Fréttablaðið - 14.12.2013, Page 23
LAUGARDAGUR 14. desember 2013 | SKOÐUN | 23
DAGSKRÁ
www.icelandgeothermal.is
14:30 Kaffiveitingar
15:00 Fundur settur – Hákon Gunnarsson
15:10 Albert Albertsson, stjórnarformaður, HS Orka
„Litið um öxl og fram á við“
15:30 Hjalti Páll Ingólfsson, GEORG
„Startup Energy Reykjavik – Jarðvarmaklasinn aflvaki nýsköpunar“
15:45 Auður Andrésdóttir, Mannvit
„Getur klasasamstarfið haft áhrif á markvissari og gegnsærri stjórnsýslu?“
16:00 Dr. Helgi Þór Ingason, Háskólanum í Reykjavík
„Design Structure Matrix – Verkefnastjórnunarkerfi sem afrakstur klasasamstarfsins“
16:15 Davíð Stefánsson, Reykjavik Geothermal
„Sókn íslenskra fyrirtækja í jarðvarmaverkefni erlendis“
16:30 Bjarni Pálsson/Rósbjörg Jónsdóttir, Landsvirkjun/Gekon
„Ísland sem vettvangur fyrir heimsviðburði á sviði jarðvarma“
16:45 Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra
„Samstarf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins (ANR) og Iceland Geothermal“
17:00 Fundi slitið
Skráning: icelandgeothermal@icelandgeothermal.is
Staður: Orkuveita Reykjavíkur
17. desember 2013
14:30-17:00
ICELAND GEOTHERMAL
Félagsfundur 2013
Missagt var í grein okkar um textunar-
mál á RÚV hinn 11. desember sl.
að Kastljós, Útsvar og Sunnudags-
morgunn væru textuð í endursýningu.
Áætlað er að textaðar endursýningar á
Sunnudagsmorgni og Kastljósi hefjist á
næstunni.
LEIÐRÉTTING
Í viðtali Fréttablaðsins við fiskistofustjóra þann 6. des-
ember undir fyrirsögninni „Vilja viðurlög sem bíta á lönd-
unarsvindlara“ var Saltveri ómaklega blandað í umræðu
með þeim hætti að halda mætti að Saltver væri eitt þeirra
fyrirtækja sem Fiskistofa vildi koma böndum á. Salt-
ver hefur aldrei landað afla framhjá vigt og ætíð farið
eftir lögum. Fiskistofa sakaði Saltver um löndun, verkun
og sölu á ólöglegum afla og sektaði um 33 m.kr. Saltver
áfrýjaði til úrskurðarnefndar og í kjölfarið afturkallaði
Fiskistofa úrskurðinn og sektina 19. nóvember. Málið var
illa unnið frá upphafi og Fiskistofu til mikils vansa. Það
er lágmarkskrafa að fagleg vinnubrögð opinberra eftir-
litsstofnana séu hafin yfir allan vafa.
Saltveri að ósekju
blandað í umræðuRíkisútvarp - sem rís undir nafni
– er ein mikil-
vægasta stofn-
un samfélagsins
ásamt Alþingi,
mennta- og rann-
sóknarstofnun-
um, stofnunum
heilbrigðiskerfis-
ins í margbreyti-
legum myndum
sínum, menning-
arstofnunum, svo
sem leikhúsum og
tónlistarfélögum – og þjóðkirkju.
Eðlilegt er að skiptar skoðanir
séu um slíkar stofnanir svo og aðrar
stofnanir sem reknar eru fyrir
skattpeninga almennings, enda
eru umræður stöðugar og skoðan-
ir skiptar. Auk þess er umræða um
atvinnulífið og fyrirtæki í eigu ein-
staklinga nauðsynleg, en slík fyrir-
tæki hafa ekki síður áhrif á daglegt
líf, velsæld og velferð almennings
en stofnanir hins opinbera.
Lýðræðisland – sem rís undir
nafni
Í lýðræðislandi – sem rís undir nafni
– þarf að vera vettvangur fyrir mál-
efnalegar umræður um þessi og
önnur álitamál svo og aðgengi að
traustum upplýsingum um þjóð-
félagsmál. Til þess að stuðla að
þessari umræðu og veita upplýs-
ingar höfum við fjölmiðla af marg-
víslegu tagi: blöð og tímarit, útvarp,
sjónvarp og ekki síst hið mikla
undur tækninnar – veraldarvefinn.
