Fréttablaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 32
14. desember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 32 Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Ef það er eitthvað sem ég á nóg af núna þá er það tími. Ég er reynd-ar í pabba- og afahlut-verkinu í fullu starfi og það er stórskemmtilegt, verst hvað það er illa borgað!“ segir Adolf Ingi Erlingsson glað- lega þegar valinn er tími fyrir helgarviðtal. Hann er búinn að moka af tröppunum þegar ég mæti og býður upp á cappuccino og belg- íska súkkulaðiköku í huggulegri stofu þar sem myndlist prýðir veggina og hvert verk á sína sögu. Adolf Ingi er einn þeirra sem sagt var upp störfum nýlega á Ríkisútvarpinu eftir 22 ára starf. Það kom honum ekkert gríðar- lega á óvart. „Þegar búið er að ýta manni út í horn má maður eiga von á fallöxinni og þótt það sé högg að fá uppsögn er líka smáléttir að þurfa ekki að mæta í vinnu á morgnana og finnast maður niður- lægður,“ segir hann og kveðst hafa verið ósáttur við sitt hlutskipti á RÚV síðustu misseri. „Ég held að það fari ekki framhjá neinum sem fylgist eitthvað með íþrótta- fréttum að ég hef nánast horfið af skjánum síðustu þrjú árin. Fólk spurði bæði mig og konuna mína hvort ég væri hættur og hvað ég væri farinn að gera – sem ég hafði aldrei lent í áður, þar sem ég hafði troðið mér inn á heimili fólks reglulega!“ Sérhæfing og stéttaskipting Haustið 1991 byrjaði Adolf Ingi með vikulegan íþróttaþátt fyrir börn og unglinga í útvarpinu sem hét Íþróttaspegillinn. Um vorið fékk hann vinnu við helgarútgáfu Rásar tvö en um haustið 1992 var hann ráðinn inn á íþróttadeildina og þar var hann þar til í næstsíð- ustu viku, undir ýmsum stjórn- endum eins og hann lýsir. „Fyrsti yfirmaður minn var Ingólfur Hannesson, svo kom Samúel Örn Erlingsson. Síðan var íþróttadeild- in sett undir innlenda dagskrár- deild, sem Þórhallur Gunnarsson var nýtekinn við en Hrafnkell heit- inn Kristjánsson sá um daglega stjórnun. Haustið 2008, kortéri fyrir hrun, var deildin færð undir sameinaða fréttastofu RÚV sem Óðinn Jónsson stjórnaði en Mar- grét Marteinsdóttir, einn vara- fréttastjóranna, átti að sinna okkar hluta með öðru. Stuttu seinna var Kristín Hálfdánardóttir fengin úr bókhaldinu til að vinna með Margréti og sjá um fjárhagshlut- ann. Vorið 2009, þegar fullreynt var að ekki væri hægt að sinna þessu í hlutastarfi, var ákveðið að Kristín tæki það að sér. Hún hafði aldrei fengist við fréttamennsku eða dagskrárgerð. Auðvitað má endalaust deila um hvort menn eigi að hafa einhverja kunnáttu til verka en ég held það þætti mjög skrítið ef fréttastjóri útvarps eða sjónvarps hefði aldrei unnið sem fréttamaður. Kristín er nefnilega líka faglegur yfirmaður íþrótta- deildar og fór fljótlega að skipta sér af því hvernig við unnum frétt- ir. Það fór að koma meiri sérhæf- ing inn og jafnvel stéttaskipting. Hún ákvað að hafa sérstaka menn bara í þáttagerð og aðra í frétta- vinnslu en áður skiptum við verk- efnum nokkuð jafnt á milli okkar og gengum í öll störf. Ég held að flestum hafi líkað fjölbreytnin og að vinna bæði í útvarp og sjón- varp. Fá líka stundum lausn frá fréttavöktum og búa til þætti.“ Kom ykkur Kristínu illa saman? „Ég var langelstur í starfi á deild- inni og ekki alltaf sammála öllu sem hún lagði til. Við getum sagt að fljótlega hafi myndast núning- ur. Síðustu tvö árin hefur svo óbil- girnin í minn garð farið vaxandi og bitastæðum og skemmtilegum verkefnum mínum fækkað.“ Skemmtilegasta starf í heimi Íþróttafréttamennska er skemmti- legasta starf í heimi fyrir fólk með áhuga á sporti, að mati Adolfs Inga. „Áhuginn er auðvitað for- senda þess að maður velur þetta starf. Ekki er það fyrir peningana eða vinnutímann,“ segir hann. Víst getur verið misjöfn stemn- ing á stórmótum eins og hann lýsir. „Fyrsta mótið mitt með handbolta- landsliðinu var í Króatíu 2000 og það tapaði öllum leikjunum nema þeim síðasta þar sem spilað var um 12. sætið gegn Úkraínu. Þegar komnir eru sex til sjö tapleikir í röð þá er gamanið svolítið farið að fara af – og erfitt að mæta strákunum eftir leik og spyrja eina ferðina enn: „Hvað fór úrskeiðis?