Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2003, Page 13

Læknablaðið - 15.12.2003, Page 13
Læknadagar RITSTJÓRniARGREIIUAR — fyrir hverja? Enn á ný er kominn desember. Jól og áramót fram- undan en undanfarin ár hefur þessi tími ársins einnig markað önnur tímamót í mínum huga: Undanfari Læknadaga. Nú veit ég að fáir aðrir hugsa á þessum nótum í desember og er það gott og rétt. Samt vona ég að allmargir læknar muni eyða nokkrum mínútum í jólamánuðinum til að hugleiða ofangreindan titil: Fyrir hverja eru Læknadagar? Fræðsla og menntun eru þættir svo samofnir lækn- isstarfinu að flestum kollegum þykir óhugsandi ann- að en að vera síleitandi að nýrri þekkingu. Ég fullyrði að sú virðing sem almennt er borin fyrir læknum í samfélaginu er ekki síst tilkomin vegna þeirrar löng- unar flestra lækna að reyna ætíð að veita skjólstæð- ingum sínum þá bestu mögulegu læknisþjónustu sem þekking hvers tíma býður upp á. Sú árþúsunda þróun fræðslustarfsemi lækna sem kannski hófst með Flippókratesi 400 árum fyrir Kristsburð og lifir enn dágóðu lffi er mögnuð og ótrúleg saga og til þess fall- in að gera mann hreykinn af því að tilheyra þessari stétt fræðara. Manni finnst á stundum að þessi þörf lækna til að fræðast og miðla þekkingu sinni til ann- arra hljóti að vera greypt í einhver „fræðslugen" sem hafi þróast á þessu tímabili. Engu að síður hefur ýms- um samtökum lækna þótt tilhlýðilegt að setja þetta augljósa mikilvægi fræðslustarfsemi í lög og reglur. Til dæmis segir í Codex Ethicus, 3. gr: „Læknir skal líta á fræðslustarf sem Ijúfa og sjálfsagða skyldu.“ og í lögum Læknafélags íslands er einn megintilgangur félagsins sagður vera að „stuðla að aukinni menntun lækna“ meðal annars með Fræðslustofnun lækna sem skal „styrkja símenntun og fræðslustarf lækna“. En hvernig skyldu nútímalæknar standa sig í þessu hlutverki sínu? Það er fljótsagt að flestir læknar rækja skyldu sína um að fræða aðra með miklum sóma. Vilji lækna til þátttöku í fræðslustarfsemi er oft á tíðum aðdáunarverður. Mig undrar hvað læknar taka almennt vel í að halda fyrirlestra á Læknadögum þar sem aðalþóknunin felst í að miðla þekkingu og vera þátttakendur í að ... taka þátt í umræðu um „ ... “. Þriðja grein Codex Ethicus á sannanlega við hér. Læknar hafa yfirleitt einnig staðið sig vel í að auka við eigin þekkingu með því að sækja fræðslufundi og fræðsluþing. Sérfræðifélag heimilislækna hefur um árabil skipulagt fræðslustarfsemi á innlendum vett- vangi fyrir félagsmenn sína sem tekur fram sambæri- legri starfsemi flestra annarra sérfræðilæknafélaga á Islandi. Vettvangur fræðsluþinga annarra sérfræði- lækna hefur í mun ríkari mæli verið á erlendri grundu. Kannski er það mjög eðlilegt þar sem fámenni ís- lands og fjarlægð frá öðrum löndum býður ekki oft upp á hágæðaþing í undirsérgreinum lækna. Auk þess hefur framboð á læknaþingum erlendis aldrei verið jafn mikið og nú. Því tel ég víst að hvort sem læknar sækja formlega símenntun á Islandi eða er- lendis sinni þeir símenntun á fullnægjandi hátt hvað varðar sérfræðisvið sitt. En dugir það til? Það er álit samtaka sérfræðilækna í Evrópu að þriðjung sí- menntunareininga sérfræðilækna skuli nýta til sí- menntunar í almennri læknisfræði. Með aukinni sér- hæfingu í læknisstörfum vex þörfin fyrir að viðhalda almennri kunnáttu í læknisfræði. Og þá komum við aftur að spurningunni: Lækna- dagar- fyrir hverja? Það er útbreiddur misskilningur á meðal margra sérfræðilækna að Læknadagar séu fyrst og fremst fræðsludagar fyrir unglækna og heim- ilislækna. Vissulega þróuðust fræðsludagarnir upp úr framhaldsmenntunarnámskeiði fyrir reynda aðstoð- arlækna á sjúkrahúsunum en það var fyrir allmörgum árum síðan, reyndar á síðustu öld. Sá tími á að vera liðinn að sjúkrahúslæknar líti á það sem sitt aðalhlut- verk á Læknadögum að miðla öðrum. Framkvæmda- nefnd Læknadaga hefur einsett sér að skapa fjöl- breytta dagskrá þar sem allir læknar geta fundið mál- þing sem vekja áhuga, ýmist á eigin sérfræðisviði eða á öðru sviði. Þó að vissulega megi finna að dagskrá Læknadaga er óhugsandi annað en að hver og einn finni þar eitthvað við sitt hæfi. Á Læknadögum 2004 verður tekin upp sú ný- breytni að óska eftir fyrirframskráningu á ráðstefn- una. Auk þess að auðvelda undirbúning og skipulag þingsins er það von okkar að þetta fyrirkomulag leiði til þess að þeir læknar sem telja Læknadaga líka vera fyrir sig, geri nauðsynlegar ráðstafanir á vinnustað svo að þeim gefist kostur á að sækja málþing, eitt eða fleiri. Það eru nefnilega gömul sannindi og ný að án slíkra ráðstafana reynist mörgum erfitt að sækja ráð- stefnur í sinni heimabyggð, þegar krefjandi sjúklinga- skyldur eru annars vegar. Eða er það óhagganlegt lögmál að læknar megi einungis skipuleggja námsfrí þegar þeir sækja ráðstefnur erlendis? Arnór Víkingsson Höfundur er sérfræðingur í almennum lyflækningum og gigllækningum. Hann er formaður Fræðslustofnunar Læknafélags íslands. arnor@lcmdspitali.is Læknablaðið 2003/89 929

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.