Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.2002, Page 51

Læknablaðið - 15.06.2002, Page 51
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR meðgönguna og líkurnar á því að þær gangi með barn sem er með litninga- og/eða hjartagalla. Engin tækni fullkomin Hann fjallaði síðan um líkurnar og áreiðanleika mis- munandi aðferða við fósturgreiningu. Þær eru vissu- lega misgóðar og engin fullkomin. Aðferðir til skimunar fyrir litningagöllum eru ekki greiningapróf en ef líkur eru auknar í kjölfar skimprófa stendur til boða legvatnspróf eða fylgjuvefsýnataka. Af þeim skimprófum sem eru í boði telur Chervenaks að hnakkaþykktarmæling veiti áreiðanlegustu upplýs- ingarnar. Slík ómskoðun getur leitt til greiningar á 70-80 af hundraði litningagalla. En til þess að hnakka- þykktarmæling beri svo góðan árangur þarf að fylgja út í æsar þeim reglum sem um hana gilda og hana ætti eingöngu að framkvæma á vel búnum stöðum þar sem starfsfólk hefur fengið viðeigandi þjálfun. Hann kvaðst telja rétt að bjóða öllum konum upp á óm- skoðun á fyrsta þriðjungi meðgöngu ásamt hnakka- þykktarmælingu, auk hefðbundinnar ósmkoðunar á öðrum þriðjungi meðgöngu. Spurningunni um það hver ætti að veita verðandi mæðrum þessar upplýsingar og hvenær svaraði Chervenak á þá leið að það væri í verkahring læknis eða ljósmóður. Rétt væri að ræða möguleikann á vansköpun í fyrstu eða annarri heimsókn konunnar. Almennt er talið að 2-3% nýfæddra barna séu með fæðingargalla og er það reynsla hans að þetta komi fólki á óvart, flestir telji líkurnar minni. Þá vaknar spurningin hvort rétt sé að hræða konur með því að benda þeim á þessar hættur. Chervenak sagðist ekki fallast á að verið væri að hræða þær. „Konur eiga rétt á öllum upplýsingum sem fyrir liggja. Að öðrum kosti eru þær ekki færar um að taka ákvörðun um það hvort þær vilja eignast barnið eða binda endi á meðgönguna. Þetta varðar sjálfstæði þeirra og sjálfræði. Raunar gildir það sama um alla sjúkdóma, sjúklingar eiga rétt á að fá að vita hvað að þeim amar. Ef við lítum til Austurlanda fjær þá er ekki til siðs þar að læknar segi sjúklingi sem er ef hann er haldinn ólæknandi krabbameini eða öðrum banvæn- um sjúkdómi. Þetta er að mínum dómi alrangt, allir eiga rétt á öllum þeim upplýsingum sem til eru um heilsufar sitt,“ segir hann. Hlutlaus ráðgjöf í spjalli sem blaðamaður Læknablaðsins átti við Chervenak eftir fyrri fyrirlesturinn lagði ég fyrir hann þá spuraingu hvort ekki væri erfitt fyrir lækna og aðra heilbrigðisstarfsmenn að veita konum hlut- lausar upplýsingar um meðgönguna. „Jú, þar reynir verulega á lækninn. Allir læknar kannast við það þegar konan spyr: Hvað á ég að gera, læknir? Eg get ekki svarað því. Eg veit of lítið um konuna, hver eru trúarleg viðhorf hennar, gildismat og fjölskylduhagir. Hún ein getur því tekið ákvörðun um hvað gera skal.“ Undir fyrirlestrinum spurðu einhveijir hvort faðirinn ætti ekki líka hlut að máli. Chervenak svaraði því til að faðirinn ætti vissulega Symbicort Turbuhaler INNÖNDUNARDUFT, R03AK (Sérlyfjaskrártexti) Innihaldslýsing: Hver skammtur inniheldur: Budesonidum INN 160 míkróg og Formoterolum INN, fúmarat tvíhýdrat, samsvarandi Formoterolum INN 4,5 mikróg og Lactosum. Ábendingar: Til reglulegrar meðferðar á astma þegar samsett lyfjameðferð (barksteri til innöndunar og langvirkur betaörvi) á við þegar ekki næst full stjórn á sjúkdómnum með barkstera til innöndunar og stuttverkandi beta2-örva til innöndunar eftir