Fréttablaðið - 14.12.2013, Page 18

Fréttablaðið - 14.12.2013, Page 18
14. desember 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 18 Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is Árlegur samfélagslegur kostnaður af rafmagnsleysi á Íslandi hefur frá 2004 verið rúmlega 1,5 millj- arðar á ári að núvirði. Árið í fyrra var það kostnaðarsamasta í langan tíma enda rafmagnsleysi á Vest- fjörðum og á hluta Norðurlands enn minnisstætt. Dýr klukkutími Nokkur helstu raforkufyrir- tæki landsins ásamt Orkustofn- un mynduðu starfshóp í upphafi árs 1986 til að koma á skráningu rekstrartruflana og til að vinna að mati á kostnaði notenda vegna raf- magnsleysis (START). Skráning rekstrartruflana hefur því stað- ið yfir í rúmlega tvo áratugi og liggja fyrir ítarlegar upplýsingar um truflanir í raforkukerfinu á síðustu árum. Í nýrri skýrslu kemur fram hversu mjög nútíma samfélag er háð rafmagni, og ef eitthvað fer úrskeiðis er kostnaðurinn gríðar- legur. Á móti kemur mikið öryggi í orkuafhendingu hér á landi. Á und- anförnum árum hafa notendur að meðaltali verið straumlausir í einn til þrjá tíma á ári eða 0,001-0,003% af árinu. En að gefnum flóknum for- sendum má meta kostnaðinn sem af rafmagnsleysi hlýst. Ef rafmagn fer af landinu öllu í eina klukkustund hefði slíkt 638 milljóna króna kostað að meðal- tali í för með sér, miðað við árið 2011. Ef slík truflun verður um hávetur þegar atvinnulífið er á fullum afköstum væri kostnaður- inn mun meiri eða um 1,6 milljarð- ar á klukkustund. Ef truflun á sér stað utan reglulegs vinnutíma eru áhrifin minni en ella, og áætlað er að kostnaður við klukkustundar straumleysi um helgi að sumri til væri um 333 milljónir. Töpuð gæði „Fólk vill gleyma því hvað rafork- an er mikilvæg í nútíma þjóðfélagi. Menn ættu að hafa það hugfast í umræðunni um flutningsvirkin hér innanlands,“ segir Jón Vilhjálms- son, rafmagnsverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Eflu, og bætir við að meðalkostnaður vegna raf- magnsleysis frá 2004 til 2012 er 1,5 milljarðar á ári [verðlag 2012]. Heildarkostnaðurinn er því tæpir 14 milljarðar króna. „Þetta er jú undirstaðan í öllu okkar atvinnulífi og afþreyingu. Þess vegna er það svona verð- mætt að hafa rafmagn og á móti kemur mikið tjón ef þú hefur það ekki. Það er allt undir,“ segir Jón og bætir við að ár frá ári verði fólk háðara rafmagni vegna sífellt meira mikilvægis tölvukerfa fyrir fyrirtæki og fólk. „Menn rengja oft tölur um kostn- að sem þennan; að einstaklingur- inn beri engan sérstakan kostn- að. En þá verður að hafa hugfast hvað tapast ef einhver situr í kvik- myndahúsi, í leikhúsi eða á veit- ingastað, svo dæmi sé nefnt. Þetta er allt mjög verðmætt fyrir hvern og einn, bæði mælt í beinhörðum peningum og tilfinningalega.“ Viðkvæmt atvinnulíf Atvinnulíf er breytilegt á milli landshluta hér innanlands og af þeim sökum eru áhrif rafmagns- leysis mismunandi. Á höfuðborgar- svæðinu er þjónusta hlutfallslega mest en hún er ákaflega viðkvæm fyrir rafmagnsleysi. Á vinnutíma er kostnaður því hlutfallslega mestur á höfuðborgarsvæðinu, ef einungis er litið á almenna notk- un og stóriðjunotendur því ekki teknir með. Í öðrum landshlut- um er kostnaður háður aðstæðum á hverjum stað. Þar sem hann er hlutfallslega minnstur nemur hann um helmingi af kostnaði á höfuð- borgarsvæðinu. Iðnaður er einnig afar viðkvæm- ur fyrir rafmagnsleysi. „Hjá fyr- irtæki er algengt að allt sem er í framleiðslu eyðileggst þegar raf- magn fer af, fyrir utan kostnað af því að hreinsa til áður en hægt er að koma framleiðslulínum af stað á ný. Eins eyðileggst viðkvæmt hráefni, svo maður tali ekki um álfyrir- tækin sem þola ekki rafmagnsleysi nema í mjög afmarkaðan tíma áður en allt er ónýtt með gríðarlegum kostnaði því fylgjandi,“ segir Jón. Náttúruöflin Vegna afhendingaröryggis er langvinnt rafmagnsleysi fæst- um ofarlega í huga. En aðstæður á Íslandi gefa tilefni til að vera á varðbergi. Dæmi frá síðasta ári gefa fullt tilefni til þess enda samfélagslegur kostnaður þess árs metinn hátt í þrjá milljarða króna. „Aðstæður úti á landi eru mun erfiðari en sunnan- og suðvestan- lands. Því hefur verið lagt í mik- inn kostnað við dýrar varaafls- stöðvar eins og á Vestfjörðum þar sem liggur aðeins ein lína inn á svæðið. Þar er Landsnet núna að byggja 10 megavatta varaaflsstöð á Bolungarvík til að bæta afhend- ingaröryggi á Vestfjörðum, en sá fjórðungur landsins er sýnu verst staddur,“ segir Jón. „Afhendingaröryggi er mikið sunnan- og vestanlands þar sem kerfið er mjög sterkt en það er aldrei hægt að útiloka rafmagns- leysi, sama hvað þú leggur marg- ar línur eða strengi. Aðallega er það vegna veðurfars, en við höfum sloppið vel hvað varðar náttúruhamfarir. En það er alltaf möguleiki að flóð, eldsumbrot eða jarðskjálftar geti valdið miklum erfiðleikum,“ segir Jón. Rafmagnsleysið reynist okkur dýrt Kostnaður samfélagsins síðustu níu ár vegna rafmagnsleysis er tæpir 14 milljarðar króna. Árið 2012 var það dýrasta í þessu tilliti um árabil. Klukkutíma rafmagnsleysi getur lagt sig á milljarða tjón. Veður og náttúruvá getur sett verulegt strik í reikninginn – hvenær sem er. LJÓSTÝRA Rafmagnslaust varð fyrir réttum tveimur árum í Vestmannaeyjum en þá hélt varaaflsstöð ljósum á bæjarskrifstofunum í Ráðhúsi Eyjamanna. Hitaveita bæjarins og sjúkrahúsið eru jafnframt búin varaaflsstöðvum. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR FRIÐRIKSSON 0 500 1000 1500 2000 2500 3000 623 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 * Kostnaður í milljónum króna á verðlagi hvers árs 2005 1.128 1.411 1.186 1.260 693 611 1.126 2.766 KOSTNAÐUR VEGNA RAFMAGNSLEYSIS 2004-2012* Það er aldrei hægt að útiloka rafmagnsleysi, sama hvað þú leggur margar línur eða strengi. Aðallega er það vegna veðurfars, en við höfum sloppið vel hvað varðar náttúruhamfarir. Jón Vilhjálmsson PI PA R\ TB W A S ÍA 1 33 6 39 Demants skart -falleg jólagjöf jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.