Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2001, Qupperneq 45

Læknablaðið - 15.03.2001, Qupperneq 45
UMRÆÐA & FRÉTTIR / KONUR í LÆKNASTÉTT sjá að þær falla betur að þeim vanda sem lýst hefur verið meðal kvenna í læknisfræði. Pví þótt vissulega megi ekki draga úr mikilvægi þeirra þátta sem varða starfsumhverfi, laun og öryggi, er nauðsynlegt að undirstrika að árangur og viðurkenning er forsenda starfsánægju í krefjandi störfum. Árangurskenning McClellands fellur einnig vel að konum í læknisfræði. Hafa þarf í huga að læknis- fræðin er harður skóli. Þar ganga konur í gegnum langt háskólanám, sem allt er meira og minna byggt á forsendum karla í umhverfi karla, þar sem þekking og rannsóknir á heilsu og sjúkdómum eru að veru- legu leyti byggðar á rannsóknum karla á heilsufari karla. Fá konur í slíku umhverfi sömu hvatningu og karlar frá kennurum sínum? Fá þær nauðsynlegan stuðning og ráðgjöf eins og Firth-Cozens lagði til? Margt bendir til þess að svo sé ekki. Af hálfu læknadeildar hafa ekki verið settar fram neinar hugmyndir um sérstakt átak í jafnréttismálum. Af hálfu stóru sjúkrahúsanna ekki heldur. Væntingarkenningar og jafnræðiskenningar falla einnig vel til skoðunar á stöðu kvenna í læknisfræði. Því eftir langt nám eru væntingar kvenna til starfs- frama og starfsánægju hinar sömu og karla. En þegar konur sjá að þær uppskera ekki eins og karlarnir er líklegt að dragi úr frammistöðu þeirra. Og þegar þær finna að þær eru minna metnar, ekki eins mikils virði, er líklegt að það leiði til breytinga í hegðun, minnkaðrar starfsánægju og jafnvel brottfarar af vinnustað í leit að öðrum betri. Arfur jafnréttisbaráttu liðinna kynslóða kvenna hvílir enn þungt á konum og enn eru mörg skref óstigin til jafnréttis. Það er því í raun auðvelt fyrir stjórnendur að réttlæta að koma betur til móts við konur út frá væntingum þeirra um starfsframa og ánægju í starfi. Kannski er hugmyndin um nauðsyn tímabundinna forréttinda kvenna ekki svo óraunhæf. Raunveruleikinn sýnir alla vega að ekki dugar að kæra kynjamismunun ef engin ákvæði eru um skuldbindingu til leiðréttingar. Nú eru íslenskar konur í læknastétt orðnar það margar að með samstilltu átaki geta þær og vilja hafa áhrif. Á fjölmennum fundi 26. maí 1999 stofnuðu þær með sér félag, Félag kvenna í lœknastétt á Islandi, sem hefur þann tilgang að efla samstarf og stöðu kvenna í læknastétt. Einnig að halda uppi umræðu um málefni sem tengjast konum í læknisfræði og efla þekkingu á heilsu kvenna og barna. Félagið mun á komandi árum reyna að veita konum hvatningu í námi og starfi og reyna að hafa áhrif á möguleika til aukins starfsframa. Sem eitt af fyrstu verkefnum hélt félagið hátíðarfund með þeim tveimur íslensku konum í læknastétt sem flestar rannsóknargreinar eiga í erlendum tímaritum, þeim Margréti Guðnadóttur fyrrverandi prófessor í veirufræði og Unni Pétursdóttur meinafræðingi í Bandaríkjunum. En með því að draga athygli kvenna og annarra að afrekskonum í læknastétt má stuðla að því að ímynd kvenna í stéttinni breytist. Þá hefur félagið sett í gang starfshópa til að fjalla um ýmis af þeim vandamálum kvenna sem félagið vill reyna að leysa. Einnig væri æskilegt að halda fundi með forstöðulæknum sjúkrahúsanna og prófessorum Háskólans til að fá fram umræður um stöðumál kvenna. Segja má að með þessu félagi geti skapast farvegur fyrir aukna sókn kvenna innan læknastéttarinnar Auðvitað eru margir undrandi á því að þörf sé á sérstöku félagi kvenna í læknisfræði og virðist jafnvel sem sumir telji það ógnun við sig og sína stöðu. Það var til dæmis eftirtektarvert að þegar félagið var kynnt á fundi lækna sumarið 1999 komu fram hugmyndir um að setja kvóta á konur í stjórn LR, til þess að tryggja þeim þriðjung stjórnarmanna. En slíkur var ákafi starfsbræðranna að þeir sáu ekki að með þessu væri líka verið að útiloka að konur gætu orðið í meirhluta í stjórn LR. Eða sáu þeir það og var það kannski tilgangurinn? Heimlldir 1. Upplýsingar um fjölda lækna frá skrifstofu LÍ 30.11.1999. 2. Agnarsdóttir G. Örar breytingar kalla á endurskoðun. Læknablaðið 2001,87:142-4. 3. Eisenberg C. Medicine is no longer a man’s profession. N Engl JMed 1989; 321:1542-4. 4. Bickel J. Women in Medical Education. N Engl J Med 1988; 319:1579-84. 5. Nadelson CC. Professional issues for Women. Psychiatr Clin North Am 1989; 12:25-33. 6. Firth-Cozens J. Sources of stress in women junior house officers. Br Med J 1990; 301: 89-91. 7. Godlee F. Stress in women doctors. Br Med J 1990; 301: 76. 8. Upplýsingar úr fyrirlestri Þorgerðar Einarsdóttur á fundi FKL í maí 1999 um kynjamun í læknastétt. 9. Gellerman SW. Starfshvatning. Úr ritröð Viðskiptafræði- stofnunar Háskóla íslands og Framtíðarsýnar ehf. Reykjavík; 1996. Læknablaðið 2001/87 237
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.