Fréttablaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 88
14. desember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 60 Lauryn Hill hefur fengið góða dóma fyrir tónleika sína að undanförnu þrátt fyrir að gagnrýnend-ur hafi ekki haft miklar væntingar fyrirfram. Hún hefur oft fengið slæma dóma fyrir tónleika undanfarin ár. Einu sinni var Lauryn Hill einhver vinsælasta söngkona heims en hún hefur ekki gefið út stúdíóplötu síðan árið 1998 þegar hún gaf út The Miseducation of Lauryn Hill, sem vann til fimm Grammy-verðlauna á einu kvöldi. Ýmislegt bendir til þess að loks- ins sé von á nýrri plötu frá henni á nýju ári, fyrst og fremst vegna þess að hún hreinlega neyðist til þess að gefa út plötu. Hún gerði samning við plötufyrirtæki til þess að eiga fyrir ógreiddri skattaskuld í tæka tíð fyrir réttarhöldin yfir henni vegna skuldarinnar. Það mildaði dóminn yfir henni að greiða skuldina. Hún var dæmd í þriggja mánaða fangelsi og þriggja mánaða stofufangelsi að því loknu. Hún afplánaði fangelsisvistina frá júlí fram í október. Að fangelsisvist- inni lokinni sætti hún stofufangelsi, en dómari gaf henni tímabundið hlé á því til þess að fara í tónleikaferða- lag um Bandaríkin. Það eru þessir tónleikar sem gagnrýnendur hafa verið ánægðir með. Gagnrýnandi The Fader segir til dæmis að með- vitund allra áheyrenda um fang- elsisvist Lauryn hafi gefið lögun- um meiri vigt og skapað sérstaka stemningu. Aðrir hafa kallað tón- leika með henni rafmagnaða, og sagt fleira í jákvæðum dúr. Á nýárs- dag fer hún aftur í stofufangelsi. Skattaskuldin var tilkomin vegna þess að hún greiddi ekki skatta af 1,8 milljónum dollara sem hún þén- aði á árunum 2005-2007. Lauryn virðist ekki hafa átt féð handbært til þess að greiða fyrr en hún und- irritaði samninginn við Sony. Sam- kvæmt erlendum fréttum fékk hún eina milljón dollara fyrir samning- inn, en það var rúmlega upphæð- in sem hún skuldaði í skatt. Hún hefur viðurkennt í fjölmiðlum að hún skrifaði undir plötusamninginn fyrst og fremst til að borga skatta- skuldina. Lauryn Hill bloggaði um að töl- urnar sem voru nefndar í blöðum um plötusamninginn væru rangar, og einungis hluti upphæðarinnar hafi fallið í hennar hlut. Hún tjáði sig einnig um að samningar í tónlist- arbransanum væru almennt ósann- gjarnir. Plötur hennar hafi selst í 50 milljónum eintaka, en hún hafi séð lítið af þeim peningum. Undarlegt sé að einhver sem hefur notið eins mikillar velgengni og hún sé fjár- þurfi, og það skýrist af óréttlátum samningum. Sökuð um ófögur viðhorf Stuttu áður en hún fór í fangelsi gaf hún út lag sem hét Neurotic Society (Compulsory Mix). Með því að kalla lagið „Compulsory Mix“ er hún væntanlega að ýta undir þann skilning hlustenda að hún hafi verið þvinguð til þess að gefa lagið út. Við útgáfuna kvartaði hún yfir því að hafa þurft að gefa lagið út í flýti þegar það var ekki tilbúið vegna þess að henni var settur skilafrest- ur sem hefði lagalegar afleiðingar fyrir hana að standa ekki við. Lagið fékk misjafnar viðtökur, sérstaklega frá ýmsum hinsegin samtökum, vegna þess að hægt er að útleggja sumt í laginu sem svo að hún kenni stelpustrákum og dragd- rottningum um hnignun samfélags- ins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún er ásökuð um ófögur viðhorf í garð einhverra hópa. Þegar hún var ungstirni í Fugees var orðrómur á kreiki um að hún hataði hvítt fólk. Samkvæmt gagnabankanum Snopes á netinu um nútímaþjóðsögur er orð- rómurinn ósannur. Sagan dúkkaði upp hér og þar í nokkrum mismun- andi útgáfum, en sú langútbreidd- asta gekk út á að Lauryn Hill hefði sagt í viðtali við MTV að hún vildi heldur að börnin hennar syltu en að hvítt fólk keypti plöturnar hennar. Eins og vefritið Snopes bendir rétti- lega á hefði upptökunni af ummæl- unum verið dreift um allt internetið ef hún væri til, en enga slíka upptöku er að finna á internetinu. Auk þess hringdi Lauryn Hill í útvarpsþátt Howard Stern, þar sem orðrómur- inn átti upptök sín, til þess að svara ásökununum, sem hún sagði vera úr lausu lofti gripnar. Lauryn Hill vísaði óbeint í þenn- an orðróm í bloggfærslu eftir réttar- höldin í vor. Þar hélt hún því fram að hugmyndin um öfugan rasisma væri meingölluð. Í flestum þeim til- fellum sem hvítu fólki væri sýnd óvild vegna litarhafts væri það til þess að bregðast við hatri, ofbeldi og grimmd af þess hálfu. Til þess að hægt væri að tala um öfugt kyn- þáttahatur þyrfti fyrst að búa til réttlátt