Fréttablaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 4
14. desember 2013 LAUGARDAGUR | FRÉTTIR | 4
Fjöldi flóttamanna frá Sýrlandi
FLÓTTAMENN Einungis hálft prósent
af þeim 2,3 milljónum flóttamanna,
sem streymt hafa frá Sýrlandi til
nágrannalandanna, hefur fengið
vilyrði um hæli.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu
frá mannréttindasamtökunum
Amnesty International, þar sem
spjótunum er sérstaklega beint að
Evrópuríkjum fyrir að hafa ekki
tekið við fleirum.
Aðeins tíu af 28 ríkjum Evrópu-
sambandsins hafa tekið við flótta-
mönnum frá Sýrlandi, en Þjóðverj-
ar hafa verið duglegastir. Þeir ætla
að taka við tíu þúsund flóttamönn-
um frá Sýrlandi, en öll hin ríkin
taka aðeins við 2.340 manns sam-
tals.
„Evrópusambandið hefur með
ömurlegum hætti brugðist því að
taka sinn þátt í að útvega flótta-
mönnum, sem glatað hafa öllu
nema lífi sínu, öruggt skjól,“ segir
Salil Shetty, framkvæmdastjóri
samtakanna. „Fjöldi þeirra sem
það er reiðubúið til að taka við er
smánarlegur. Leiðtogar aðildar-
ríkja Evrópusambandsins ættu að
skammast sín.“
Alls hafa ríki heims ekki opnað
landamæri sín fyrir nema 15 þús-
und flóttamönnum frá Sýrlandi. Að
undanskildum nágrannaríkjunum,
sem hafa ekki átt annarra kosta völ
en að taka við meira en tveimur
milljónum manna.
Í smáríkinu Líbanon eru nú 835
þúsund sýrlenskir flóttamenn. Í
Jórdaníu eru 566 þúsund manns
komnir. Þessi tvö lönd hafa í reynd
haft landamærin til Sýrlands gal-
opin. Allir sem vilja, fá að fara yfir
landamærin.
Evrópulönd taka við fáum
flóttamönnum frá Sýrlandi
Amnesty International gagnrýnir Evrópulönd harðlega í nýrri skýrslu fyrir að taka ekki við nema örlitlu broti
af þeim tveimur milljónum flóttamanna, sem streymt hafa frá Sýrlandi til nágrannalanda síðustu misserin.
Í Tyrklandi eru auk þess 536
þúsund flóttamenn og til Íraks eru
komnir 207 þúsund flóttamenn frá
Sýrlandi.
Þeir flóttamenn frá Sýrlandi,
sem reyna að komast inn fyrir
landamæri Evrópusambandsins,
reyna flestir að komast til Grikk-
lands og Búlgaríu. Þar er þeim hins
vegar tekið afar fjandsamlega, að
sögn Amnesty International.
Þeir sem komast til Búlgaríu
eru settir í fangelsi og búa þar við
ömurleg skilyrði, en þeir sem kom-
ast með bátum til Grikklands eru
iðulega sendir aftur út á haf, jafn-
vel þótt augljóst sé að verið sé að
senda þá beina leið í lífshættu.
gudsteinn@frettabladid.is
Aðeins 16 lönd hafa til
þessa gefi ð staðfest
loforð um móttöku
fl óttamanna frá
Sýrlandi
Heimildir: Amnesty International, Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna
Austurríki
500
Finnland
500
Frakkland
500
Svíþjóð
400
Þýskaland
10.000
Ungverjaland
10
Írland
90
Moldóva
50
Ísland
0
Noregur
1.000
Lúxemborg
60
Liechtenstein
4
Holland
250
Sviss
50
Spánn
30
ESB í heild
12.340
ESB að undanskildu Þýskalandi
2.340
Ástralía
500
Kanada
1.300
Bandaríkin
Ótakmarkaður fj öldi
Samtals
15.244 auk viðbótar-
fj ölda til Bandaríkjanna
SJÁVARÚTVEGUR Sigurður Ingi
Jóhannsson sjávarútvegsráð-
herra hefur gefið út hvalveiði-
kvóta næsta árs og er kvótinn í
samræmi við ráðgjöf Hafrann-
sóknastofnunar.
