Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2001, Qupperneq 15

Læknablaðið - 15.03.2001, Qupperneq 15
FRÆÐIGREINAR / ÖRORKA jafnt og 1 er algengi örorku það sama árið 1976 og árið 1996. Ef staðlaða áhættuhlutfallið er stærra en 1 var örorka tíðari árið 1996 en árið 1976, en fátíðara ef áhættuhlutfallið er minna en 1. Af 95% öryggismörk- unum má lesa hvort áhættuhlutfallið er tölfræðilega marktækt á 5% stigi eins og kallað er. Ef bæði efri og neðri mörkin falla sömu megin við töluna 1 er áhættuhlutfallið tölfræðilega marktækt á 5% stigi. I örorkuskránni, sem gögnin voru unnin úr, eru upplýsingar um kyn, aldur, örorkumat og sjúkdóms- greiningar, en hvorki nöfn né kennitölur viðkomandi einstaklinga. Því var ekki ástæða til að sækja um leyfi fyrir rannsókninni hjá Tölvunefnd eða Vísindasiða- nefnd. Niðurstöður Tafla I sýnir fjölda þeirra sem metnir höfðu verið til örorkubóta 1. desember árin 1976 og 1996. Þar sést að örorkubótaþegum fjölgaði á milli áranna úr 6773 í 8714 eða um 28,7%. Á sama tíma fjölgaði íslend- ingum á aldrinum 16-66 ára úr 134.027 í 174.008 eða um 29,8% (5). Þegar bornar eru saman hrá algengitölur (bæði kynin saman og ekki tekið tillit til mismunadi aldursdreifingar þjóðarinnar árin 1976 og 1996) fyrir alla örorkubótaþega var ekki marktæk breyting milli áranna (p=0,06). Hins vegar varð marktæk hækkun á hrá algengitölu fyrir örorku- bótaþega sem metnir höfðu verið til örorku yfir 75% og marktæk lækkun á hrá algengitölu fyrir örorku- bótaþega sem metnir höfðu verið til 50% eða 65% örorku (p<0,0001). Hjá konum varð aukning á örorku yfir 75% í öllum aldursflokkum og hjá körlum í öllum aldursflokkum nema 60-66 ára, en í þeim aldurshópi hafði algengið lækkað lítillega (tafla II). Tafla III sýnir aldursstaðlað áhættuhlutfall fyrir örorku yfir 75% milli áranna 1976 og 1996 vegna allra sjúkdómsgreininga og vegna nokkurra aðalgreiningarflokka samkvæmt Hinni alþjóðlegu sjúkdóma- og dánarmeinaskrá. Þegar litið er á allar sjúkdómsgreiningar, það er alla sem metnir hafa verið til örorku yfir 75%, varð marktæk aukning hjá báðum kynjum. Marktæk aukning varð hjá báðum kynjum á örorku vegna geðraskana, stoðkerfis- sjúkdóma, krabbameina, langvinnra teppusjúkdóma í öndunarfærum, innkirtla- og efnaskiptasjúkdóma, meðfæddra veilna og húðsjúkdóma, en marktæk minnkun á örorku vegna smitsjúkdóma og sjúkdóma í meltingarfærum. Við nánari skoðun á smitsjúk- dómunum kom í ljós að örorka vegna berkla og mænusóttar var miklu fátíðari árið 1996 en 1976. Nánari skoðun á sjúkdómum í meltingarfærum sýndi að örorka vegna sjúkdóma í vélinda, maga og skeifugöm var einnig miklu fátíðari árið 1996 en 1976. Hjá konum varð marktæk aukning á örorku vegna sjúkdóma í taugakerfi og skynfærum og vegna Table I. Number of persons with disability pension in lceland in 1976 and 1996. Level of disability pension 1976 1996 Women Men Total Women Men Total Full disability pension (assessed disability >75%) 2378 1730 4108 4286 3029 7315 Reduced disability pension (assessed disability 50-65%) 1647 1018 2665 914 485 1399 All disability pension 4025 2748 6773 5200 3514 8714 Table II. Prevalence (%) offull disability pension (assessed disability more than 75%) by age groups in lceland in 1976 and 1996. Women Men Age in years 1976 1996 1976 1996 16-19 0.2 1.0 0.5 1.0 20-24 0.6 1.4 0.8 1.8 25-29 1.1 1.9 1.0 2.0 30-34 1.5 3.0 1.2 2.4 35-39 1.9 3.9 1.5 2.5 40-44 3.1 4.2 2.1 2.9 45-49 3.6 5.2 2.9 3.6 50-54 5.4 7.0 3.7 4.5 55-59 9.4 10.3 5.1 6.3 60-66 16.4 18.5 12.1 11.6 16-66 3.6 5.0 2.5 3.4 Table III. Standardized risk ratio (SRR) and 95% confidence intervals (Cl) for full disability pension (assessed disability more than 75%) in 1976 and 1996 according to selected main groups ofdiseases (ICD)*. Groups of diseases Women SRR 95% Cl Men SRR 95% Cl Infections 0.13 (0.09:0.19) 0.14 (0.09 ;0.22) Malignant neoplasms 1.46 (1.12:1.89) 3.47 (2.27:5.32) Endocrine, nutritional and metabolic diseases 1.76 (1.29;2.41) 2.54 (1.70:3.80) Mental disorders 1.23 (1.11;1.34) 1.27 (1.14;1.41) Diseases of the nervous system and sense organs 1.31 (1.12:1.54) 1.08 (0.91;1.29) Diseases of the circulatory system 1.01 (0.87;1.17) 0.89 (0.75:1.06) Chronic obstructive pulmonary diseases 1.69 (1.30:2.19) 1.95 (1.47:2.60) Diseases of the digestive system 0.48 (0.34;0.69) 0.58 (0.36:0.92) Diseases of the skin and subcutaneous tissue 10.38 (4.75:22.67) 8.35 (4.00;17.39) Diseases of the musculoskeletal system and connective tissue 2.04 (1.81:2.30) 1.69 (1.46:1.95) Congenital anomalies 2.96 (2.14;4.10) 3.01 (2.10;4.31) Injury and poisoning 2.59 (1.94;3.45) 1.14 (0.87;1.51) Other diagnoses 0.78 (0.62:0.99) 0.81 (0.57:1.14) All diseases 1.32 (1.27:1.40) 1.29 (1.22:1.37) * International Classification of Diseases slysa og eitrana, en þar varð ekki marktæk breyting hjá körlum. Tafla IV sýnir aldursstaðlað áhættuhlutfall fyrir alla örorkubótaþega (metna til 50%, 65% og örorku yfir 75%) milli áranna 1976 og 1996 vegna allra sjúkdómsgreininga og vegna nokkurra aðalgrein- ingarflokka. Þegar Mtið er á allar sjúkdómsgreiningar, það er alla sem metnir hafa verið til örorku, var marktæk lækkun á algengi örorku þar sem aldurs- Læknablaðið 2001/87 207
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.