Fréttablaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 80
FÓLK|JÓLIN Best er að þíða kalkúninn í kæli en það getur tek-ið tvo til fjóra sólarhringa. Ekki sakar að geyma fuglinn ófrosinn í kæli í tvo til þrjá daga til að leyfa kjötinu að brjóta sig. Þá þarf hins vegar að gæta þess að opna umbúðirnar og fjarlægja innmatinn sem er í poka inni í fuglinum. Innmaturinn er síðar steiktur og soðið notað í sósu. RÍFLEG FYLLING Algengast er að fylla kalkún en það er ekki nauðsyn- legt. Hér er aðferð við að elda fylltan kalkún en ekki verður farið í fyllinguna sjálfa enda úrval uppskrifta mikið og hver og einn velur fyllingu eftir eigin smekk. Fyllinguna má útbúa daginn áður og geyma í kæli og einnig er hægt að útbúa sumar tegundir fyllinga enn þá fyrr og geyma í frysti. Gott er að útbúa ríflegan skammt af fyllingu og baka það sem ekki fer í fuglinn í ofnföstu formi í 40-50 mínútur og bera síðan fram með öðru meðlæti. EKKI TROÐFYLLA FUGLINN Áður en fuglinn er fylltur þarf að hreinsa hann, þerra og nudda með hálfri sítrónu að utan og innan. Fyll- ingin skal sett bæði inn í kalkúninn og undir skinnið á hálsinum. Byrjað er að losa hálsskinnið að framan með fingrunum og setja vænar smjörklípur undir skinnið áður en fyllingin er sett þar. Síðan er saumað fyrir gatið eða því lokað með tannstönglum eða steikarprjónum. Einnig skal sauma fyrir hitt gatið eða hnoða saman álpappír og setja í opið. Ekki skal troð- fylla fuglinn og einnig gera ráð fyrir því að fyllingin lengir steikingartímann. Að lokum er fuglinn nudd- aður með salti og pipar og smjörklípur settar á hann hér og þar. 40 MÍNÚTUR Á KÍLÓ Þegar kalkúnn er steiktur er gott að byrja á því að snúa upp á vængina þannig að þeir vísi fram því þá verður fuglinn stöðugri. Oft eru leggirnir bundnir saman fyrir steikingu svo þeir standi ekki út í loftið þegar kalkúnninn er borinn fram. Bringan á fuglinum skal snúa upp þegar hann er steiktur. Steikingartími kalkúns er miðaður við ákveðinn mínútufjölda á hvert kíló og er miðað við 40-45 mín. á hvert kíló við 150°C fyrir meðalstóran fylltan kalkún. Eftir því sem kalkúnninn er þyngri getur þó þurft styttri steikingartíma á hvert kíló. Sé kalkúnninn yfir sjö kíló að þyngd er hægt að miða við 30 mín. á hvert kíló. Best er að elda kalkúninn í lokuðum ofnpotti eða á grind í ofnskúffu og breiða þá yfir hann álpappír. Mælt er með notkun kjöthitamælis þegar kalkúnn er steiktur. Kalkúnninn er tilbúinn þegar kjöthitastig nær 72°C. Góð regla er að stinga mælinum í bringuna og ef vökvinn sem rennur úr er glær er fuglinn til- búinn. Gæta skal þess að mælirinn snerti ekki bein. Ef þurfa þykir er tekið ofan af fuglinum og hann brún- aður við 200-250°C þegar 15-20 mínútur eru eftir af áætluðum steikingartíma. Nauðsynlegt er að ausa yfir fuglinn nokkrum sinnum þegar líða fer á steikingar- tímann. Ef fuglinn er fullsteiktur fyrir áætlaðan tíma skal taka hann úr ofninum og vefja stykki utan um steikarílátið en ekki geyma fuglinn inni í ofninum. Heimild: Kalkúnn.is ELDUN Steikingartími kalkúna er miðaður við ákveðinn mínútufjölda á hvert kíló og er miðað við 40-45 mín. á hvert kíló við 150°C fyrir meðalstóran fyllt- an kalkún. Eftir því sem kalkúnninn er þyngri getur þó þurft styttri steikingartíma á hvert kíló. Sé kalk- únninn yfir sjö kíló að þyngd er hægt að miða við 30 mín. á hvert kíló. KALKÚNNINN STEIKTUR JÓL Kalkúnn er einfaldari í eldun en marga grunar. Hér eru nokkrar grunn- leiðbeiningar sem gott er að styðjast við í eldamennskunni. Geitaostur er afar góður, hvort sem hann er bakaður eða borð- aður eins og hann kemur fyrir. Hér er hann bakaður og borinn fram á seljurót. ÞAÐ SEM ÞARF: 1 seljurót 4 tsk. ólífuolía gott salt og nýmalaður pipar 200 g geitaostur 1 msk. fljótandi hunang 4 kvistar rósmarín 2 msk. furuhnetur eða önnur fræ Skerið seljurótina í 4 cm þykkar sneið- ar. Leggið þær á bökunarplötu og pensl- ið með ólífuolíu. Stráið salti og pipar yfir. Bakið í ofni við 200°C í 25 mínútur. Þá er ein sneið af geitaosti lögð ofan á hverja sneið af seljurót. Dreifið hunangi yfir og leggið rósmarín ofan á ásamt fræjum. Bakið í 5 mínútur. Berið fram með ristuðu brauði eða salati. Hver sneið er 266 kaloríur. GRATÍNERAÐUR GEITAOSTUR Bakaður geitaostur er veislumatur. Að elda kalkún er tímafrekt en ekki erfitt. NORDICPHOTOS/GETTY JÓHANNES HAUKUR RÚNAR FREYR STERKUR OG BRAGÐMIKILL EN LÍKA MILDUR OG FROÐUKENNDUR LAUGARDAGSMORGNA FRÁ 9 TIL 12 Save the Children á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.