Fréttablaðið - 14.12.2013, Síða 23

Fréttablaðið - 14.12.2013, Síða 23
LAUGARDAGUR 14. desember 2013 | SKOÐUN | 23 DAGSKRÁ www.icelandgeothermal.is 14:30 Kaffiveitingar 15:00 Fundur settur – Hákon Gunnarsson 15:10 Albert Albertsson, stjórnarformaður, HS Orka „Litið um öxl og fram á við“ 15:30 Hjalti Páll Ingólfsson, GEORG „Startup Energy Reykjavik – Jarðvarmaklasinn aflvaki nýsköpunar“ 15:45 Auður Andrésdóttir, Mannvit „Getur klasasamstarfið haft áhrif á markvissari og gegnsærri stjórnsýslu?“ 16:00 Dr. Helgi Þór Ingason, Háskólanum í Reykjavík „Design Structure Matrix – Verkefnastjórnunarkerfi sem afrakstur klasasamstarfsins“ 16:15 Davíð Stefánsson, Reykjavik Geothermal „Sókn íslenskra fyrirtækja í jarðvarmaverkefni erlendis“ 16:30 Bjarni Pálsson/Rósbjörg Jónsdóttir, Landsvirkjun/Gekon „Ísland sem vettvangur fyrir heimsviðburði á sviði jarðvarma“ 16:45 Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra „Samstarf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins (ANR) og Iceland Geothermal“ 17:00 Fundi slitið Skráning: icelandgeothermal@icelandgeothermal.is Staður: Orkuveita Reykjavíkur 17. desember 2013 14:30-17:00 ICELAND GEOTHERMAL Félagsfundur 2013 Missagt var í grein okkar um textunar- mál á RÚV hinn 11. desember sl. að Kastljós, Útsvar og Sunnudags- morgunn væru textuð í endursýningu. Áætlað er að textaðar endursýningar á Sunnudagsmorgni og Kastljósi hefjist á næstunni. LEIÐRÉTTING Í viðtali Fréttablaðsins við fiskistofustjóra þann 6. des- ember undir fyrirsögninni „Vilja viðurlög sem bíta á lönd- unarsvindlara“ var Saltveri ómaklega blandað í umræðu með þeim hætti að halda mætti að Saltver væri eitt þeirra fyrirtækja sem Fiskistofa vildi koma böndum á. Salt- ver hefur aldrei landað afla framhjá vigt og ætíð farið eftir lögum. Fiskistofa sakaði Saltver um löndun, verkun og sölu á ólöglegum afla og sektaði um 33 m.kr. Saltver áfrýjaði til úrskurðarnefndar og í kjölfarið afturkallaði Fiskistofa úrskurðinn og sektina 19. nóvember. Málið var illa unnið frá upphafi og Fiskistofu til mikils vansa. Það er lágmarkskrafa að fagleg vinnubrögð opinberra eftir- litsstofnana séu hafin yfir allan vafa. Saltveri að ósekju blandað í umræðuRíkisútvarp - sem rís undir nafni – er ein mikil- vægasta stofn- un samfélagsins ásamt Alþingi, mennta- og rann- sóknarstofnun- um, stofnunum heilbrigðiskerfis- ins í margbreyti- legum myndum sínum, menning- arstofnunum, svo sem leikhúsum og tónlistarfélögum – og þjóðkirkju. Eðlilegt er að skiptar skoðanir séu um slíkar stofnanir svo og aðrar stofnanir sem reknar eru fyrir skattpeninga almennings, enda eru umræður stöðugar og skoðan- ir skiptar. Auk þess er umræða um atvinnulífið og fyrirtæki í eigu ein- staklinga nauðsynleg, en slík fyrir- tæki hafa ekki síður áhrif á daglegt líf, velsæld og velferð almennings en stofnanir hins opinbera. Lýðræðisland – sem rís undir nafni Í lýðræðislandi – sem rís undir nafni – þarf að vera vettvangur fyrir mál- efnalegar umræður um þessi og önnur álitamál svo og aðgengi að traustum upplýsingum um þjóð- félagsmál. Til þess að stuðla að þessari umræðu og veita upplýs- ingar höfum við fjölmiðla af marg- víslegu tagi: blöð og tímarit, útvarp, sjónvarp og ekki síst hið mikla undur tækninnar – veraldarvefinn. Enn sem komið er virðist mikils- verðasti fjölmiðillinn hér á landi – og í nágrannalöndum okkar, vera ríkisútvarp – rekið í almannaþágu. Í Danmörku, Noregi og Svíþjóð er öfl- ugt ríkisútvarp með mörgum rásum hljóðvarps og sjónvarps auk skóla- og kennslusjónvarps og kennslu- útvarps og sjónvarps um listir og menningu. Umræða – sem rís undir nafni Í fyrstu grein laga um Ríkisútvarp- ið, fjölmiðil í almannaþágu segir, að markmið laganna sé „að stuðla að lýðræðislegri umræðu og félags- legri samheldni í íslensku samfélagi með fjölmiðlaþjónustu í almanna- þágu. Ríkisútvarpinu er falin fram- kvæmd hennar eins og nánar er kveðið á um í lögum þessum. Rík- isútvarpið er þjóðarmiðill og skal rækja fjölbreytt hlutverk sitt af fagmennsku, metnaði, heiðarleika og virðingu. Það skal leggja rækt við íslenska tungu, menningu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð.” Ráðherra – sem rís undir nafni Þessi markmiðslýsing Ríkisút- varpsins er því skýr og metnaður af hálfu löggjafans mikill að þessu leyti. Hins vegar eru ákvæði lag- anna „um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu“ gölluð hvað varðar stjórn þess. Í þriðja kafla um Stjórn- skipulag Ríkisútvarpsins segir að Ríkisútvarpið sé sjálfstætt opinbert hlutafélag í eigu íslenska ríkisins, ráðherra fari með eignarhlut ríkis- ins og stjórn skuli kosin á aðalfundi. Þetta þýðir að ráðherra kýs einn stjórn á aðalfundi og getur einn ráðið öllu, sem hann gerir. Slíkt samrýmist illa fagmennsku, metn- aði, heiðarleika og virðingu í lýð- ræðislandi þar sem valddreifing er fyrsta boðorðið – ekki einræði. Fyrirkomulagið er að vísu svipað í Noregi. Þar er löggjafinn hins vegar ekki að breiða yfir einræðið heldur segir einfaldlega: Ráðherra er aðal- fundur útvarpsins: „Kirke- og kult- urministeren er NRKs generalfor- samling.“ En lýðræðisleg hugsun er lengra á veg komin í Noregi en á Íslandi og pólitísk aðhald meira. Danska ríkisútvarpinu, Dan- marks radio, er stjórnað af ellefu manna stjórn sem ráðherra skip- ar eftir tilnefningu frá Folketin- get sem tilnefnir sex fulltrúa og starfsfólk Danmarks radio tvo. Sjálfur tilnefnir ráðherrann þrjá fulltrúa. Með þessu er reynt að gæta ólíkra hagsmuna og fag- mennsku, enda eru Danir lengra komnir í lýðræðislegri hugsun og gerðum en Íslendingar. Lýðræðileg umræða og hlutlægar upplýsingar Til þess að stýra málefnalegri umræðu og veita hlutlægar upp- lýsingar og koma á framfæri and- stæðum sjónarmiður þarf að vera til sjálfstætt Ríkisútvarp laust úr viðjum flokkspólitískra vald- hafa. Æskilegt væri að helstu stofnanir og samtök þjóðfélags- ins, s.s. samtök atvinnulífsins og launþega, samtök listamanna og skólar, þjóðkirkjan og önnur trú- félög ættu fulltrúa í stjórn Ríkisút- varps sem risi undir nafni og lagt gæti grunninn að lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjöl- breytni og félagslegri samheldni í íslensku samfélagi. Þá hefðu mis- tök af því tagi sem nú hafa orðið í Ríkisútvarpi ráðherra ekki orðið. Ríkisútvarp sem rís undir nafni RÍKISÚTVARPIÐ Tryggvi Gíslason fréttamaður á Rík- isútvarpinu 1962- 1968, skólameistari MA 1972-2003 STJÓRNSÝSLA Þorsteinn Erlingsson framkvæmdastjóri og eigandi Saltvers
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.