Fréttablaðið - 14.12.2013, Side 104
14. desember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 76
Brandarar
Tíu staðreyndir um One Directioni
Bragi Halldórsson
74
Getur þú
fundið fjögur
nöfn jólasveina
í þessari
stafasúpu?
„Þessi jólasveinanöfn eru heldur betur skrítin,“ sagði Kata. „Hver skefur til
dæmis potta í dag, ha?“ bætti hún við hneyksluð. „En þetta eru gömul nöfn,“
skemmtilega skrítin nöfn,“ sagði Konráð glaður. „Hér í þessari stafasúpu eru
til dæmis falin fjögur nöfn gömlu jólasveinanna og spurning hvort við getum
fundið þau?“
Fyrri bók höfunda hlaut
bæði Bóksalaverðlaunin
og Fjöruverðlaunin.
Vinirnir komast hér í kynni
við sérkennilegt fólk,
forvitnilega fugla og
dularfullan nábít.
Þórarinn M. Baldursson
myndskreytti.
RANDALÍN OG MUNDI Í LEYNILUNDI EFTIR ÞÓRDÍSI GÍSLADÓTTUR
FYNDIN OG FJÖRUG!
Kennarinn: Hvar er heimaverkefnið þitt?
Nemandinn: Ég tapaði því í slag við krakka sem sagði að þú værir ekki besti
kennari skólans.
Kennarinn: Ef 1+1 = 2 og 2+2 = 4, hvað er þá 4+4?
Nemandinn: Þetta er ekki sanngjarnt. Þú svarar auðveldu spurningunum og
lætur okkur svara þessari erfiðu.
Af hverju gengur þér ekki vel í sögu?
Af því að kennarinn er alltaf að spyrja mig að einhverju sem gerðist áður en
ég fæddist.
Hvernig ljós notaði Nói um borð í örkinni?
Flóðljós.
Breska hljómsveitin One Direct-
ion nýtur mikilla vinsælda hjá
mörgum íslenskum ungmennum.
Hér skyggnumst við örlítið bak við
tjöldin hjá þeim Harry, Niall, Zayn,
Liam og Louis.
● Harry vonar að fyrsta barnið hans
verði stelpa og þá ætlar hann að
skíra hana Darcy.
● Náttúrulegur háralitur Nialls er
brúnn.
● Zayn er með nafn afa síns húð-
flúrað á bringuna á sér, á arabísku.
● Liam er hræddur við skeiðar.
● Louis á fjórar yngri systur.
● Liam felldi tár þegar hann horfði á
Toy Story 3.
● Niall grét þegar hann horfði á
Finding Nemo.
● Zayn heldur að hann hefði orðið
enskukennari ef hann hefði ekki
lagt tónlistina fyrir sig.
● Harry myndi helst vilja fara á
stefnumót með Taylor Swift ef
hann fengi að velja.
● Louis getur spilað svolítið á píanó.
Hvernig datt þér í hug að skrifa heila bók? Pabbi
átti hugmyndina. Þegar Kátur kom til okkar bara
pínulítill vorum við að reyna að skilja hvað hann væri
að hugsa. Þannig urðu sögurnar til.
Hvenær skrifaðir þú fyrstu söguna þína? Man það
ekki, kannski svona fjögurra ára, en afi Siggi teiknaði
myndirnar.
Hvað er skemmtilegast og leiðinlegast við að eiga
hund? Skemmtilegast að hafa hann hjá sér, en leið-
inlegast þegar hann er alltaf að trufla mann.
Hvort viltu frekar búa í sveit eða borg? Erfitt að
velja, en ég á fleiri vini í borginni.
Í hvaða skóla og hvaða bekk ertu? Barnaskóla
Hjallastefnunnar í Reykjavík í þriðja bekk.
Hvað er skemmtilegast og leiðinlegast að læra í
skólanum? Skemmtilegast að reikna, leiðinlegast að
vera í göngutúr.
Ætlarðu að skrifa fleiri bækur? Já, fleiri bækur um
Kát.
Hverjar eru uppáhaldsbækurnar þínar? Það eru svo
margar, til dæmis Amma glæpon og Tíu litlir kenja-
krakkar.
Hvað finnst þér gaman að gera annað en að semja
sögur? Reikna, skrifa, æfa fótbolta og spila á gítar.
Ætla að skrifa fl eiri
bækur um hvolpinn
Steinunn Jenný Karlsdóttir er átta ára rithöfundur sem hefur sent frá sér bókina
Kátur– Ævintýri ofurhvolps, sem hún skrifaði ásamt föður sínum. Sögurnar urðu
til vegna þess að feðginin vildu vita hvað hvolpurinn þeirra væri að hugsa.
RITHÖFUNDURINN OG HVOLPURINN Steinunn Jenný gerir ýmislegt fleira en að semja sögur. Henni finnst til dæmis gaman
að spila á gítar og æfa fótbolta. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL