Fréttablaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 58
14. desember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 58 Sigrún og Friðgeir– Ferðasaga Höfundur: Sigrún Pálsdóttir Útgáfa: JPV Fjöldi síðna: 228 bls. (Millifyrirsagnir eru blaðsins) Þegar klukkan nálgast tólf og borðhald er um það bil að hefjast koma menn í brúnni auga á mikinn reyk úti á haffletinum. Það er brennandi skip í um einnar sjómílu fjarlægð. Goða- foss er í stefnu að skipinu en þegar hann beygir fyrir Garðskaga kemur áhöfnin auga á tvo björgunarbáta í sjónum skammt frá. Skipstjóri Goðafoss áttar sig strax á því að kviknað hefur í skipinu, og að þetta muni vera olíuskipið Shirvan sem haldið hafði áfram siglingu um nótt- ina og var nú að komast inn á Faxa- flóa. Bátarnir sigla nú einnig í sömu stefnu og Goðafoss en annar er með mótor og nálgast land. Sjálft skipið liggur rétt á sjónum og eru engin merki um að það sé að sökkva. Ekki er því líklegt að kviknað hafi í skip- inu eftir árás tundurskeytis, hugs- ar Sigurður skipstjóri. Svo hugsar hann um Sigrúnu og Friðgeir og þær góðu aðstæður sem Goðafoss er í til að koma þessum mönnum til bjargar ef einhverjir þeirra eru illa slasaðir. Ekkert bendir til þess að björgun geti stefnt Goðafossi í hættu. Ekki úr þessu. Goðafoss er stöðvaður og öll áhöfnin sem ekki er á vakt kölluð út og mönnum gert að mæta við björgunarbát númer eitt. Í björgun- arvestum. Sigrún og Friðgeir eru inni í sal að setjast til borðs ásamt hinum farþegunum þegar skipstjór- inn tilkynnir þeim hvað sé í vænd- um. Fólkið rýnir út um kýraugun, aðrir fara beint út í kuldann til að fylgjast með en hrökklast fljótlega inn aftur. Báturinn nálgast Goða- foss. Borðhald er allt að fara úr skorðum, einhverjir farþeganna eru komnir aftur út á þilfar, sumir komnir í björgunarvesti – það liggur óljós skipun í loftinu um það. Jakob þjónn hafði hlaupið niður í káetu og náð í Agnar sem var að raka sig fyrir kveðjumáltíðina og heimkomu. Agnar kemur hlaupandi upp á þil- far og þar blasir við hræðileg sjón. Fallið hefur verið frá því að sjósetja björgunarbátinn ofan í ólgandi sjó- inn en tveir úr áhöfn síga í neti niður í breska bátinn og hífa þann- ig upp nítján skipbrotsmenn löðr- andi í olíu og með brunasár. Einn af öðrum eru þeir dregnir upp og farið með þá beint inn í reyksal á bátaþilfarinu efst. Þar koma Sigrún og Friðgeir sér fyrir með allan þann búnað sem til staðar er í skipinu. Sigríður Þormar og Áslaug eru hjá þeim og eiga að aðstoða en fljótlega kemur í ljós að best sé að Áslaug taki strákana og Sigríður Sigrúnu litlu. Best að halda börnunum frá þessu. Fullorðið fólk á erfitt með að horfa á, svo illa eru skipbrotsmenn- irnir farnir. Ekki þarf þó að flytja þá alla inn í sal, sumir hafa sloppið með skrámur eins og fyrsti stýri- maður sem nú stendur á þilfarinu og ræðir við Sigurð skipstjóra. Ótrúlegt að líkaminn hangi saman Skipbrotsmennirnir eru allir komn- ir um borð í skipið þegar klukkuna vantar um tuttugu mínútur í eitt. Goðafoss getur haldið ferð sinni áfram. Í kyndiklefanum þarf að bæta í eldinn, hafa hraðar hendur við að skara og fleygja inn meiri kolum. Og tilhlökkunin magnast í brúnni þegar Goðafoss tekur stefn- una í átt að Esjunni, þá stefnu sem siglt er eftir þegar komið er fyrir Garðskaga. Fyrsti stýrimaður á Shirvan er enn á tali við Sigurð skipstjóra. Þeir eru komnir út á brúarpallinn og eru að velta því fyrir sér hvað hafi gerst. Fyrst hafði stýrimaður- inn talið víst að tundurskeyti hefði verið skotið á skipið, að það hefði orðið fyrir árás. En nú er hann ekki viss og kannski vegna þess að Sig- urður þjarmar að honum og með efasemdum, því