Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 15
FRÆÐIGREINAR / RISTILKRABBAMEIN Ristilkrabbamein á íslandi 1955-1989 Rannsókn á lifun með tilliti til meinafræðilegra þátta Lárus Jónasson' Jónas Hallgrímsson1 Þorvaldur Jónsson2 Páll Helgi Möller2 Ásgeir Theodórs3 Helgi Sigvaldason’ Jón Gunnlaugur Jónasson11 'Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði, 2Landspítala- háskólasjúkrahúsi, 3St. Jósefsspítala Hafnarfirði, og 4Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands Fyrirspurnir og bréfaskipti: Jón Gunnlaugur Jónasson, Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði, Landspítala við Hringbraut, Pósthólf 1465, 121 Reykjavík. Sími: 560 1922, bréfsími: 560 1904, jongj@landspitali.is Lykilorð: ristilkrabbamein, meinafrœði, lifun, Kaplan- Meier lifunarlínurit. Ágrip Markmið: Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna ýmsa meinafræðilega þætti krabbameins í ristli á 35 ára tímabili með tilliti til áhrifa þeirra á lifun sjúklinga. Efni og aðferðir: Öll vefjasýni úr sjúklingum sem greindust með ristilkrabbamein á íslandi á árunum 1955-1989 voru endurskoðuð og metin með tilliti til eftirfarandi meinafræðilegra þátta: stærð æxlis, útlit, vefjagerð, gráða, Dukes-flokkun, sogæða- og eða blóðæðaíferð, æxli með tilliti til hliðarbrúnar skurð- sýnis, Jass-flokkar, eitilfrumuíferð í umhverfi æxlis, hvort æxli var innan ristilveggjar eða vaxið út fyrir hann, meinvörp í eitla, vaxtarháttur æxlisjaðars og slímæxlisútlit. Auk þessa var eftirfarandi athugað: aldur við greiningu, kyn, greiningarár og staðsetning æxlis innan ristils. Allir þessir þættir voru metnir með tilliti til lifunar sjúklinga. Niðurstöður: Alls greindust 1265 einstaklingar á rannsóknartímabilinu með ristilkrabbamein sam- kvæmt Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags ís- lands, en eftir endurmat voru 1205 þeirra taldir vera með æxli upprunnið í ristli. Unnt var að endurmeta vefjasýni frá 1109 þessara sjúklinga út frá meina- fræðilegum þáttum. Við einþátta greiningu reyndust allflestir þeir þættir sem athugaðir voru marktækir áhættuþættir lifunar. Þetta átti þó ekki við um kyn, staðsetningu æxlis innan ristils og hlutfall slímæxlis- útlits. Við fjölþátta greiningu kom fram að dánarlíkur jukust marktækt með hækkandi aldri við greiningu og greiningarár/tímabil greiningar hafði einnig áhrif. Eftirfarandi meinafræðilegir þættir höfðu sjálfstætt forspárgildi fyrir lifun: gráða æxlis, Dukes-flokkur, fjöldi eitla með meinvörpum, eitilfrumuíferð í um- hverfi æxlis, hliðarbrún sýnis og vaxtarháttur æxlis- jaðars. Alyktanir: Margir meinafræðilegir þættir hafa for- ENGLISH SUMMARY Jónasson L, Hallgrímsson J, Jónsson Þ, Möller PH, Theodórs Á, Sigvaldason H, Jónasson JG Carcinoma of the colon in lceland 1955-1989 An investigation of survival according to various pathological parameters Læknablaðið 2002; 88: 479-87 Objective: The purpose of this study was to estimate various pathological parameters of colon carcinoma over a 35 year time period and evaluate their effect on survival of the patients. Material and methods: All pathological specimens from patients diagnosed with colon carcinoma in lceland in the period 1955 to 1989 were re-evaluated in order to determine the following pathological parameters: Tumour size, gross appearance, tissue type, grade, Dukes stage, lymphatic and/or blood vessel invasion, lateral margin involvement, Jass-group of tumour, peritumoural lymphocytic infiltrate, limitation of tumour growth to bowel wall, lymph node metastases, invasive tumour margin and colloid component in adenocarcinoma. Also the following parameters were determined in every case: Age at diagnosis, sex, year of diagnosis and tumour location within the bowel. All these parameters were evaluated with respect to survival of the patients. Results: According to the lcelandic Cancer Registry 1265 patients were diagnosed with colon cancer in lceland in the period under investigation. After re-evaluation 1205 patients fulfilled the criteria of a primary colon cancer and of those we were able to re-evaluate specimens from 1109 patients to determine histopathological parameters. In a univariable analysis most of the parameters investigated proved significant with respect to survival, except sex, anatomical location of tumour within the bowel, and the proportion of colloid component of tumour. In a multivariable analysis the age at diagnosis proved important as well as the year/period of diagnosis. The following pathological parameters evaluated had a significant prognostic input with regard to survival: Tumour grade, Dukes stage, number of lymph nodes with metastases, peritumoral lymphocytic infiltrate, lateral margin involvement in the surgical specimen and invasive growth pattern of tumour margin. Conclusions: Many pathological parameters are important in regard with prognostic evaluation of patients diagnosed with colon cancer. We suggest that pathologists should include in their surgical pathology specimen reports of colon cancer, in addition to traditional parameters, an evaluation of peritumoral lymphocytic infiltrate, lateral margin involvement with tumour and the growth pattern of tumour at the invasive margin. Key words: colon cancer, pathology, survival, Kaplan- Meier survival curves. Correspondance: Jón Gunnlaugur Jónasson, jongj@landspitali.is Læknablaðið 2002/88 479
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.