Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 29
FRÆÐIGREINAR / MMR-BÓLUSETNING uðu 109 börn í tilrauninni og 56 skiluðu sýnum fjór- um vikum eftir MMR-bólusetningu. Auk þess skil- uðu 20 börn sýnum 12 vikum eftir MMR. Astæða fyrir lítilli þátttöku við 12 vikna skoðun var mun minni áhugi foreldra en í upphafi rannsóknar og erf- iðara var að fá sýni. Mynd 1 og 2 sýnir sömu gildi og í töflunni, það er miðgildi +95% öryggismörk fyrir og eftir bólusetningu með Pentavac og MMR en taflan sýnir fleiri staðtölur. Umræða Náttúruleg mislingasýking leggst mjög á eitlavef þarmanna og getur valdið svæsnum niðurgangi, eitla- bólgu og þarmabólgu, einkum neðst í mjógirni. Þessi klíníska mynd líkist stundum Crohn’s sjúkdómi (15, 16). Því hefur verið haldið fram að mislingavírus komi við sögu í meingerð Crohn’s sjúkdóms (17-20) og enn fremur öðrum sjúkdómum, eins og mænusiggi (multiblesclerosis) (21). Þessi tilgáta er umdeild. Það hefur hins vegar vakið mikla athygli og áhuga að því hefur verið haldið fram að mislingabóluefni sem er búið til úr lifandi veikluðum vírus og gefið í þeim til- gangi að valda vægum sjúkdómi sem gefur varanlegt ónæmi geti jafnframt leitt til þarmabólgu sem aftur stuðli að myndun einhverfu (1, 2). Þessi möguleiki hefur bæði mikla klíníska þýðingu og einnig veruleg- ar lagalegar afleiðingar og hugmyndin endurvekur gamlan ágreining um hlutverk þarmanna í sjúkdóm- um í taugakerfi. Tilgátan um að MMR-bólusetning leiði til þarma- bólgu og einhverfu var sett fram til að reyna að skýra algengi þarmabólgu hjá börnum með einhverfu og einkenni frá taugakerfi (1) og hugsanlegt tímalegt samband milli MMR-bólusetningar og einhverfu (3). Aðalatriðið í þessari tilgátu er að veiklaður mislinga- vírus í bóluefninu geti valdið langvarandi þarmabólg- um sem leiði til frásogs á efnum sem skaði taugakerf- ið og geti hugsanlega truflað eðlilegan þroska heilans (22-24). Þessi tilgáta er studd nokkrum rökum þar sem óeðlileg þarmastarfsemi hefur fundist hjá ein- hverfum börnum og þar í einnig bólga og leki í görn (25-27) en þetta hefur eingöngu verið rannsakað mörgum árum eftir bólusetningu með MMR. Þarma- bólga hefur enn fremur fundist við skoðun á vefja- sýnum (1, 2), einkum í ristli, en mjög sjaldan hefur bólgu verið lýst í mjógimi. Þetta er ekki umdeilt held- ur aðeins hlutverk og áhrif mislingabólusetningar í tilurð þessarar bólgu fyrst eftir bólusetningu og síðan síðbúin áhrif á þroska heilans. I okkar rannsókn var sérstaklega skoðaður sá möguleiki hvort MMR-bólu- setning leiddi til klínískrar eða leyndrar þarmabólgu í ungbörnum eftir bólusetningu og var notað til þess mjög næm aðferð sem búið er að prófa vel hjá full- orðnum (6, 12, 28) og í börnum (29, 30). Það er áhugavert að kalprotectín í hægðum hjá ungbörnum breytist mikið á fýrsta aldursári, það er hátt á fyrstu mánuðum en fer síðan lækkandi. Þessi breyting stafar sennilega af því að þá er að ávinnast ónæmi (oral immune tolerance) gegn fastri fæðu. Okkar rannsókn byrjar við 12 mánaða aldur og þá er þessi breyting að mestu gengin yfir en tíminn sem okkar rannsókn beinist að er eftir MMR-bólusetningu sem er gefin við 18 mánaða aldur. Á þessum tíma er kalprotectín stöðugt og lítill breytileiki milli einstaklinga (31,32). Kalprotectínþéttni í hægðasýnum fyrir bólusetn- ingu í okkar rannsókn var sambærileg við það sem áður hefur verið lýst í heilbrigðum börnum. Rann- sóknin sýndi hvorki merki um að Pentavac- né MMR-bólusetning framkallaði þarmabólgu í neinu barnanna tveim, fjórum og 12-18 vikum eftir bólu- setningu. Á þessum tíma er ónæmissvar í hámarki og á að gefa varanlegt ónæmi. Þetta er í miklu ósamræmi við það sem gerist eftir náttúrulega sýkingu með mænusótt og mislingum en báðir þessir sjúkdómar geta gefið mikil einkenni frá meltingarfærum og mikla bólgu (15, 16). Niðurstöður okkar benda ekki til að MMR-bóluefnið valdi bólgu í þörmum hjá heilbrigðum bömum og mælir það eindregið gegn tilgátunni um að MMR-bólusetning veki upp þarma- bólgu sem aftur leiði til einhverfu. Þetta útilokar hins vegar ekki þann möguleika að bólusetningin geti haft óæskileg áhrif á viðkvæm börn með óeðlilegt ónæm- iskerfi eða hjá börnum sem hafa upplag fyrir sjálfsof- næmissjúkdóma. Ef þetta er tilfellið þá er það ekki bólusetningin sjálf sem veldur þessu svari heldur upplag einstaklingsins og það mundi þá einnig koma fram og jafnvel enn frekar ef um náttúrulega sýkingu af mislingum væri að ræða. Því hefur enn fremur verið haldið fram að samsett MMR-bóluefni stuðli frekar að þarmabólgu heldur en ef bóluefnin eru gefin ein og sér og ekki á sama tíma. Þar sem niður- stöður okkar sýna að samsett MMR-bóluefni veldur ekki þarmabólgu er ekki ástæða til að gefa bóluefnin hvort í sínu lagi eða á ólíkum tíma. Þakkir Rannsóknina styrktu Vísindasjóður Landspítala Hring- braut og Wyeth Lederle. Heimildir 1. Wakefield AJ. Murch SH, Anthony A, Linnell J, Casson DM, Malik K, et al. Ileal-lymphoid-nodular hyperplacia, non- specific colitis, and pervasive developmental disorder in children. Lancet 1998; 351: 637-41. 2. Wakefield AJ, Anthony A, Murch SH, Thomson M, Montgo- mery SM, Davies S, et al. Enterocolitis in children with deve- lopmental disorders. Am J Gastroenterol 2000; 95:2285-95. 3. Halsey NA, Hyman SL. Measles-mumps-rubella vaccine and autistic spectrum disorder: report from the new challenges in childhood immunizations conference convened in Oak Brook, Illinois, June 12-13,2000. Pediatrics 2001; 107: E84. 4. Dohan FC. Coeliac disease and schizophrenia. Lancet 1970; i: 897-8. 5. Wood NC, Hamilton I, Axon ATR, Khan SA, Quirke P, Mind- ham RH, et al. Abnormal intestinal permeability. An aetiolo- gical factor in chronic psychiatric disorders? Br J Psychiatr 1987; 150:853-6. Læknablaðið 2002/88 493
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.