Læknablaðið - 15.03.2001, Qupperneq 57
Íðorðapístlar Lækna-
blaðsins gefnir út
Íðorðapistlar Jóhanns Heiðars Jóhanns-
sonar læknis hafa birst í Læknablaðinu í
liðlega áratug. Nú hafa fyrstu 130 pistlarnir
verið gefnir út sem Fylgirit með blaðinu
(41/2001) og er ritið án efa til mikils gagns
fyrir lækna og annað áhugafólk um
heilbrigðismál. ítarleg orða- og nafnaskrá
gerir notkun pistlanna auðvelda og
aðgengilega.
Fyrsti pistill Jóhanns Heiðars birtist í
Læknablaðinu/Fréttabréfi lækna, 5. tölublaði
árið 1989 en pistlarnir hafa birst reglubundið
í blaðinu frá því í ársbyrjun 1990. Örn
Bjamason, fyrrverandi ritstjóri Læknablaðs-
ins, fylgir pistlunum úr hlaði í Fylgiritinu og
segir meðal þar meðal annars: „ ... sífelh
bœtast við erlend hugtök og heiti. Það er í Ijósi
þessa, sem mat verður lagt á framlag Jóhanns
Heiðars. Mikilvœgi þess felst í því, að hann
veitir okkur innsýn í umrœðu um íðorðasmíð
í lœknisfrœði og við frœðumst um það,
hvernig má mynda ný íðorð og hvaða
aðferðum er hœgt að beita. ... Það var ekki
fyrr en ég las yfir liandritið í heild, að ég gerði
mér grein fyrir því, hvílíka feiknavinnu
Jóhann Heiðar hefir þegar lagt í verkið."
Umfang ritsins staðfestir þessi orð, því það er
164 síður að stærð og spannar nánast öll svið
læknisfræðinnar auk þarfra pistla um
framburð orða, ráðstefnumál og fleira sem
tengist íðorðum lækna.
Læknablaðið
THE ICELANDIC MEDICAL IOURNAL
íðorðapistlar
Læknablaðsins
1-130
Með ítarlegri orða-
og nafnaskrá
Höfundur
Jóhann Heiðar Jóhannsson
Fylgirit 41/2001
Framlag Jóhanns verður sennilega seint
fullmetið, en með útgáfu pistlanna er gerð
tilraun til að sýna vinnu hans þann sóma sem
ástæða er til. Áskrifendur Læknablaðsins
hafa þegar fengið Fylgiritið í hendur en auk
þess er hægt að nálgast ritið hjá Lækna-
blaðinu, Hlíðasmára 8, Kópavogi.
Framhaldsnám við Háskóla íslands
Fimmtudaginn 8. MARS næstkomandi kl.
16:00-19:00 mun Háskóli íslands efna til
kynningar á framhaldsnámi við skólann.
Allar deildir Háskólans, að lagadeild einni
undanskilinni, munu taka þátt og kynna yfir
70 námsleiðir sem hægt er að velja um á
framhaldsstigi. Kynningin er bæði ætluð
þeim sem eru að ljúka fyrstu prófgráðu við
háskóla auk þess sem allir, er lokið hafa
einhverju námi við háskóla, eru hvattir til að
mæta og kanna möguleikana.
Gefin verður út sérstök námsskrá fyrir
framhaldsnámið og verður hægt að nálgast
hana á heimasíðu Háskólans www.hi.is er
nær dregur kynningunni.
Auk deilda og skora Háskólans er kynna
munu það framhaldsnám sem þær hafa upp á
að bjóða munu ýmsir aðilar svo sem
Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins, Endur-
menntunarstofnun Háskólans og Rann-
sóknanámssjóður kynna þjónustu sína.
Framkvæmdastjórn námskynningarinnar
verður í höndum Halldóru Tómasdóttur
kynningarfulltrúa, netfang: halldto@hi.is;
sími: 525 4207.
Námskynningin verður haldin í hátíðasal
Aðalbyggingar Háskóla íslands og fordyri
hans og eru allir, er áhuga hafa á að kynna
sér því sem næst óþrjótandi möguleika til
framhaldsnáms við Háskóla íslands, boðnir
velkomnir.