Fréttablaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 44
14. desember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 44 Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Ég vil efla áhugann á lif-andi jólatrjám á Íslandi því þau bera með sér jólabrag og gefa miklu meiri stemningu en gervitré,“ segir Else Möller, skógfræðingur á Akri í Vopnafirði. Hún telur Íslendinga geta verið fyllilega sjálfum sér nóga í framleiðslu jólatrjáa og kveðst aldrei hafa skilið af hverju þeir flytji inn ógrynni af trjám í stað þess að ala þau upp í íslenskri mold. Tekur þó fram að ánægju- leg þróun hafi átt sér stað á síð- ustu árum því bæði sé Skógrækt ríkisins og skógræktarfélög farin að bjóða fólki að velja sér jólatré úr reitum víða um land. Einnig séu um fjörutíu bændur farnir að ein- beita sér að framleiðslu jólatrjáa í samstarfi við Landsamtök skóga- eigenda. „En það er of lítið fram- boð og þá er tilvalið tækifæri að auka það,“ segir Else sem hefur ráð undir rifi hverju þegar kemur að ræktun jólatrjáa á Íslandi enda er hún með meistaragráðu í þeirri grein. Þó hún sé hjúkrunarfræð- ingur að mennt hóf hún nám í skógfræði við Landbúnaðarhá- skólann á Hvanneyri árið 2007 og meistaranáminu lauk hún síðast- liðið vor. Í samhengi við það er hún með tilraunaræktun jólatrjáa við landbúnaðarháskólann á Hvann- eyri, á Krithóli í Skagafirði og Prestsbakkakoti á Síðu. „Skógar- bændurnir vinna verklegu vinn- una en ég skipulegg hvað þeir eiga að gera, hvenær og hvernig.“ Vill sjá jólatrjáaakra Else er dönsk að uppruna en hefur búið hér á landi í fjórtán ár. Bær- inn hennar, Akur, er í Hofsárdal í Vopnafirði, um sjö kílómetra frá þorpinu Tanga. Þegar þetta síma- viðtal fer fram er hún á förum út á Tanga til að fræða leikskólabörn- in þar um jólatré. Hún kveðst á næstu dögum ætla með börnin í skógarlund á Vopnafirði sem nefn- ist Oddnýjarlundur, eftir konunni sem setti niður fyrstu trén í hann. „Skólakrakkarnir hafa gróðursett í Oddnýjarlund árum saman og nú eru trén orðin svo stór að það er tímabært að fara að höggva eitt- hvað innan úr og nota til dæmis sem jólatré,“ segir hún. Reyndar vill Else meina að erf- itt sé að fá eitthvert magn fallegra jólatrjáa úr skógum sem hafi verið ræktaðir í brekkum og móum langt frá byggð „Hugmynd mín er að fólk taki tún eða akra nálægt bæjum undir jólatrjáaskóg. Þannig er hægara að sinna plöntunum vel frá upphafi og allan tímann.“ Spurð hvort jólatrjáaskógur sé gróðursettur gisnari en annar skógur svo trén vaxi ekki hvert inn í annað, svarar Else. „Nei, maður á einmitt að gróðursetja jólatré býsna þétt. Það passar að setja þau niður með eins til eins og hálfs metra millibili svo þau skýli hvert öðru. Þau eiga hvort sem er ekki að verða nema um tveggja metra há.“ Hún ítrekar að nauð- synlegt sé að hafa trén einhvers staðar þar sem auðvelt sé að sinna þeim, klippa þau til í rétt form, gefa þeim áburð og fylgjast með til að hægt sé síðan að selja þau fyrir gott verð. „Þetta er ákveðin tækni sem þarf að læra og tekur sinn tíma en borgar sig marg- falt. Það er líka mjög gaman að ná tökum á þessari framleiðslu og nú þegar eru sumir skógarbændur á Íslandi farnir að standa sig mjög vel og framleiða flott tré.“ Þar sem Else hefur yfir landi að ráða á Akri er hún að sjálfsögðu með jólatré í uppvexti heima við. „Ég verð kannski með 100 tré sem geta verið tilbúin á hverju ári, en ég er nýbyrjuð að gróðursetja og fyrstu trén verða ekki tilbúin fyrr en eftir sex til átta ár.