Enn sem komið er virðist mikils-
verðasti fjölmiðillinn hér á landi –
og í nágrannalöndum okkar, vera
ríkisútvarp – rekið í almannaþágu. Í
Danmörku, Noregi og Svíþjóð er öfl-
ugt ríkisútvarp með mörgum rásum
hljóðvarps og sjónvarps auk skóla-
og kennslusjónvarps og kennslu-
útvarps og sjónvarps um listir og
menningu.
Umræða – sem rís undir nafni
Í fyrstu grein laga um Ríkisútvarp-
ið, fjölmiðil í almannaþágu segir,
að markmið laganna sé „að stuðla
að lýðræðislegri umræðu og félags-
legri samheldni í íslensku samfélagi
með fjölmiðlaþjónustu í almanna-
þágu. Ríkisútvarpinu er falin fram-
kvæmd hennar eins og nánar er
kveðið á um í lögum þessum. Rík-
isútvarpið er þjóðarmiðill og skal
rækja fjölbreytt hlutverk sitt af
fagmennsku, metnaði, heiðarleika
og virðingu. Það skal leggja rækt
við íslenska tungu, menningu, sögu
þjóðarinnar og menningararfleifð.”
Ráðherra – sem rís undir nafni
Þessi markmiðslýsing Ríkisút-
varpsins er því skýr og metnaður
af hálfu löggjafans mikill að þessu
leyti. Hins vegar eru ákvæði lag-
anna „um Ríkisútvarpið, fjölmiðil
í almannaþágu“ gölluð hvað varðar
stjórn þess. Í þriðja kafla um Stjórn-
skipulag Ríkisútvarpsins segir að
Ríkisútvarpið sé sjálfstætt opinbert
hlutafélag í eigu íslenska ríkisins,
ráðherra fari með eignarhlut ríkis-
ins og stjórn skuli kosin á aðalfundi.
Þetta þýðir að ráðherra kýs einn
stjórn á aðalfundi og getur einn
ráðið öllu, sem hann gerir. Slíkt
samrýmist illa fagmennsku, metn-
aði, heiðarleika og virðingu í lýð-
ræðislandi þar sem valddreifing
er fyrsta boðorðið – ekki einræði.
Fyrirkomulagið er að vísu svipað í
Noregi. Þar er löggjafinn hins vegar
ekki að breiða yfir einræðið heldur
segir einfaldlega: Ráðherra er aðal-
fundur útvarpsins: „Kirke- og kult-
urministeren er NRKs generalfor-
samling.“ En lýðræðisleg hugsun
er lengra á veg komin í Noregi en
á Íslandi og pólitísk aðhald meira.
Danska ríkisútvarpinu, Dan-
marks radio, er stjórnað af ellefu
manna stjórn sem ráðherra skip-
ar eftir tilnefningu frá Folketin-
get sem tilnefnir sex fulltrúa og
starfsfólk Danmarks radio tvo.
Sjálfur tilnefnir ráðherrann þrjá
fulltrúa. Með þessu er reynt að
gæta ólíkra hagsmuna og fag-
mennsku, enda eru Danir lengra
komnir í lýðræðislegri hugsun og
gerðum en Íslendingar.
Lýðræðileg umræða og hlutlægar
upplýsingar
Til þess að stýra málefnalegri
umræðu og veita hlutlægar upp-
lýsingar og koma á framfæri and-
stæðum sjónarmiður þarf að vera
til sjálfstætt Ríkisútvarp laust
úr viðjum flokkspólitískra vald-
hafa. Æskilegt væri að helstu
stofnanir og samtök þjóðfélags-
ins, s.s. samtök atvinnulífsins og
launþega, samtök listamanna og
skólar, þjóðkirkjan og önnur trú-
félög ættu fulltrúa í stjórn Ríkisút-
varps sem risi undir nafni og lagt
gæti grunninn að lýðræðislegri
umræðu, menningarlegri fjöl-
breytni og félagslegri samheldni í
íslensku samfélagi. Þá hefðu mis-
tök af því tagi sem nú hafa orðið í
Ríkisútvarpi ráðherra ekki orðið.
Ríkisútvarp sem rís undir nafni
RÍKISÚTVARPIÐ
Tryggvi Gíslason
fréttamaður á Rík-
isútvarpinu 1962-
1968, skólameistari
MA 1972-2003
STJÓRNSÝSLA
Þorsteinn
Erlingsson
framkvæmdastjóri
og eigandi Saltvers