Fréttablaðið - 14.12.2013, Side 68
| ATVINNA |
Íslenskir Fjallaleiðsögumenn óska eftir að ráða fjármálastjóra.
Upplýsingar veitir:
Sverrir Briem
sverrir@hagvangur.is
Umsóknir óskast fylltar út á
hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og
með 6. janúar 2014
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
www.hagvangur.is
Starfs- og ábyrgðarsvið
• Áætlanagerð vegna reksturs, fjárfestinga og sjóðstreymis
• Umsjón með gerð ársreiknings og samskipti við endurskoðanda
• Kostnaðareftirlit, kostnaðargreining og gerð kostnaðaráætlana
• Eftirlit með árangursvísum og árangursmælingum
• Yfirumsjón með bókhaldi, launaútreikningum, innheimtu og
greiðslu reikninga
Menntun og hæfniskröfur
• Háskólapróf í viðskiptafræðum (meistaragráða)
• Víðtæk þekking og reynsla á sviði fjármála, bókhalds og reksturs
• Skipulagning útsjónarsemi og fagmennska í starfi
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Góð enskukunnátta
Fjármálastjóri
Íslenskir Fjallaleiðsögumenn var stofnað árið 1994 af fjórum ungum fjallagörpum og fagnar fyrirtækið því 20 ára starfsafmæli
sínu á næsta ári. Frá upphafi hefur fyrirtækið farið ótroðnar slóðir í fjallaferðum og verið leiðandi í umhverfis- og öryggismálum
í ferðaþjónustu. Íslenskir Fjallaleiðsögumenn bjóða upp á fjölbreyttar ferðir og allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi
hjá einu rótgrónasta ferðaþjónustufyrirtæki landsins. Íslenskir Fjallaleiðsögumenn - Örugglega á Fjöllum.
Vegna skipulagsbreytinga óskar Velferðarsvið Reykjavíkurborgar eftir að
ráða í starf deildarstjóra á skrifstofu fjármála og rekstrar. Jafnframt óskast
fjármálaráðgjafi til starfa.
Upplýsingar veita:
Sverrir Briem
sverrir@hagvangur.is
Inga Steinunn Arnardóttir
inga@hagvangur.is
Umsóknir óskast fylltar út á
hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og
með 31. desember.
Öllum umsóknum verður svarað
þegar ákvörðun um ráðningu hefur
verið tekin. Umsóknir gilda í a.m.k.
sex mánuði ef staða losnar á ný.
Um 100% stöður er að ræða og taka
laun mið af ákvörðun kjaranefndar
Reykjavíkurborgar.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkur-
borgar um að jafna hlut kynja í
störfum og að vinnustaðir borgar-
innar endurspegli það margbreyti-
lega samfélag sem borgin er.
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
www.hagvangur.is
Starfssvið
• Dagleg umsýsla skrifstofu s.s. skipulag verkefna
og starfsmannamál
• Umsjón með vinnslu fjárhagsáætlunar sviðsins
• Umsjón með frágangi uppgjöra
• Umsjón með gerð samninga
• Umsjón með móttöku og afgreiðslu fyrirspurna
• Þátttaka í starfshópum
• Yfirsýn yfir verkefni starfshópa vegna fjármála
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun á sviði viðskipta
• Meistarapróf sem nýtist í starfi æskilegt
• Reynsla af stjórnun æskileg
• Yfirgripsmikil reynsla af málaflokknum
• Þekking á opinberri stjórnsýslu æskileg
• Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
• Metnaður, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku
Deildarstjóri áætlana og rekstrar
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar fer með ábyrgð á velferðarþjónustu borgarinnar, þ.m.t. almennri félagsþjónustu og sértækri þjónustu
við fatlað fólk, aldraða og börn. Í því felst stefnumótun í velferðarmálum, áætlanagerð, samþætting velferðarþjónustu, eftirlit í samræmi
við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri, þróun nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga við
þriðja aðila. Framkvæmd velferðarþjónustu fer fram á sex þjónustumiðstöðvum í hverfum borgarinnar og hjá Barnavernd Reykjavíkur.
Á Velferðarsviði starfa rúmlega 2.000 starfsmenn á um 100 starfseiningum í borginni, sem margar veita þjónustu allan sólarhringinn.
Velferðarsvið þjónustar um 20.000 einstaklinga á ári og eru áætluð útgjöld sviðsins árið 2013 um 21 milljarður króna.
Velferðarsvið starfar með velferðarráði og barnaverndarnefnd.
Nánari upplýsingar um starfsemi Velferðarsviðs má sjá á vef Reykjavíkurborgar; www.reykjavik.is
Starfssvið
• Vinnsla fjárhagsáætlana í samstarfi við ábyrgðarmenn
• Ráðgjöf og eftirlit með rekstri
• Gerð frávikagreininga
• Kostnaðarmat nýrra verkefna
• Eftirlit með samningum
Fjármálaráðgjafi
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun á sviði viðskipta
• Reynsla af rekstri æskileg
• Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
• Metnaður, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku
Upplýsingar veitir:
Inga Steinunn Arnardóttir
inga@hagvangur.is
Umsóknir óskast fylltar út á
hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og
með 23. desember 2013
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
www.hagvangur.is
Um starfið
Hress og eldklár aðili óskast til starfa í þjónustudeild
Eirvíkur til að sinna viðgerðum á kaffivélum frá Jura, Miele
og Magimix. Auk þessa gætu komið til viðgerðir á stærri
heimilistækjum. Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga
á því að finna út bilanir í háþróuðum og vönduðum tækjum.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Rafvirki, rafvélavirki, rafeindavirki eða sambærilegt
• Góð samskiptafærni
• Góð enskukunnátta (góður lesskilningur)
• Mjög góð tölvukunnátta
Viðgerðarmaður í þjónustudeild
Eirvík fagnar brátt 20 ára afmæli og er nú sem fyrr í góðum rekstri. Hjá fyrirtækinu starfa 12 manns sem kappkosta
að veita góða þjónustu. Markmið fyrirtækisins er innflutningur, verslun og þjónusta með heimilistæki, hótel- og
veitingatæki, innréttingar og gjafavöru. Kjörorð félagsins er „Sérverslun með heimilistæki og innréttingar“ í hæsta
gæðaflokki. Meðal þekktra merkja sem Eirvík er með umboð fyrir má nefna: Miele, Liebherr, General Electric,
Smeg, Elica, Jura, Witt, Magimix og Cristel.
14. desember 2013 LAUGARDAGUR2