“ Else segir engan hörgul á ung- plöntum til að setja niður. „Það er ágætt framboð. Það sem okkur vantar frekar á Íslandi er þekking og öguð vinnubrögð. Að við förum út og sinnum trjánum á réttum tíma og munum eftir að gróður- setja nóg á hverju ári þannig að framleiðslan nái að rúlla.“ Til Kanarí fyrir ágóðann Þar sem löng hefð er fyrir því að flytja inn jólatré frá Danmörku er Else spurð hvort norðmanns þinur þrífist hér á landi. „Nei, vaxtar- skilyrðin á Íslandi eru of erfið fyrir norðmannsþin. Hann þarf hlýrra loftslag og meira skjól,“ svarar hún. „Það hafa verið gerð- ar tilraunir með fjallaþin en hann þolir ekki mikinn vind heldur og það er verið að leita að hentugu kvæmi þins til ræktunar hér. Stafafura er sú tegund jóla- trjáa sem þrífst langbest hér á landi enda er hún vinsælust, að sögn Else. „Stafafura þrífst um allt land, hún er fagurgræn, með langar nálar og getur staðið inni í mánuð án þess að missa barr- ið,“ fullyrðir hún. Hún segir rauð- greni lengi hafa verið það tré sem Íslendingar sáu sem „hið eina sanna jólatré“, en það missi dálítið barrið, sérstaklega ef gleymist að vökva það. „Rauðgreni þarf vatn eins og blóm,“ tekur hún fram og segir blágreni líka mjög fallegt og ívið barrheldnara en rauðgrenið. En hversu langan tíma tekur það þessi tré að vaxa hér á landi þar til þau ná heppilegri jólatréshæð? „Það fer eftir vaxtarskilyrðum. Ef stafafuran er í frjósömum jarð- vegi getur hún náð æskilegri jóla- tréshæð á sex til átta árum. Það er hægt að fá býsna góða uppskeru ef hún er á góðum stað og maður nær að forma hana þannig að hún vaxi fallega og verði ekki of gisin.“ Að lokum er Else spurð hvort hún sé ekki eina manneskjan á Íslandi með sérmenntun í ræktun jólatrjáa. „Jú,“ svarar hún glað- lega. „Margir skógfræðingar telja þetta ekki merkilega sérgrein. En fólk fær ekkert út úr venjulegri skógrækt fyrr en í fyrsta lagi eftir tuttugu ár. Mér finnst sniðugt að byrja á jólatrjám og geta farið að uppskera eftir sex til tíu ár. Þá er hægt að bjóða karlinum sínum eða konunni til Kanaríeyja eftir jólin fyrir ágóðann!“ Lifandi tré bera með sér jólabrag Öll heimili landsins ættu að geta skartað íslenskum jólatrjám eftir tuttugu ár og mörg miklu fyrr, að mati Else Möller á Akri í Vopnafirði. Hún er skógfræðingur frá Hvanneyri og eina manneskjan á Íslandi með meistarapróf í jólatrjáarækt. ■ Best er að geyma tréð úti á skjólgóðum stað þangað til það á að fara inn. ■ Gott að hafa tréð í vatni daginn áður það fer inn en ekki nauðsynlegt og alls ekki ef það er frost. ■ Saga neðan af trénu 2 til 3 sentimetra, kannski klippa nokkrar af neðstu greinunum í burtu og setja tréð í sérhannaðan jólatrésfót eða stóran vasa. ■ Mikilvægt er að vökva tréð á hverju degi til að minnka hættuna á barrfelli. ■ Greni getur staðið inni að minnsta kosti í 10 til 12 daga áður barrið fer að losna ef það hefur fengið vatn. ■ Fura getur staðið inni fram að páskum. ■ Þinur (norðmannsþinur og fjallaþinur) getur staðið í um mánuð án þess að tapa barrinu. ■ Lífandi tré þrífst alltaf best í vatni! HVERNIG SKAL MEÐHÖNDLA LIFANDI TRÉ SEM BÚIÐ ER AÐ FELLA. ELSE VIÐ SITKAGRENITRÉ Sitkagreni er ekki gott innijólatré því það stingur svo mikið. En það myndar fallegt form. Svo er það líka harðgert og þrífst um allt land, meðal annars nálægt sjó,“ segir Else.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.