Fréttablaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 28
14. desember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 28 Endrum og eins fáum við sláandi fréttir af þeim félagslegu vandamálum sem ungt fólk þarf að glíma við í dag. Einelti, ofbeldi og vanræksla virðist síður en svo vera á undan- haldi og ótrúlegt hvað gerendur í slíkum málum fá að starfa óáreittir. Við fáum einungis að sjá brot af vandamálinu; það sem ratar upp á yfirboðið er toppurinn á ísjakanum. Félagslegur þrýstingur og skömm veldur því að krakkar þora ekki að koma fram með sögur sínar en jafn- framt virðast foreldrar, skólayfir- völd og/eða félagsleg yfirvöld oft standa ráðþrota gagnvart vanda- málinu sem letur fórnarlömbin enn frekar til að koma fram. Selma Björk Hermannsdóttir, Svanhildur Sigríður Mar, kölluð Mía og Hulda Hvönn Kristinsdótt- ir fóru þveröfuga leið. Þær rituðu allar greinar á vefmiðla þar sem þær deildu, hver með sínum hætti, átakanlegum sögum sínum af ein- elti, ofbeldi, uppvexti á erfiðu heim- ili, ásamt öðru, sem vöktu verð- skuldaða athygli. Við komum okkur fyrir á kaffi- húsi í miðbænum eftir langa myndatöku úti í nístingskulda og roki. Það er hrollur í okkur en þegar búið er að panta heitt kakó og kaffi nær blaðamaður að virða þær betur fyrir sér. Það fyrsta sem slær blaðamann er hversu ótrúlegt það er að þessar stelpur séu allar undir tvítugu. Þær líta allar nákvæmlega eins út og maður býst við af stelpum á þessum aldri, en þegar spjallið hefst er ljóst að þær búa yfir visku langt umfram aldur sinn. Vildi vekja fólk til umhugsunar Hvernig kom það til að þið ákváðuð að stíga fram og segja sögur ykkar? Mía: Mín hugsun var sú að koma í veg fyrir að eitthvert annað barn myndi lenda í því sama og ég. Koma svona illa út úr kerfinu og lenda inni á svona mörgum heim- ilum. Það gerir alveg hræðilega hluti fyrir barnæskuna. Ég vildi vekja athygli á því að það verður að hjálpa fjölskyldum sem heild og þetta var skrifað hjá mér í for- varnarskyni. Selma: Ég var bara svo reið, ég var búin að lenda í svo viðbjóðs- legu einelti og var svo þreytt á þessu. Þetta var að brenna mig að innan hvað þetta var ósanngjarnt, af því ég ákvað ekki að fæðast með skarð í vör. Ég var þarna komin með algerlega nóg og ákvað að skrifa þetta til að sýna fólki hvað þetta er ógeðslegt, af því að ég ræð þessu ekki sjálf og ég vildi vekja fólk til umhugsunar. Hulda: Mér varð hugsað til strákanna sem höfðu verið svona vondir við mig og vissi að þeir eru ekkert vondir menn þegar allt kemur til alls. Þeir sem leggja í einelti eiga, held ég, miklu meira bágt heldur en ég. Mér hafði verið hótað barsmíðum, það var talað illa um alla fjölskylduna mína og fleira, þannig að mér fannst þetta ekki bara snerta mig. Það þarf að vera svo mikið að til að fólk hagi sér svona og ég held að það þurfi að hjálpa þessum gerendum, þeir eru veiku manneskjurnar, ekki ég. Fjölmörg skilaboð á Facebook Hvernig voru viðbrögðin? Hulda: Það voru rosalega marg- ir sem sendu skilaboð á Facebook. Selma: Ég fékk yfir 15 þúsund skilaboð á Facebook! Hulda: Já, maður heyrir oft mikið um að heimurinn sé svo ljótur og maður megi ekki láta það draga sig niður. En þegar maður sér svona viðbrögð þá uppgötv- ar maður að heimurinn er ekkert ljótur. Það er bara mjög lítill hluti af heiminum sem er ljótur en hann sýnir sig oft bara svo mikið betur. Heimurinn er í raun svo fallegur, eins og sést á þessum fallegu skila- boðum sem við fengum. Selma: Við erum stundum bara forrituð þannig að við hlustum frekar á það neikvæða heldur en það jákvæða. Það getur til dæmis ein manneskja sagt mér að ég sé ljót en hundrað sagt mér að ég sé falleg en ég hlusta bara á þessa einu manneskju. Það eru mistökin. Einn strákur sendi mér skilaboð og sagði mér að muna að það eru alltaf tíu sinnum fleiri með mér en á móti mér, maður hugsar of sjaldan til þess. En viðbrögðin voru bara ótrú- leg, maður vissi ekki hvað það væru margir einmitt bara góðir. Mía: Maður er ekkert vanur þessu, manni bregður bara þegar ókunnugt fólk fer að segja manni að það sé stolt af manni. Fer bara í smá sjokk. Af því maður lítur ekk- ert þessum augum á sjálfan sig. Maður lítur bara á sjálfan sig sem einhvern sem lenti í slæmri reynslu og komst út úr því og reynir bara að halda áfram lífinu. Maður hugsar ekkert um sjálfan sig sem einhverja hetju eins og einhver sagði við mig. Ég er bara ég. Selma: Pabbi minn spurði mig áður en ég sendi greinina frá mér hvort ég væri viss um að ég vildi senda þetta, krakkarnir gætu farið að stríða mér bara meira. En ég var alveg viss um að það ætti hvort sem er enginn eftir að lesa þetta. Ég var síðan eiginlega bara í sjokki yfir viðbrögðunum. Hulda: Já sama hér, ég skrifaði þetta á korteri og hugsaði svo Ungu hetjurnar sem stigu fram Selma Björk Hermannsdóttir, Svanhildur Sigríður Mar og Hulda Hvönn Kristinsdóttir eiga allar erfiða reynslu að baki. Þær hristu upp í samfélaginu með eftirminnilegum hætti með skrifum sínum um ofbeldi, einelti og uppeldi. En tilgangurinn var ekki að vera leiðinleg, ég finn ekki hjá mér neina hefndarþörf. Mig langar mikið frekar að vera góð við þá sem hafa verið vondir við mig. Ég er ekkert reið við neinn,“ Svanhildur Sigríður Mar UNGAR HETJAR Þær Hulda, Selma og Mia eru allar undir tvítugu en búa yfir visku langt umfram aldur sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Fanney Birna Jónsdóttir fanney@365.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.