Læknablaðið - 15.03.2001, Qupperneq 23
FRÆÐIGREINAR / GÓÐKYNJA STÆKKUN HVEKKS
skrár tveggja hópa karla sem farið höfðu í slíkar
aðgerðir yfirfarnar. Farið var yfir tvö tveggja ára
tímabil sjúkraskráa allra karla sem fóru í brott-
námsaðgerð á Landakotsspítala og Borgarspitala á
árunum 1988 og 1989 annars vegar og á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur árin 1998 og 1999 hins vegar. Petta var
gert að fengnum leyfum siðanefndar Sjúkrahúss
Reykjavíkur og Tölvunefndar. Ekki urðu fullar
heimtur sjúkraskráa en upplýsingar um 29 aðgerðir
af 448 vantaði á fyrra tímabilinu og níu af 177 á því
seinna.
Eftirfarandi þættir voru kannaðir í sjúkraskrám og
skráðir í tölvuforritið Microsoft Excel: fæðingarár
sjúklings, fjöldi legudaga, ábendingar aðgerðar og
hvort þær voru algjörar eða afstæðar (relative) (tafla
I). Auk þess voru skráðir fylgikvillar, það er aðgerð
eða endurinnlögn, innan mánaðar frá aðgerðardegi
og hvort viðkomandi hafði farið áður í brottnáms-
aðgerð hvekks um þvagrás eða verið á lyfjameðferð
með 5-a redúktasablokkara og/eða a^-viðtækja-
blokkara fyrir aðgerðina. Einnig voru skráðar meina-
fræðiniðurstöður úr smásjárskoðunarsvörum frá
Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði.
Tölfræðilegur samanburður milli hópa var gerður
með samanburði á hlutföllum eða t-prófi eftir því
sem við átti. Marktækur munur var skilgreindur sem
p<0,05.
Upphaflega var fyrirhugað að fá kostnað
brottnámsaðgerða hvekks um þvagrás uppgefinn frá
spítölunum. Fljótlega varð ljóst að engar slíkar
kostnaðartölur liggja fyrir hér á landi og voru því
notaðar kostnaðartölur fyrir sams konar aðgerðir og
tilheyrandi sjúkrahúslegu frá Noregi. Norðmenn
hafa um árabil reiknað nákvæmlega út kostnað hvers
kyns læknisverka samkvæmt DRG (diagnosis related
group) flokkun (10). I þeirri flokkun eru sjúkrahús-
legur sjúklinga verðlagðar og meðaltalskostnaður
sérhverrar skurðaðgerðar er reiknaður út. Sjúklingar
eru flokkaðir eftir sjúkdómsgreiningum ICD-10 og
norrænni aðgerðarflokkun, Nordisk prosedyrekode-
verk (NCSP). Þegar um brottnámsaðgerð hvekks um
þvagrás er að ræða er tekið tillit til þess hvort
aðgerðin er framkvæmd í kjölfar annarrar innlagnar-
ástæðu en góðkynja hvekksstækkunar eða hvort
sjúklingurinn kemur sérstaklega á sjúkrahúsið til að
fara í aðgerðina. I fyrrgreinda tilvikinu er aðgerðin
flokkuð sem DRG 336 og kostar um 294.000
íslenskar krónur en þessi flokkur inniheldur einnig
þær aðgerðir þar sem einhveijir fylgikvillar verða.
Þegar brottnámsaðgerð hvekks um þvagrás er hins
vegar gerð ein og sér og engir fylgikvillar eiga sér stað
flokkast hún sem DRG 337 og kostar um 227.000
íslenskar krónur. Tölumar gilda fyrir árið 1999 (10).
Samkvæmt úrtaki okkar er hlutfall þessara flokka
hér á landi á báðum tímabilunum nálægt 1:3 og
meðaltalskostnaður aðgerða því um 244.000 krónur.
Tafla 1. Yfirfarnar voru sjúkraskrár tæplega 600 karla, sem höfðu farið í brottnámsaðgerðir hvekks um þvagrás á tveimur tímabilum og ástæður aðgerðanna flokkaðar í algjörar og afstæðar ábendingar.
Algjörar ábendingar Afstæöar ábendingar
Blóðmiga Ertingseinkenni
Þvagfærasýkingar Bráðamiga
Blöðrusteinar Næturþvaglát
Þvagstopp Tíð þvaglát
Blöðrupokar (diverticle) og fleira Tregðueinkenni
Bunuþið
Slöpp buna
Lengdur tími
Ónóg tæming og fleira
Þessi tala var síðan notuð við nánari útreikninga
kostnaðar. Ekki voru teknir inn í útreikning á
kostnaði þættir eins og vinnutap eða kostnaður við
eftirfylgni hjá heimilislækni eða þvagfæraskurðlækni.
Upplýsingar um lyfjanotkun og kostnað hennar
voru fengnar frá Tryggingastofnun ríkisins (TR).
Norsku kostnaðartölurnar fyrir brottnámsaðgerð
hvekks um þvagrás voru síðan notaðar í samanburði
við kostnaðartölur lyfjanotkunar TR við útreikninga
á heildarkostnaði og breytingar á kostnaði með-
ferðar góðkynja hvekksstækkunar.
Niðurstöður
Brottnámsaðgerðum hvekks um þvagrás vegna
góðkynja hvekksstækkunar hefur fækkað um rúm-
lega 50% á Islandi frá því þær náðu hámarki árið
1992. Það ár voru aðgerðirnar um 560 en á síðasta ári
voru þær um 270 talsins. Þessi fækkun aðgerða hefst
um svipað leyti og lyfjameðferð með 5-a redúktasa-
blokkurum og a.j-viðtækjablokkurum byrjar hér á
landi eins og glögglega má sjá á myndum 1 og 2. Frá
árinu 1984 til 1989 var fjöldi aðgerða þó svipaður og
hann hefur verið á undanförnum árum.
Fjöldi þeirra sem fær einhvers konar meðferð
vegna góðkynja hvekksstækkunar hefur aukist
margfalt frá 1984 en árið 1999 samsvaraði lyfja-
notkun því að 1200 manns tækju lyf daglega í heilt ár.
Við yfirferð sjúkraskráa frá árunum 1988-1989
annars vegar og 1998-1999 hins vegar fengust ýmsar
niðurstöður (tafla II). Fjölgun á hlutfalli þeirra sem
áður hafa farið í brottnámsaðgerð hvekks um
þvagrás breytist úr 15,0% á fyrra tímabilinu í 23,8% á
því seinna. Einnig sést fækkun á þeim tilvikum að
krabbameinsvöxtur í hvekk greinist óvænt í kjölfar
aðgerðar (úr 21,0% í 17,1%).
Abendingar aðgerða hafa breyst á þann veg að
hlutfallslega fleiri fóru í aðgerð vegna algjörra ábend-
inga á seinna tímabilinu þó sá munur sé ekki tölfræði-
lega marktækur (mynd 3).
Þrátt fyrir miklar breytingar á meðferð við
góðkynja hvekksstækkun frá 1992 hefur kostnaður
haldist nokkurn veginn óbreyttur eftir að hann náði
hámarki það árið. Kostnaður hefur hins vegar nánast
tvöfaldast frá 1984 (mynd 4). Samkvæmt útreikn-
Læknablaðið 2001/87 215