Fréttablaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 24
14. desember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 24 Dagur Hjartarson ljóðskáld Lúdó og Passíusálmar Vinur minn Palli Magg var búinn að bjóða mér í lúdó með víðri skírskotun. Svo var hann eitthvað að tala um að lesa upp Passíusálmana afturábak standandi á haus. Þetta verður svona klassísk strákahelgi. Gerður Kristný rithöfundur Sundmót og sin- fóníutónleikar Ég ætla á jólasundmót KR með syni mínum og á jólatónleika Sinfó í Hörpu. Klukkan 17.15 verð ég með jólahugvekju í Hannesar- holti. Anna Pála Sverrisdóttir formaður Samtakanna 78 Jólahald í Brasilíu Eftir annasama viku flýg ég til Amsterdam í dag. Kærastan mín mun sýna mér borgina í einn dag og á morgun fljúgum við til Brasilíu þar sem við eyðum jólunum með frænd- fólki kærustunnar og gamlárs- kvöldi á ströndinni í Ríó! Margrét Erla Maack sirkuslistakona Skemmtir rithöfundi Ég mæti útúrhæpuð í útvarp- ið í Grínista hringborðsins á Rás 2. Í kvöld ætla ég fínt út að borða með Bjössa vini mínum og svo spilum við partýmúsík í fimmtugsaf- mæli rithöfundar. Tónlistarmennirnir Snorri Helgason og Lay Low blása í kvöld til tónlistar-veislu á skemmtistaðn-um Gaukur á Stöng. Lay Low og Snorri sendu bæði frá sér breiðskífu á árinu; Lay Low gaf nýverið út plötuna „Talking About the Weather“ en plata Snorra ber nafnið „Autumn Skies“. Snorri og Lay Low hafa þekkst í mörg ár en þau voru saman í menntaskóla. Þau eru ekki óvön samstarfi en það hófst í haust og hafa þau nú þegar haldið nokkra tónleika saman. Þau koma bæði til með að spila nýtt efni af nýju plötunum sínum í bland við gam- alt, svo búast má við bæði fjöl- breyttum og huggulegum tónleik- um. „Það kemur svo bara í ljós á tónleikunum sjálfum hvort við komum til með að spila einungis hvort í sínu lagi eða hvort við spil- um eitthvað saman. Svo er alveg möguleiki að við verðum með eitt- hvað smá jólaþema í tilefni árstím- ans. Við ætlum líka bæði að selja plöturnar okkar á staðnum á vínyl svo fólk getur komið og keypt af okkur í jólagjafir. Mér finnst alltaf svo miklu persónulegra og meira kósý að kaupa verkin beint af lista- manninum heldur en að kaupa þau bara út í búð,“ segir Lay Low. Hún fluttist nýverið búferlum frá Reykjavík og býr í Ölfusi. Hún seg- ist hafa orðið fyrir miklum áhrif- um frá landsbyggðinni síðan hún flutti og þeirra gætir á nýju plöt- unni hennar „Það er alveg óhjá- kvæmilegt að verða fyrir áhrifum þegar maður er svona í kyrrð og rólegheitum. Svo hefur náttúran auðvitað áhrif á alla, ekki bara listamenn heldur allt fólk. Það verður ekki hjá því komist.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Lay Low heldur tónleika í Reykjavík síðan hún hélt útgáfutónleika fyrir nýju plötuna sína í haust. „Síðan þá er ég bara búin að vera að spila úti á landi,“ segir Lay Low. „Gaukur- inn hafði samband bæði við mig og Snorra og bað okkur að spila á þessum tónleikum saman. Okkur fannst það bara tilvalið svo við ákváðum að slá til. Það er gaman að breyta til og spila í Reykjavík aftur.“ Tónleikarnir verða haldn- ir á Gauknum í kvöld, húsið opnar klukkan níu og miðaverð er 2.000 krónur. HELGIN 14. desember 2013 LAUGARDAGUR Gallerí Kunstschlager er á Rauðar- árstíg 1. Þar eru haldnar mánaðar- legar myndlistarsýningar ásamt því að í galleríinu er vikulega kynntur til leiks listamaður vikunnar. Næst- komandi laugardag verður haldinn í galleríinu árlegur jólabasar, en þar gefst listamönnum kostur á að selja myndlistarverkin sín fyrir jólin. „Það verða til sölu listaverk eftir alls konar fólk en pælingin er að gefa fólki tækifæri til þess að kaupa hjá okkur myndlist til að lauma í jólapakkana,“ segir Þorgerður Þór- hallsdóttir, einn skipuleggjenda bas- arsins. „Það mega hverjir sem er koma til okkar og selja verkin sín. Hugmyndin er að vekja athygli á að það er sniðugt að fjárfesta í mynd- list. Það verða til sölu alls konar listaverk og við hvetjum alla list- unnendur og líka bara þá sem eru forvitnir um list að koma og skoða og kaupa hjá okkur. Það verða léttar veitingar í boði og mikil stemning. Við sem rekum galleríið og nokkrir listamannanna verðum á svæðinu og tökum á móti fólki. Svo verður að sjálfssögðu posi á staðnum.“ Dagskráin hefst klukkan fjögur en þá byrjar sjálfur jólabasarinn. Klukkan fimm verður svo haldið útgáfuhóf í tilefni af útgáfu tíma- ritsins Listvísir sem er tímarit eftir nemendur í Myndlistaskólan- um. Jólabasarinn heldur svo áfram fram á kvöld og verður opinn fram að jólum. Í fyrra tóku 60 listamenn þátt í basarnum og von er á enn fleirum í ár. Basarinn verður opinn alla daga fram að jólum frá 16-20. - jme Listaverk eru tilvalin jólagjöf Jólabasar í Galleríi Kunstschlager verður opnaður í dag. Þar munu ýmsir lista- menn selja myndlistarverkin sín og verður basarinn opinn fram að jólum. JÓLABASAR Þorgerður Þórhallsdóttir, Claudia Hausfeld, Sindri Leifsson og Guðlaug Eyþórsdóttir með nokkur verkanna sem seld verða á jólabasar í Galleríi Kunst- schlager í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Höfum verið vinir síðan í menntaskóla Lay Low og Snorri Helgason stilla saman strengi sína á tónleikum á Gauk á Stöng og spila nýtt efni í bland við gamalt. Á staðnum verður einnig hægt að kaupa breiðskífur þeirra á vínylformi en það er tilvalin jólagjöf. GAMLIR VINIR Snorri Helgason og Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir munu spila nýtt efni í bland við gamalt á huggulegum tónleikum á Gauknum í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Júlía Margrét Einarsdóttir LÉTTARI JÓ LAMATSEÐILL Miðbæjarmenning við Ingólfstorg Þriggja rétta á Fjalakettinum. Kvöldið á skilið rómantík. VERÐ: 7.990 KR. Aðalstræti 16 / 101 Reykjavík / Sími 514 6060 / www.fjalakotturinn.is Brjóstahaldari kr. 4.990. Nærbuxur kr. 2.490.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.