“ En ferð- ir á stórmót eru samt það skemmti- legasta við starfið. Þær eru eig- inlega umbunin fyrir að ganga fréttavaktirnar. Að fara á Ólymp- íuleika er ótrúlegt ævintýri. Það er líka einstakt að vera á stórmótum í handbolta þegar Íslendingar eru að berjast við þá allra bestu í heimi, líka að fara á smáþjóðaleika og á Ólympíuleika fatlaðra.“ Var þetta allt tekið af þér? „Svona meira og minna. Það urðu eiginlega vatnaskil eftir Evrópu- mótið í handbolta 2010. Það var síðasta stórmótið sem ég fór á í þeirri grein. Tveimur mánuðum síðar komu Frakkar hingað og spiluðu tvo vináttuleiki, ég lýsti öðrum þeirra og síðan hef ég ekki lýst leik með handboltalandsliðinu í sjónvarpi. En þegar kom að Ólympíuleik- unum í London 2012 var ég eini fréttamaðurinn í deildinni sem hafði reynslu af slíkum leikum, þeir eru svo risastórir og þar er allt svo flókið að það hefur trúlega ekki þótt ráðlegt að vera þar með eintóma nýliða. Þess vegna held að ég að ég hafi fengið að fara þang- að. Ég hef ekki farið á mót í hand- boltanum, hvorki karla né kvenna, í tæp fjögur ár, ekki Evrópumót kvenna í fótbolta og ekki Evrópu- mót karla undir 21 árs í fótbolta. Það var búið að gefa út hverjir ættu að fara á Evrópumótið núna í janúar og eins Vetrarólympíuleik- ana í febrúar. Ég var ekki á þeim listum. Ég hef aldrei gert kröfu um eitt né neitt eða talið mig eiga eitthvað en hins vegar finnst mér allt í lagi að mönnum sé sýnd sann- girni í úthlutun á ferðum, eins og öðru.“ Látinn skrifa undir betrunarskjal Vorið 2011 fannst Adolf Inga orðið áberandi að framhjá honum væri gengið. „Fólk innan RÚV og utan tók líka eftir því að ég var ekki með í þáttum eða að lýsa,“ segir hann og heldur áfram. „Ég var ósáttur og það endaði með því að ég fór til Óðins Jónssonar frétta- stjóra og kvartaði. Vildi fá ein- hverja úrlausn og málinu var vísað til mannauðsstjóra Ríkisútvarps- ins, Berglindar Guðrúnar Berg- þórsdóttur. Þar fékk það ótrúlega afgreiðslu og mér leið eins og í skáldsögu eftir Kafka. Við vorum bara þrjú saman á fundi, mann- auðsstjórinn, Kristín og ég og áður en ég vissi af var staðan orðin: ég á móti þeim. Kristín mætti með alls konar ávirðingar á mig og vitn- aði í hina og þessa um það hversu illa ég stæði mig og væri slæmur í samstarfi og áður en yfir lauk var ég látinn skrifa undir skjal þar sem ég lofaði bót og betrun, með hótun um uppsögn ef ég skrifaði ekki undir. Mín umkvörtun sner- ist þannig algerlega gegn mér. Ég sat bara sem lamaður, einn á móti tveimur og ekkert mark var á mér tekið. Þetta var sárt. Mig hefur aldrei vantað í vinnu og það sveið mjög að vera brigslað um að vera lélegur starfsmaður.“ Mannauðsstjórinn hefur sem sagt ekki borið klæði á vopnin? „Ég vil sem minnst tjá mig um störf Berglindar Guðrúnar en get þó sagt hiklaust að hún nýtur ekki trausts almennra starfsmanna innan RÚV og ég er ekki sá eini sem hef komið brenndur út úr samskiptum við hana. Hún virð- ist ekki átta sig á því hvað mann- auður snýst um. Til dæmis í okkar fundahöldum hreytti Kristín í mig: „Þín reynsla skiptir engu máli,“ og mannauðsstjórinn deplaði ekki auga og hafði ekkert við þessi ummæli að athuga.“ Eftir þetta upplifði Adolf Ingi að Kristínu fyndist hún hafa feng- ið skotleyfi á hann því framkoma hennar versnaði, að hans sögn. „Vorið 2012 vildi Kristín að ég færi af fréttavöktum og að vinna á vefnum og vefútvarpinu. Mér var gert ljóst að ég hefði engan Leið eins og í sögu eftir Kafka Þó Adolf Ingi Erlingsson íþróttafréttamaður sé hamingjumaður í einkalífi er hann ósáttur við lokamisserin á 22 ára ferli sínum hjá Ríkisútvarpinu. Þar var honum sagt upp störfum nýlega en áður hafði markvisst verið dregið úr sýnileika hans. ADOLF INGI „Í okkar fundahöldum hreytti Kristín í mig: „Þín reynsla skiptir engu máli,“ og mannauðsstjórinn deplaði ekki auga og hafði ekkert við þessi ummæli að athuga,“ segir íþróttafréttamaðurinn til tuttugu ára. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ég fékk stóra lottóvinninginn haustið 1978, tæpri viku eftir að ég varð 16 ára. Þá byrjuðum við Systa saman og erum búin að vera saman í 35 ár. Við eignuðumst dóttur tveimur árum síðar, þegar hún var sextán, hún var kasólétt í 9. bekk – dóttir yfirkennarans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.