valdajafnvægi og taka aftur margra hundraða ára ofbeldi. Aðeins að því loknu væri hægt að dæma um það hvort einhver sem er ekki hvítur sé rasisti sem hati hvítt fólk. Í bloggfærslunni tengdi hún rétt- arhöldin yfir sér við þrælahald og rasisma. Hún hafi staldrað við það orðalag dómarans við réttarhöldin að hún (Lauryn) þyrfti að bæta skatt- inum upp það sem hún hefði gert á hlut hans. Við þetta tilefni hafi hún hugleitt hvenær svörtu fólki hefði nokkru sinni verið bætt það sem gert var á hlut þess. Neyðist til að gefa út plötu Bandaríska tónlistarkonan Lauryn Hill gefur út plötu á næsta ári. Ef ekki væri fyrir bandarísk skattayfirvöld er afar ólíklegt að það hefði gerst því Hill gerði samning við plötufyrirtæki til að eiga fyrir ógreiddri skattaskuld. Plötur sem Lauryn Hill hefur gefið út ein eða með hljómsveitinni Fugees: Blunted on Reality 1994 ,The Score 1996, The Miseducation of Lauryn Hill 1998, MTV Unplugged 2,0 (tónleikaplata) 2002 Fjölmörg lög með henni hafa komið út sem eru ekki á þessum diskum. Sum þeirra hafa verið gerð í samstarfi við aðra listamenn, eins og Aretha Franklin, Santana, John Legend, Joss Stone og fleiri. Önnur hafa lekið á netið, eins og lagið Repercussions, Little Boys, og Social Drug eða komið fyrir í kvikmyndum, eins og The Passion, Selah og Lose Myself. ➜ Tónlistin Lauryn Hill nýtur mikillar virðingar rapp- heimsins þrátt fyrir að hafa ekki gefið út plötu lengi. Meðal rappara sem hafa nefnt hana í textum eru: ● Talib Kweli samdi um hana lagið Ms. Hill ● Kanye West líkir sjálfum sér við hana. Þess má til gamans geta að hann hefur einnig líkt sér við Jesús. Eftirfarandi texti kemur fyrir í laginu Champion: „Lauryn Hill say her heart was in Zion/I wish her heart still was in rhymin/ ‚cause who the kids gonna listen to?/ Huh? I guess me if it isn‘t you“ ● Method Man vísar til hennar í laginu Say. ➜ Nafntoguð Sigríður Torfadóttir Tul- inius, heimspekinemi við Kingston í London, er mikill aðdáandi Lauryn Hill. „Þegar ég var 10 ára kunni ég Fugees-diskinn, The Score utanað. Ég var alltaf að syngja yfir hann með vinkonum mínum í hátalara með græju. Svo þegar ég var 11 ára fór ég á Fugees tónleikana. Ég var með þeim yngri á svæðinu. Þegar Fugees leið undir lok þá fylgdist ég með þeim öllum en sérstaklega með henni. Lauryn Hill hefur fylgt mér alla tíð síðan. Hún eldist með manni. Ég hef hlustað á MTV Unplugged frá því hún kom út, og á hverju tímabili í lífi mínu fær hún nýja merk- ingu. Mér finnst boðskapurinn og textarnir eldast með mér og fá nýja meiningu eftir því sem ég eldist. Það sem mér finnst áhugaverðast í augnablikinu er hvernig hún stillir saman trú og pólitík í lögunum sínum. Trúin virðist hafa það hlutverk í hennar augum að tákna einhvern sannleika, ást eða alheimsgæsku. Meðfram trúarlegu þemunum í lögunum þá gagnrýnir hún kapítalisma og rasisma. Sú gagnrýni hefur orðið enn meira áber- andi í nýjustu lögum hennar. Með því að stilla pólitík og trú saman þá segir Lauryn Hill okkur að við getum ímyndað okkur betri heim, við höfum ímyndað okkur hann í gegnum trú og að við vitum innst inni hvernig sanngjarn heimur lítur út en eitthvað hamlar því að sá heimur geti orðið að raunveru- leika. Lauryn Hill reynir að vera heil manneskja sem er ekki firrt og miðla því. Hún fer að gráta á þessari plötu, talar við tæknifólkið í heyrnartólunum sem hún er með í eyrunum þannig að áhorfendur heyri. Hún segist ekki vilja dressa sig upp og er mjög berskjölduð, bara með gítar og hljóðnema. Hún segir manni intím sögur og afhjúp- ar sig virkilega, í samfélagi þar sem er hættulegt að afhjúpa sig. Hún sýnir veikleika. Það má því segja að hún sé að reyna að vera nær ein- hverjum kjarna í sjálfum sér og lýsir því jafnframt hversu erfitt það hefur verið fyrir hana að vera heil sem tónlistamaður í kapitalísku samfélagi. Á plötunni talar hún um ástríðuna sem hún hafði fyrir tón- list og spyr sig og áhorfendur hvernig eitthvað sem hún elskaði eins mikið og tónlist gat breyst í eitthvað sem hún fyrirlítur. Það er eins og þessi pólitíska lína komi vegna þess að eitthvað kemur í veg fyrir að hún geti verið sönn í listinni. Í þessu samfélagi er okkur gert erfitt að vera ástríðufullur.“ Lauryn Hill eldist með manniUgla JóhannaEgilsdóttir ugla@365.is Hún var dæmd í þriggja mánaða fangelsi og þriggja mánaða stofufangelsi að því loknu. Hún afplánaði fangelsis- vistina frá júlí fram í október..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.