Fréttablaðið - 14.12.2013, Side 142

Fréttablaðið - 14.12.2013, Side 142
14. desember 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 114 „Hann tekur hluti mjög alvarlega en er samt mjög kynþokka- fullur með ístruna og allt. Yfirgreiðsla, ístra– hverjum er ekki sama? Hann er heitur!“ LEIKKONAN AMY ADAMS UM MEÐLEIKARA SINN Í KVIKMYNDINNI AMERICAN HUSTLE, CHRISTIAN BALE. Leikritið Nóttin var sú ágæt ein var frumsýnt í Tjarnarbíói á miðvikudag en leikarar í sýningunni eru Benedikt Karl Gröndal, Davíð Freyr Þórunnar- son, Kári Viðarsson og Svandís Dóra Einarsdóttir. Mikið var hlegið á frumsýningunni og hafði einn leikhúsgestur á orði að leikhópurinn hafi örugglega sett Íslands- met í blótsyrðum á einum klukku- tíma en stykkið er jólaleikrit fyrir fullorðna. - lkg Íslandsmet í blótsyrðum Fyrsta upplag Jólakveðju, jólaplötu Sigríðar Thorlacius, er uppseld. Er um að ræða tvö þúsund plötur og kemur annað upplag í verslanir á morgun og enn annað upplag kemur í verslanir á mánudag. Í næstu viku kemur platan líka út á vínyl og stefnir Sigríður hraðbyri í gullplötu fyrir jól. Má því búast við stuði á útgáfutón- leikum hennar í Frí- kirkjunni á miðvikudag og á Græna hattinum á föstudag. - lkg Jólaplatan uppseld Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, gleymdi að kaupa lottómiða, og sagði Facebook-vinum sínum að það væri nákvæmlega engin stemming hjá sér þrátt fyrir að hafa staðfest hressleika á prenti. Í Fréttablaðinu í vikunni sagði Björt einmitt að hún væri stemmingsmann- eskja sem keypti lottó þegar potturinn væri stór. - lkg Gleymdi að kaupa lottó „Ég sagði upp íbúðinni minni og seldi allt sem ég átti. Ég vildi sýna fólki að það getur haft áhrif á heiminn ef það stígur út úr þæg- indarammanum,“ segir Kristín Grímsdóttir, stofnandi sprota- fyrirtækisins Possunt. Hún stofn- aði fyrirtækið með það að mark- miði að fanga ástæðurnar á bak við velgengni einstaklinga, hvað drífur þá sem vel gengur áfram. Hún vildi líka komast að því hvað hindraði aðra í því að taka af skar- ið í átt að bættum árangri. „Ég fékk þessa hugmynd þegar ég hlustaði á umræðuna heima á Íslandi. Margir kvörtuðu en höfðu það mjög gott á sama tíma. Ég spurði mig af hverju fólk væri að kvarta en gerði ekkert í ástandinu?“ Í kjölfarið á því að Kristín áttaði sig á göllunum við umræðuna á Íslandi ákvað hún að selja allt sem hún átti og stökkva út fyrir þægindarammann, gera þannig tilraun á sjálfri sér. „Ég sagði upp vinnunni minni og keypti mér hjól. Ég ákvað að hjóla til Grikklands og stoppa í mörg- um löndum og ákvað að kynnast allavega hundrað ólíkum einstak- lingum á leiðinni og fá að vita í hverju þeirra drifkraftur í lífinu væri fólginn.