Fréttablaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 60
KYNNING − AUGLÝSINGSpjaldtölvur LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 20132 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Ívar Örn Hansen, s. 512 5429, ivarorn@365.is Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Hanna Rún Eiríksdóttir, kennari í öðrum bekk í Klettaskóla, er mjög áhugasöm um notkun spjaldtölva við kennslu. „Þær gagnast öllum okkar nemendum mjög vel. Getumunur á milli þeirra er ansi mik- ill en úrval gagnlegra smáforrita er ríku- legt og því auðvelt að aðlaga efni að hverj- um nemanda fyrir sig.“ Hjá sumum eru spjaldtölvur nauðsynlegt tjáskiptatæki en Hanna Rún notar þær mest til að þjálfa fínhreyfingar, rökhugsun, sköpun, ritun, mál og læsi. Í Klettaskóla, sem er fyrir börn með sérþarfir, eru 109 nemendur en aðeins tíu virkar spjaldtölvur sem f lestar eru gjafir frá góðgerðafélögum. Hanna Rún er með níu nemendur í bekk. Hún hefur einn iPad til umráða í kennslustofunni og notar hann aðallega til að leggja inn efni og kenna. Hann gengur svo á milli nem- enda. Nokkrir nemendur eiga eigin spjald- tölvur og sumir koma með þær í skólann. Þá notar Hanna Rún tækifærið og bendir þeim og foreldrum á gagnleg smáforrit til að nota heima. Í bekknum eru einstaklingar með mis- munandi getu. „Sum eru með hreyfihöml- un og nota ekki endilega fingurna til að snerta skjáinn heldur lófann eða hand- arbakið. Þau geta búið til sögur í „Puppet Pals“ eða skoðað margmiðlunarsögur eða léttlestrarbækur sem eru settar inn í sögugerðarforrit. Spjaldtölvurnar auka því kennslu- og námsmöguleikana svo um munar og eru að mínu mati frábær við- bót í kennslu barna með sérþarfir,“ segir Hanna Rún. „Hins vegar þarf að aðlaga kennsluna að getu hvers og eins og því væri ákjósanlegt að hvert barn hefði eigið tæki. Eins og staðan er núna er í raun bara eitt tæki á árgang. Það þarf því að skrá sig á tækin og skipta á milli en það fyrir- komulag getur verið ansi þungt í vöfum. Þá vantar skólann þráðlaust net sem setur okkur skorður varðandi uppfærslur og að- gengi að smáforritum.“ Nýlega bárust fréttir af því að spjald- tölvunotkun í skólum væri ekki að skila þeim árangri sem vonast var eftir. Hanna Rún segir enn þá ekki nægilega reynslu komna á notkun spjaldtölva í Klettaskóla þar sem hún er ekki orðin almenn meðal nemenda. „Við erum þó að upplifa það mjög sterkt að börnin eru að auka tján- ingu sína og hin ýmsu smáforrit hvetja þau virkilega til þess. Mér finnst þau líka vera að átta sig á hlutum sem þau myndu ekki endilega gera með blaði og blýanti. Í mínum huga snýst þetta líka um kennslu- aðferðir og hvernig tækin eru notuð.“ Hanna Rún segir mikilvægt að kynna möguleikana fyrir fólki og kenna því á tækin. „Hægt er að sækja námskeið hjá TMF tölvumiðstöð og Skema en auk þess gegna samfélagsmiðlarnir mikil- vægu upplýsingahlutverki.“ Hanna Rún og bendir áhugasömum á tvo gagnlega hópa á Facebook. Annars vegar Spjald- tölvur í námi og kennslu og Smáforrit í sérkennslu. Ýta undir tjáningu barna með sérþarfir Hanna Rún Eiríksdóttir, kennari í Klettaskóla, segir spjaldtölvur góða viðbót í námi barna með sérþarfir. Úrval smáforrita er ríkulegt og því auðvelt að finna forrit við hæfi þrátt fyrir mikinn getumun á milli nemenda. Í Klettaskóla eru 109 börn en aðeins tíu virkar spjaldtölvur. Hanna Rún hefur eina spjaldtölvu til umráða í bekknum. Sumir nemendur eiga hins vegar eigin tölvur og koma með þær í skólann. MYND/GVA Hanna Rún Eiríksdóttir, kennari í Klettaskóla, nefnir smáforrit sem hafa reynst henni vel í kennslu. Hún notar iPad og miðast forritin við það. Bitsboard er mjög gagnlegt og fjölbreytt smá- forrit með mikla aðlögunarmöguleika þar sem hægt er að deila borðum. Í „catalog“ er orðið „ís- lenska“ notað en þá birtast þau borð sem notend- ur hafa íslenskað og deilt með sér. Hvert borð er hægt að vinna á tólf mismunandi vegu og í „pro“ útgáfu smáforritsins er hægt að útbúa nemenda- möppur og fylgjast með árangri. Book Creator er smáforrit til sögugerðar. Hægt er að nota myndir, myndbönd og hljóðupptök- ur og vista sögu í ibooks eða Dropboxi. Hanna Rún notar Book Creator sem rafræna námsmöppu og safnar gögnum sem nemendur eru að vinna í spjaldtölvunni sem svo er hægt að vista í ibooks síðar. Doceri er hægt að nota á fjölbreyttan hátt. Þar er unnið á teikni- eða vinnuborði en þang- að er hægt að flytja inn myndir, teikna myndir, skrifa texta, vinna stærðfræði og taka upp um leið. Myndbönd sem búin eru til í Doceri er svo hægt að færa í Book Creator og safna þannig efni frá nemendum. Puppet Pals er gagnlegt smáforrit í málörvun. Börnin búa til sínar eigin sögur með því að velja persónur og nota til þess eigin myndir og jafnvel myndir sem þau teikna sjálf í teikniforriti spjald- tölvunnar og vista sem myndir. Sagan er tekin upp og hægt er hægt að vista hana sem myndband. Þaðan er svo hægt að hlaða henni inn á til dæmis YouTube. Story Creator er smáforrit til sögugerðar. Einnig er hægt að nota það til að gera félagshæfni- sögur. Smáforritið hentar mjög vel til að setja inn myndir, myndbönd og hljóð svo að nemendur geti endurupplifað atburði. Hægt er að nota Story Creator að einhverju leyti sem samskiptabók með myndum og myndböndum. Hægt er að senda sögur í tölvupósti svo að þeir nemendur sem eiga spjaldtölvur heima geti opnað sögurnar þar. Dexteria og Dexteria Junior eru góð smáfor- rit til að þjálfa fínhreyfingar og sporun. Forritin þjálfa meðal annars samhæfingu vísifingurs og þumals. Hanna Rún fagnar auk þess útgáfu íslenskra smáforrita sem hún notar markvisst. Í Lærum og leikum með hljóðin er unnið með íslensku mál- hljóðin. Þá er margmiðlunarsagan Mjási nýkomin út en þar leysa nemendur þrautir um leið og sagan er lesin. Hanna Rún nefnir einnig nokkra erlenda fram- leiðendur sem gefa út gagnleg smáforrit sem henta í kennslu nemenda með sérþarfir. Það eru til dæmis Grasshoppers og Alligator Apps, sem framleiða smáforrit til kennslu og kosta þau oftast lítið eða ekkert. Þá framleiðir Sago mini einföld en litrík og skemmtileg smáforrit þar sem unnið er með orsök og afleiðingu. Einungis þarf að snerta skjáinn svo að eitthvað skemmtilegt gerist. Gagnleg smáforrit 30.000 fréttaþyrstir notendur Smelltu þér á Fréttablaðsappið og lestu blaðið hvar sem er og hvenær sem er Fáðu Fréttablaðið ókeypis í spjaldtölvuna og snjallsímann með Fréttablaðsappinu. Sláðu inn Fréttablaðið á Google Play, Windows store eða í App store og náðu í appið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.