Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2003, Síða 8

Læknablaðið - 15.12.2003, Síða 8
RITSTJÚRIUARGREIIUAR (20-40 mg) af NovoSeven í fyrirbyggjandi skyni og 12 sjúklingum lyfleysu. Blóðtap minnkaði marktækt sem og blóðhlutagjöf sem fór úr 60% í lyfleysu hóp niður í 0% eftir 40 mg skammt af NovoSeven. Engar alvarlegar aukaverkanir komu fram í þessum rann- sóknum. Þótt þessar rannsóknir gefi vissulega fyrir- heit er þörf frekari og stærri rannsókna áður en ráð- lagt verður að nota NovoSeven í fyrirbyggjandi skyni fyrir skurðaðgerðir hjá einstaklingum sem ekki hafa blóðstorkumein. Samkvæmt upplýsingum framleiðenda eru alvar- legar aukaverkanir tengdar gjöf NovoSeven mjög sjaldgæfar (<1%). Þannig hefur afar sjaldan (<1% skráðra tilfella) verið lýst blóðsegamyndun við notk- un lyfsins og þá yfirleitt hjá eldri sjúklingum með þekkta æðakölkun eða sykursýki. Afar áhugavert er að lyfið hefur verið gefið sjúklingum með blóð- storkusótt (,,D.I.C.“) án versnunar. Á Landspítala gilda strangar reglur um notkun NovoSeven vegna mikils kostnaðar og þeirrar stað- reyndar að ábendingar eru enn óljósar. Engu að síður hefur NovoSeven verið notað í völdum tilfellum þótt ekki hafi verið um dreyrasýki að ræða en áunnin storkumein eru alltaf leiðrétt samhliða samkvæmt mælingum. Dæmi um árangursríka viðbótarmeðferð með NovoSeven á Landspítala eru meðal annars hjá sjúklingi með blóðflagnafækkun í bráðahvítblæði og þar af leiðandi blæðingar inn á heilahimnur og í lungu, hjá sjúklingum með afbrigðilegar blæðingar við opn- ar hjartaaðgerðir, hjá sjúklingi með óstöðvandi blæð- ingu eftir umferðarslys og hjá sjúklingi með svæsna lungnablæðingu í tengslum við blóðstorkusótt eftir nærdrukknun og kólnun. Byggt á reynslu birtra sjúkratilfella er nú unnið austanhafs og vestan að samanburðarrannsóknum á notkun NovoSeven við blóðflagnafækkun í bein- mergsflutningum, við blæðingar frá efri hluta melt- ingarvegs, fyrirbyggjandi í lifrarskiptaaðgerðum, og við heilablæðingum. Það er hins vegar ekki siðferði- lega réttlætanlegt að gera samanburðarrannsóknir á notkun NovoSeven hjá sjúklingum sem eru í stór- felldri lífshættu vegna blæðingar, til dæmis eftir slys, enda hafa dönsk heilbrigðisyfirvöld á þessu ári vakið athygli á þessum meðferðarkosti fyrir sjúklinga sem að mati lækna eru við það að blæða út (8). Taka ber fram að NovoSeven er viðbót sem kemur ekki í stað hefðbundinnar meðferðar eins og fíbrínógens, blóð- vatns eða blóðflögugjafar. Niðurstaöa í dreyrasýki og í ákveðnum storkumeinum er enginn vafi um notagildi NovoSeven. Að auki ætti ætíð að íhuga notkun lyfsins ef talið er að sjúklingi sé að blæða út þrátt fyrir fulla meðferð en skilyrði er að batamögu- leikar séu að öðru leyti taldir vera sæmilegir. Heimildir 1. Mannucci PM. Drug therapy. Hemostatic drugs. N Eng J Med 1998: 339; 245-53. 2. Hoffman M, Monroe DM, Roberts HR. Activated factor VII activates factors IX and X on the surface of activated platelets: thoughts on the mechanism of action of high-dose activated factor VII. Blood Coagul Fibrinolysis 1998; 9: S61-65. 3. Key NS, Aledort LM, Beardsly D, Cooper HA, Davignon, Ewenstein BM, et al. Home treatment of mild to moderate bleeding episodes using recombinant factor Vlla (Novo- Seven) in haemophiliacs with inhibitors. Thromb Haemost 1998; 80: 912-8. 4. Shapiro AD, Gilchrist GS, Hoots WK, Cooper HA, Gastineau DA. Prospective, randomised trial of two doses of rFVIIa (NovoSeven) in haemophilia patients with inhibitors under- going surgery. Thromb Haemost 1998; 80: 773-8. 5. Erhardtsen E. To general haemostasis - the evidence-based route. Pathophysiol Haemost Thromb 2002; 32: 47-5. 6. Hendriks HG, Meijer K, de Wolf JT, Klompmaker IJ, Porte RJ, de Kam PJ, et al. Reduced transfusion requirements by recombinant factor Vlla in orthotopic liver transplantation: a pilot study. Transplantation 2001; 71: 402-5. 7. Friederich PW, Henny CP, Messelink EJ, Geerdink MG, Keller T, Kruth KH, et al. Effect of recombinant activated factor VII on perioperative blood loss in patients undergoing retropubic prostatectomy: a double-blind placebo-controlled randomised trial. Lancet 2003; 361: 201-5. 8. www.dacehta.dk Danish National Board of Health - Danish Centre for Evaluation and Health Technology Assessment. Health Technology Alert. April 2003; 2 (1). NovoSeven for massive, uncontrollable, life-threatening haemorrhage in non- haemophiliacs. I 924 Læknablaðið 2003/89
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.