Læknablaðið - 15.12.2003, Qupperneq 19
FRÆÐIGREINAR / OFNÆMISLOST
við manninn og ræktarlönd hans, einkum þar sem ár-
risular víðitegundir, eins og alaskavíðir, eru ræktaðar.
Alibýfluga (Ap'ismellifera) (mynd4) hefur verið flutt
til landsins af og til vegna hunangssöfnunar. Ekki eru
líkur til þess að tegundin geti þraukað yfir vetur án
aðstoðar manna.
Þótt býflugur og humlur hafi stungugadda er árásar-
hneigð lítil. Þær leggja sjaldnast til atlögu nema til-
neyddar eða ef farið er afar óvarlega við bú þeirra.
Það sama verður ekki sagt um geitungana, en þolin-
mæði þeirra gagnvart áreiti er mun minni en hjá bý-
flugur og humlum. Einungis kvendýr (drottningar og
þernur) stinga, enda er gaddurinn að uppruna til
varppípa.
Einstaklingar geta fengið ofnæmi fyrir einni eða
fleiri tegundum eða jafnvel fyrir þeim öllum. Því er
mikilvægt að bera kennsl á þá tegund sem menn
verða fyrir stungu af og greina ofnæmið með sértæku
húðprófi.
Einfalt er að greina á milli geitunga annars vegar og
býflugna og humla hins vegar. Geitungar eru mun
minna hærðir og litur skeljar ræður yfirbragðinu. Allar
tegundimar eru áþekkar, gul- og svartröndóttar. Bý-
flugur og humlur eru áberandi loðnar, býflugur gul-
brúnar en humlur röndóttar, svartar og gular. Þær síð-
arnefndu eru auk þess afar bústnar og þunglamalegar.
Skordýrastungur verða yfirleitt að degi til en bit
(til dæmis moskító) hvenær sem er sólarhrings. Ef
gaddurinn er enn til staðar á stungustað eru líkur á
því að um alibýflugu sé að ræða en þær skilja stund-
um gaddinn eftir í stungusárinu (mynd 5), jafnvel
áfastan eitursekk og fleiri líffæri. Aðrar tegundir
gaddvespna hérlendis halda gaddinum.
Geitungar valda oftast ofnæmi allra skordýra. í
búum þeirra fjölgar þegar líður á sumar og nær fjöld-
inn hámarki í ágúst eða september. Þá er árásargirn-
in einnig mest og þeir geta stungið við minnsta áreiti.
Því er hættan á stungum mest síðsumars og betra að
fara varlega við garðvinnuna eða þar sem verið er að
borða. Þeir eru sérstaklega sólgnir í sætindi, gos-
drykki, bjór og vín. Verði menn fyrir stungu er æski-
legt að fara með skordýrið til greiningar á Náttúru-
fræðistofnun íslands (6).
Skordýr sem bíta og valda ofnæmi
Hér á landi finnast nokkrar tegundir skordýra sem
bíta til að sjúga blóð úr mönnum. Um er að ræða teg-
undir af fjórum ættbálkum. I flestum tilvikum eru
óþægindin aðeins staðbundin en mjög sjaldan alvar-
leg ofnæmisviðbrögð. Astæðan er sú að magn of-
næmisvaka er mjög lítið í hverju biti. Sé sá bitni hins
vegar með bráðaofnæmi fyrir bitvarginum og bitinn á
mörgum stöðum getur það valdið ofnæmislosti (10,
11).
Mynd 4. Alibýfluga fapis mellifera) er notuð erlendis til
hunangssöfnunar og hefur verið flutt inn til landsins. Ekki
eru líkur til þess að tegundin geti þraukað yfir vetur án
aðkomu manna.
Höfuðlús (Pedictilus humanus) og flatlús (Phthirus
pubis) eru af ættbálki soglúsa (siphunculata). Þær
valda óþægindum og jafnvel félagslegum vandamál-
um en ekki ofnæmisviðbrögðum.
Veggjalús (Cimex lectularius) af ættbálki skortítna
(hemiptera) er mjög skæð blóðsuga sem leggst á fólk
í svefni. Að morgni getur viðkomandi verið útbitinn
og jafnvel blóðblettir í laki.
Fló (Siphonaptera) er mjög sérhæfð blóðsuga og
myndar sérstakan ættbálk. Alls hafa fundist tíu teg-
undir flóa hér á landi. Ein tegund, mannafló (Pulex
irritans) var viðloðandi hér áður fyrr og ef til vill til
vandræða innan dyra. Hún bar sýkingar, samanber
svartadauða á miðöldum. Tegundin virðist nú með
öllu horfin hér á landi en dæmi er um innflutning með
ferðamönnum. Nú á tímum er hænsnafló (Cerato-
phyllus gallinae), stundum nefnd starafló, til mestra
vandræða. Hún er fastur fylgikvilli starahreiðra í
húsþökum og slæðist því gjarnan inn í hús. Músafló
(Ctenophthalmus nobilis) getur fylgt bælum músa í
húsum og sumarbústöðum og lagst á fólk. Bit af völd-
um flóa geta verið afar óþægileg og áhrifin varað í
umtalsverðan tíma.
Mynd 5. Alibýflugur hafa
göddóttan brodd (a). Ef
gaddur situr eftir á stungu-
stað eru líkur á því að um
alibýflugu sé að rœða.
Eitursekkur og fleiri líjfœri
fylgja stundum broddi í
stungusári. Geitungar (b)
geta stungið fórnarlambið
allt að 20-30 sinnum.
Gaddurinn verður yfirleitl
ekki eftir á stungustað.
Mývargur eða bitmý (Simulium vittatum) af ættbálki
tvívængna (Diptera) er algengt við straumvötn um
land allt, en lirfurnar alast upp á steinum í iðuföllum
straumvatna.
Moskítófluga eða stungumý (Culicidae). ísland er
eitt örfárra landa þar sem stungumý hefur ekki fund-
ist í náttúrunni. Ekki hefur fengist skýring á því
Læknablaðið 2003/89 935