þörfum, eða þegar full stjórn hefur náðst á sjúkdómnum með bæði barkstera til innöndunar og langverkandi beta2-örva. Skammtar og lyfjagjöf: Lyfið er ekki ætlað til upphafsmeðferðar á astma. Skömmtun virku efnanna í lyfinu er einstaklingsbundin og henni á að breyta til samræmis við alvarleika sjúkdómsins. Skammti skal breyta að lægsta skammti sem heldur einkennum sjúkdómsins niðri. Skammtastærðir handa fullorðnum: 1-2 innandanir tvisvar sinnum á sólarhring. Venjulega þegar stjórn á einkennum hefur náðst með gjöf lyfsins tvisvar sinnum á sólarhring, getur skammtaminnkun að lægsta virka skammti leitt til þess að unnt verði að gefa lyfið einu sinni á sólarhring. Skammtastærðir handa börnum (yngrl en 12 ára): Lyfið er ekki ráðlagt bömum yngri en 12 ára. Sérstaklr sjúklingahópar: Ekki þarf að breyta skömmtum hjá öldruðum. Frábendingar: Ofnæmi fyrir búdesóníði, formóteróli eða innönduðum mjólkursykri. Varnaöarorö og varúöarreglur: Ráðlagt er að minnka skammta smám saman þegar meðferð er hætt. Ef sjúklingur telur að meðferð skili ekki viðunandi árangri eða að hann þurfi meira en núverandi skömmtun samsetts lyfs, verður hann að leita læknis. Aukin notkun berkjuvíkkandi lyfs í bráðatilvikum (rescue bronichodilatores) bendir til versnunar á undirliggjandi ástandi og krefst endurmats á astmameðferðinni. Skyndileg og áframhaldandi versnun á stjóm astma getur verið lífshættuleg og brýnt er að endurmeta meðferðina. I slíkum tilvikum skal hafa ( huga þörf á aukinni meðferð með barksterum eða hvort gefa þurfi að auki bólgueyðandi lyf til inntöku, eins og kúr með barksterum eða sýklalyfjameðferð ef sýking er til staðar. Almenn einkenni geta komið fram við notkun hvaða barkstera til innöndunar sem er, sérstaklega við stóra skammta sem eru gefnir til langs tíma. Þessar verkanir koma miklu síður fram við meðferð til innöndunar heldur en þegar barksterar eru teknir inn. Hugsanlegar almennar verkanir eru m.a. bæling nýrnahettna, seinkun á vexti hjá börnum og unglingum, minnkun á beinþéttni, vagl á auga og gláka. Það er þess vegna mikilvægt að skammtur af innönduðum barksterum sé sá minnsti sem heldur einkennum niðri. Lyfið á að gefa með varúð sjúklingum með ofstarfsemi skjaldkirtils, krómfíklaæxli (phaeochromocytoma), sykursýki, ómeðhöndlaðan kalíumskort, hjartavöðvakvilla með þrengingum og hjartavöðvastækkun (hypertrophic obstructive cardiomyopathy), sjálfvakin neðanósæðarþrengsli (idiopathic subvalvular aortic stenosis), alvarlegan háþrýsting, slagæðagúlp eða aðra alvarlega hjarta- og æðasjúkdóma, eins og blóðþurrðarhjartasjúkdóm, hraðsláttartruflanir eða alvarlega hjartabilun. Hætta á alvarlegum kalíumskorti er hugsanleg eftir stóra skammta af beta2-örvum. Samtímis meðferð með lyfjum sem geta valdið kalíumskorti getur aukið möguleikann á blóðkalíumlækkandi verkun við stórra skammta af beta2-örvum. Sérstök varúð er ráðlögð við bráðan alvarlegan astma þar sem vefildisskortur getur aukið hættuna. Blóðkalíumlækkandi áhrif geta aukist við samtímis gjöf xantín-afleiða, stera og þvagræsilyfja. Ráðlagt er að fylgjast með þéttni kalíums í sermi við meðferð á bráðum alvarlegum astma. Eins og við á um alla beta2-örva, ætti að hafa í huga að auka tíðni blóðsykursmælinga hjá sykursjúkum. Lyfið inniheldur mjólkursykur (<1 mg/innöndun). Þetta magn hefur venjulega ekki vandamál í för með sér hjá einstaklingum með mjólkursykuróþol. Milliverkanir viö lyf og annaö: Milliverkanir vegna lyfjahvarfa: Ketókónazól 200 mg einu