að sjálfum finnst honum ólíklegt að kafbátur sé hér í sjónum inni á Faxaflóa. Líklegra sé að Shirvan hafi siglt á tundurdufl. Þrátt fyrir það lætur hann senda allar upplýsingar um mögulega tundurskeytaárás til fylgdarskip- anna en engar sérstakar ráðstafanir eru þó gerðar um borð í Goðafossi. En nú liggja orð breska stýri- mannsins í loftinu og læðast frá einum skipverja til annars og inn í borðsal og að lokum inn í reyk- sal. Það fer um mannskapinn sem bregst þó við með efasemdum því að nálægð skipsins við land gerir tíð- indin ekki sérlega trúverðug. „Hvaða andskotans vitleysa,“ segja menn og reyna að halda sínu striki, borða kalkún í borðsalnum en þar fyrir ofan, í reyksalnum, er verið að hlúa að kvöldum og stynj- andi skipbrotsmönnunum sem sumir eru við það að missa með- vitund og eru þannig útleiknir að ótrúlegt má heita að líkaminn hangi saman. Það er raunar með ólíkind- um að sumir þeirra séu yfirleitt á lífi. Sigrún og Friðgeir reyna að ganga örugglega til verks. Í sjúkra- kistunni eru lyf og sárabindi. En um sum brunasárin er ekki hægt að binda. Einhver þarf að fara niður í eldhús og ná í kartöflumjöl til að loka stærstu sárunum og þurrka. Eins og sár þessa fimmtán ára létta- drengs sem liggur þarna á gólfinu milli leðurbólstruðu básanna. Hann hafði fengið yfir sig fimmtíu lítra pott af sjóðandi vatni.Hvernig hafði það gerst? Sprenging? Tundurdufl eða tundurskeyti? Halda áfram, binda um sár. Af hverju hafði Sig- rún gerst læknir? Vissi hún það ein- hvern tímann? Þá kallar Friðgeir og biður um hníf. Agnar er niðri og kemur upp með hníf úr búrinu. Þegar hann réttir honum hnífinn er Friðgeir að leggja sárabindi á and- lit manns. Eða það sem eftir er af því. Andlitsbeinin standa nánast út úr brenndu og strekktu hörundinu. Friðgeir leggur grisju yfir augu mannsins. Augun? Þetta eru eigin- lega augntóftir. Allt um kring liggja mennirnir, sumir bara á buxum og nærbolum. Það vantar föt. Hvar eru þau? spyr einhver Eymund stýri- mann þegar Sigrún stendur upp og gengur í átt að dyrunum. Hafði hún heyrt barnið sitt gráta niðri þegar Agnar kom upp með hnífinn? Og munað eftir því að hún hafði ætlað að gefa dóttur sinni að borða? Hún gengur hratt og örugglega niður stigann og inn í matsalinn en í því gengur Sigurður háseti upp stigann að utanverðu og inn í reyksalinn og býður fram aðstoð sína. Inni í mat- salnum tekur Sigrún dóttur sína úr fangi Sigríðar Þormar og biður hana að fara niður í eldhús og hita pela fyrir sig. En hún þarf að fara strax aftur upp í reyksal, og ákveð- ur að koma dóttur sinni fyrir þar. Þegar hún gengur út úr matsalnum, inn á ganginn og upp stigann, koma Áslaug, Óli og Sverrir inn úr kuld- anum, um aðaldyrnar á yfirbygg- ingunni sem liggur beint inn á gang- inn fyrir framan borðsalinn. Það er ekkert veður til að vera úti. Óli er á vappi um ganginn, kannski með hugann við eftirréttinn sem enn á eftir að bera fram, en Sverrir er óró- legur og vill fara til mömmu sinnar. Saga sem lifir með þjóðinni Saga læknishjónanna Sigrúnar Briem og Friðgeirs Ólasonar er byggð á bréfum og dagbókum sem þau héldu frá því að þau sigldu til Bandaríkjanna haustið 1940 og þar til þau sneru heim með Goðafossi haustið 1944. Sigrún Pálsdóttir sagnfræðingur skrifar sögu þeirra í bókinni Sigrún og Friðgeir– Ferðasaga og segir hér frá atburðarásinni um borð í skipinu eftir að tundurskeyti skellur á því. LÍFSGLATT FÓLK Sigrún og Friðgeir í góðum hópi í Bandaríkjunum. Andlitsbeinin standa nánast út úr brenndu og strekktu hörundinu. Friðgeir leggur grisju yfir augu mannsins. Augun? Þetta eru eiginlega augntóftir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.