Leyfðar verða veiðar á 229
hrefnum á landgrunnssvæðinu
og 154 langreyðum en það á að
samrýmast markmiðum um sjálf-
bæra nýtingu. - jme
Ráðherra gefur út kvóta:
229 hrefnur og
154 langreyðar
UTANRÍKISMÁL Sjötta hver króna
sem ríkissjóður greiddi á síðasta
ári í það sem flokkast til opin-
berrar þróunaraðstoðar er vegna
starfa Íslendinga hér heima og á
erlendum vettvangi. Þetta kemur
fram í frétt Viðskiptablaðsins.
Samtals eru þetta um 540 millj-
ónir af heildarframlagi Íslend-
inga sem nam um 3,3 milljörð-
um árið 2012. Um 170 milljónir
voru vegna starfa Íslendinga hér
innanlands eða um 5,2 prósent af
heildarframlagi Íslendinga.
Samtals fara um 16,4 prósent
af allri þróunaraðstoð Íslands
í kostnað við störf Íslendinga.
Um er að ræða 19,5 starfsgildi
hér á landi en 18,65 starfsgildi á
erlendum vettvangi. - hrs
Þróunaraðstoðin deilist víða:
16% fara í störf
Íslendinga
AÐSTOÐ Íslensk þróunaraðstoð hefur
meðal annars farið í að byggja upp
skóla og sjúkrahús í Malaví.
MYND/GUNNAR SALVARSSON
7.13.2013 ➜ 13.12.2013
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn
Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir
elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
1.152
kostar að vinna
örugglega í Lottói
kvöldsins. Vinn-
ingurinn verður um
125 milljónir króna.
Nei, er svarið við
því hvort ráðlegt
er að stökkva til
með þessa upphæð.
Áhættan er mikil ef
spilarar, tveir eða
fleiri, deila með sér
vinningnum.
118 milljarðar
á Norðurlöndunum miðað
við fyrra ár. Markað-
urinn er því tvöfalt
stærri en á Íslandi.
erlendir nem-
endur frá 87
löndum stunda
nám við Háskóla
Íslands– frítt.
16% raunlækkun
varð á fjárveit-
ingum til HÍ milli
áranna 2008
og 2012.
er heildarvelta 13 fyrirtækja
sem fengu styrk úr Tækni-
þróunarsjóði árið 2005.
56%
Aðeins biðu
3 eftir hjarta-
þræðingu um
mitt ár 2011.
Í október
voru þeir
dagar eru
til jóla!
85.541.040 kr.
10
123
Frumkvöðlar á Austurlandi
vilja bjóða ferðafólki að ganga
úr Lóni í Fljótsdal sem er um
100 km
langur spotti. Það tekur 7
daga að ganga alla leiðina.
Sala á skyri hefur aukist um
Pfaff Grensásvegi 13 Sími 414 0400 www.pfaff.is
Aðeins í dag!
SINGER
OVERLOCKVÉL
Verð áður: 69.900,-
Tilboð: 54.900,-
Opið í dag, laugardag
frá kl. 11–16
Elísabet
Margeirsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
Mánudagur
Vaxandi SV-átt.
GÓÐVIÐRI UM HELGINA Í dag verður hæg suðvestanátt með stöku éljum vestantil
en annars bjartviðri. Hiti um og undir frostmarki en frostlaust við suðurströndina.
Hæglætis veður, léttskýjað og kólnar á morgun.
-1°
2
m/s
2°
5
m/s
0°
3
m/s
4°
7
m/s
Á morgun
Hæg suðlæg en stíf NA-átt SA-til.
Gildistími korta er um hádegi
0°
-2°
-4°
-6°
-6°
Alicante
Basel
Berlín
18°
4°
5°
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
7°
4°
5°
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
5°
5°
21°
London
Mallorca
New York
11°
18°
1°
Orlando
Ósló
París
27°
1°
8°
San Francisco
Stokkhólmur
15°
3°
0°
4
m/s
2°
8
m/s
0°
4
m/s
1°
8
m/s
0°
2
m/s
0°
5
m/s
-5°
5
m/s
-1
-2°
-2°
-2°
-3°