“ Kristín hjólaði í gegnum níu lönd og gisti í tjaldi eða heima hjá ókunnugum. „Mér tókst að taka viðtöl við fjölda manns og sá að þeir sem náðu miklum árangri í lífinu og voru hamingjusamir höfðu mjög lík gildi. Þeir lögðu mest upp úr tengslum við fjöl- skylduna; fundu greinilega að þeir voru elskaðir skilyrðislaust af einhverjum. Frelsi skipti einn- ig miklu máli fyrir þessa einstak- linga, en birtingarmynd frelsisins gat verið ólík. Að síðustu skipti það þessa einstaklinga miklu máli að vera hluti af einhverju stærra,“ útskýrir Kristín. Hún segir það hafa vakið athygli hennar að þeir sem ekki náðu þeim árangri sem þeir vildu ná höfðu öðruvísi gildi. Hún sagði hræðsluna vera helstu ástæðu þess að fólk hikaði við að taka skrefið í átt að árangri. „Fólk er hrætt við að gera mistök og hrætt við að tapa öllu sínu. Þetta var helsta ástæðan fyrir því að fólk tók ekki af skarið. Skortur á upplýsingum skiptir líka máli í þessu samhengi. Fólk veit oft hreinlega ekki hvernig það á að taka skrefið í átt að hamingjunni. Það er fast í vítahring og veit ekki að það getur sjálft stjórnað sínum örlögum.“ Kristín segir sögur vera bestu leiðina til þess að kenna fólki hvernig það getur sjálft haft áhrif á líf sitt og heiminn í heild sinni. Hún ætlar sér að sýna fólki það með stuttum viðtalsmyndböndum. „Við reynum að fanga sögu margra ólíkra einstaklinga með stuttmynd í viðtalsformi. Við viljum sýna fólki að það sem sameinar þá sem ná langt er hugrekki. Við viljum að fólk þori að stýra lífi sínu sjálft.“ Fyrirtækið Possunt mun standa á bak við samfélagsmiðil sem veitir fólki aðgang að viðtölunum og hvet- ur það til samfélagslegrar ábyrgð- ar. Á mánudaginn hefst söfnun þar sem markmiðið er að fjármagna gerð tuttugu fyrstu viðtalanna sem fyrirtækið birtir. Þeim sem hafa áhuga á að styrkja átakið er bent á heimasíðu fyrirtækisins, www. possunt.is. Þeir sem styrkja átakið fá gjafir sendar í staðinn, en gjöfin ákvarðast af upphæð styrksins. kjartanatli@frettabladid.is SAB / KILJAN H J / PR E S SA N . I S JYJ / FRÉTTABLAÐIÐ EH / Kiljan S V / K I LJA N Seldi allt sitt og hjólaði til Grikklands Kristín Grímsdóttir stofnaði fyrirtækið Possunt til þess að hjálpa fólki að taka af skarið og ná stjórn á eigin lífi . Fyrirtækið leitar til almennings með fj ármögnun á sínu fyrsta verkefni. Kristín hjólaði um Evrópu í leit að viðmælendum. HJÓLAÐI UM ALLT Kristín keypti sér hjól og hélt til Grikklands í leit að viðmælendum fyrir verkefnið sitt. einstaklingar hafa verið teknir í viðtal. 200 ólík lönd heimsótt, hjólaði frá Svíþjóð til Grikklands. 9 fyrstu viðtölin verða fj ármögnuð í átakinu sem hefst á mánudag. 20 Fyrsta átakið Fyrsta átak fyrirtækisins er tileinkað Ingu Vagnsdóttur frá Bolungarvík. Að mati Kristínar sýndi Inga að nákvæmlega allir geta haft áhrif á heiminn á sinn hátt. Inga sá sjónvarpsviðtal við serbneska fjölskyldu í neyð. Inga ákvað að hafa uppi á fólkinu og hjálpa því að komast til Íslands. Hún sýndi hugrekki og frumkvæði í verki. Nái Possunt að safna meiru en þarf fyrir útgáfu fyrstu tuttugu viðtalanna rennur afgangurinn til Grunnskólans í Bolungarvík, þar sem skólastjóri er Soffía Vagnsdóttir, systir Ingu heitinnar. Tilgangurinn er að koma á fót verkefni meðal barnanna til að leyfa þeim að sjá hvernig þau með eigin frumkvæði geta haft áhrif á heiminn frá litlu sjávarþorpi á Vestfjörðum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.