Karma er einstakt félag sem einblínir ekki á eitt málefni heldur ætlar sér að starfa með öðrum góðgerðarfélögum til að efla góðgerð- ir enn frekar. „Við ætlum að nýta alla nýj- ustu tæknina til góðgerða eins og Facebook, Instagram og annars konar hugbúnaðarlausn- ir,“ útskýrir Gabríel Þór. Fyrsta átak Karma kallast Kýlum á það! „Við ætlum að styrkja Kvennaathvarfið með ýmsum hætti í mánuðinum.“ Fyrsti hluti átaksins fer fram í Kringl- unni næstkomandi laugardag. „Við verðum með bás þar sem við seljum nælur, auk þess sem við bjóðum fólki að gerast mánaðarleg- ir styrktaraðilar Kvennaathvarfsins,“ bætir Gabríel Þór við. Gagnsæi er eitt af lykilatriðum í góðgerðar- starfsemi sem þessari. „Ég minnist alltaf á gagnsæi þegar ég er í samskiptum við sam- starfsaðila. Við erum í hundrað prósent samstarfi við Kvennaathvarfið og á öllum viðburðum verður hagsmunafulltrúi frá athvarfinu til að sjá um allt reiðufé.“ Í desember verður ýmislegt í gangi hjá Karma. „Við erum með Instagram-leik þar sem við hvetjum fólk til að gera eitthvað fal- legt fyrir maka, börn og/eða fjölskyldu og kassmerkja #heimiliast, þá fara þátttakendur í pott og við drögum út fallegasta gjörninginn 7., 14. og 21. desember, en vinningarnir eru í veglegri kantinum.“ Einnig verður boðin upp árituð treyja frá íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu og svo mun Eva Laufey Kjaran töfra fram alíslenska kjötsúpu sem seld verður fyrir utan Mál og menningu á Laugaveginum á Þorláksmessu. Lesa má nánar um góðgerðarfélagið Karma og átakið á Vísi. - glp Draga fram það besta í fólkinu Nýja góðgerðarfélagið Karma ætlar að nýta nýjustu tækni til góðgerðar. Þrír vinir standa að félaginu. EINSTAKT FÉLAG Gabríel, Daníel og Andri eru mennirnir á bak við Karma. Skaft ahlíð 24 | 105 Reykjavík | 512 5000 | Auglýsingar 512-5401 | visir.is FRÉTTABLAÐIÐ ER HELGARBLAÐIÐ HELGARBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS Ómissandi hluti af góðri helgi ÞAÐ ER BÚIÐ AÐ KLÁMVÆÐA JÓLIN Bubbi Morthens ræðir um nýútkomna plötu, Jól minnar æsku, trúna og nýlegt áfall í lífi sínu. Allir listamenn eru konur Ragnar Kjartansson myndlistarmaður sýnir um allan heim, hannar kærleikskúlu og opnar sýningu í Reykjavík í fyrsta sinn í þrjú ár. Hann segir nauðsynlegt fyrir listamenn að rækta kvenlegu hliðina í sér til að ná árangri í listinni. Náttúruleg vin í hörðu borgarumhverfi Anna Sigríður Jóhanns- dóttir arkitekt lýsir verð- launatillögu VA arkitekta um vistvænar breytingar á Höfðabakka 9. Börnin berjast fyrir lífi sínu Suzanne Collins, höfundur hinna geysivinsælu bóka um Hungur- leikana, sækir sér innblástur í grískar goðsögur, Víetnamstríðið, Rómaveldi, japanskar hryllingsbókmenntir og Stephen King.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.