sinni á dag sexfaldaði að meðaltali plasmagildi búdesóníðs (einn 3 mg skammtur) sem gefið var samtímis. Milliverkanir vegna lyfhrifa: Betablokkar geta dregið úr eða hamlað verkun formóteróls. Lyfið skal því ekki gefa samtímis betablokka (þ.m.t. augndropum) nema brýna nauðsyn beri til. Meöganga og brjóstagjof: Engar klínískar upplýsingar liggja fyrir um notkun lyfsins eða samtímis meðferðar með formóteróli og búdesóníði á meðgöngu. Fullnægjandi upplýsingar um notkun formóteróls hjá þunguðum konum liggja ekki fyrir. Upplýsingar benda ekki til aukinnar hættu á vansköpun vegna notkunar búdesóníðs til innöndunar. Á meðgöngu ætti einungis að nota lyfið þegar væntanlegur ávinningur vegur þyngra en hugsanleg hætta. Nota ætti lægsta skammt af búdesóníði sem gefur viðunandi stjórn á astma. Ekki er vitað hvort formóteról og búdesóníð berast í brjóstamjólk. Eingöngu ætti að gefa konum með barn á brjósti lyfið ef væntanlegur ávinningur móður er talinn meiri en hugsanleg hætta fyrir barnið. Aukaverkanir: Algengar (>1/100): Miðtaugakerfi: Höfuðverkur. Hjarta- og æðakerfi: Hjartsláttarköst. Stoðkerfi: Skjálfti. Öndunarvegur: Sveppasýkingar í munni og koki, væg erting í hálsi, hósti, hæsi. Sjaldgæfar (0,1-1%): Hjarta- og æðakerfi: Hraður hjartsláttur. Stoðkerfi: Vöðvakrampar. Miðtaugakerfi: Æsingur, eirðarleysi, taugaveiklun, ógleði, sundl, svefntruflanir. Mjög sjaldgæfar (<1/1.000): Húð: Útbrot, ofsakláði, kláði. Öndunarvegur: Berkjukrampi. Afar sjaldgæfar aukaverkanir, þar af geta sumar verið alvarlegar eru m.a.: Búdesónið: Geðræn einkenni eins og depurð, hegðunartruflanir (aðallega hjá bömum), merki og einkenni um almenna barkstera verkun (þ.m.t. vanstarfsemi nýmahettna), snemm- eða síðkomið ofnæmi (þ.m.t. húðbólga, ofsabjúgur og berkjukrampi), marblettir. Formóteról: Hjartaöng, blóðsykurshækkun, truflanir á bragðskyni, breytingar á blóðþrýstingi. Ofskömmtun: Ofskömmtun formóteróls myndi líklega valda verkunum sem eru einkennandi fyrir beta2-adrenvirka örva: skjálfti, höfuðverkur, hjartsláttarköst og hraður hjartsláttur. Lágþrýstingur, efnaskiptablóðsýring, kalíumskortur og blóðsykurshækkun geta einnig komið fram. Bráð ofskömmtun með búdesóníði, jafnvel í stórum skömmtum, er ekki talið klínískt vandamál. Lyfhrif: Lyfið inniheldur formóteról og búdesóníð. Verkunarmáti þessara efna er mismunandi, en þau hafa samleggjandi verkun við að draga úr versnun astma. Upplýsingar um verkunarhátt hvors lyfjaefnis um sig eru hér á eftir. Búdesóníð: Búdesóníð gefið til innöndunar í ráðlögðum skömmtum hefur barkstera bólgueyðandi verkun f lungum sem dregur úr einkennum og versnun astma og hefur minni aukaverkanir í för með sér en þegar barksterar eru gefnir óstaðbundið. Nákvæmur verkunarháttur þessara bólgueyðandi áhrífa er óþekktur. Formóteról: Formóteról er sértækur beta2-adrenvirkur örvi sem veldur slökun á slóttum vöðvum í berkjum hjá sjúklingum með tímabundna teppu í öndunarvegum. Berkjuvíkkun hefst fljótt, innan 1-3 mín. eftir innöndun og verkunarlengd er 12 klst. eftir einn skammt. Pakkningar: Symbicort Turbuhaler: Innöndunarduft 160/4,5 míkróg/innöndun: 120 skammtar, 360 skammtar (3x 120). Verö: sjá lyfjaverðskrá. Afgreiöslumáti: R. Greiösluþátttaka: B. Desember 2001. Markaösleyfishafi: AstraZeneca A/S, Albertslund, Danmark. Umboö á íslandi: Pharmaco hf, Hörgatúni 2, Garðabæ. Nánari upplýsingar er aö finna í Sérlyfjaskrá Læknablaðið 2002/88 515

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.