Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2003, Síða 22

Læknablaðið - 15.12.2003, Síða 22
FRÆÐIGREINAR / OFNÆMISLOST Tafla 1. Sértæk afnæming. Viöbrögö viö stungu Sértæk afnæming? Staðbundin svörun - væg bólga og sviði Nei Staðbundin svörun - verulega bólga, sviði, roöi Nei Ofsakláði eða ofsabjúgur, börn yngri en 16 ára Nei Ofsakláði eða ofsabjúgur, fullorðnir (>16 ára) Já Ofnæmislost Já Sermaveiki Já Eitrunaráhrif Já Lyfjameðferð Ef grunur er um stungu hjá næmum sjúklingi er með- höndlað strax eins og um ofnæmislost sé að ræða (26). Honum er gefið adrenalín (hann á alltaf að bera á sér Epi-pen-sprautu) og andhistamín. Að því búnu á að kalla á aðstoð og fara umsvifalaust á bráðamót- töku. Allir næmir sjúklingar skulu merktir með Med- icAlert-merki. Sértœk afnœming Sértæk afnæming með hymenoptra (Venom immuno- therapy, VIT) er mjög árangursrík og ver gegn ein- kennum eftir endurstungu í yfir 95% tilvika ef um geitunga er að ræða og 80% tilfella fyrir býflugum (32, 33). Meðferðin er þó ekki auðveld fyrir sjúklinginn; hún tekur langan tíma, er gefin undir húð og getur or- sakað ofnæmislost. Meðferð er mjög sértæk og verður að nota ofnæmisvaka frá þeirri tegund sem viðkom- andi er næmur fyrir. Þetta gildir um allar æðvængjur. Meðferðin er fyrst gefin vikulega og byrjað á 0,1 |xg og aukið í 100 pg sem er viðhaldsskammtur. 100 p,g jafngildir tveimur stungum. Ef gefin er blanda af hymenoptra ofnæmisvökum (ofnæmi við fleiri en einni tegund æðvængna) er viðhaldskammtur hærri, eða 300 pg. Síðan er meðferð haldið áfram í viðhalds- skömmtum á fjögurra vikna fresti í eitt ár, sex vikna fresti næsta ár og átta vikna fresti eftir það. Meðferð er hætt þegar húðpróf verður neikvætt, eða eftir þrjú til fimm ár. Hafi einkenni verið alvarleg þarf yfirleitt fimm ár, en við vægari einkennum nægja yfirleilt þrjú ár. Tíðni ofnæmislosts við þessa meðferð er hærri en af afnæmingu sem gefið er gegn loftbornum ofnæm- isvökum (6). Verkunarmáú afnœmingar Afnæming er næstum aldargömul meðferð. Henni var fyrst lýst árið 1911 (34), en þar til fyrir örfáum ár- um var ekki vitað hvernig hún verkaði. Fjöldi rann- sókna hefur sýnt að afnæming breytir ónæmissvarinu og gerir einstaklinginn „ónæmari" fyrir ofnæmisvak- anum. Fyrstu rannsóknir á verkun afnæmingar beindust að áhrifum á IgG. Þessi mótefni, og þá sérstaklega IgGl (35,36), reyndust hækkuð hjá býflugnabændum sem höfðu orðið fyrir mörgum stungum án þess að fá ofnæmiseinkenni. IgE hækkar í upphafi VIT-með- ferðar en lækkar síðan er líður á meðferðina. Á móti kemur hækkun á phospholipasa-sértæku IgG4 (35, 36) og hátt hlutfall IgG4:IgE (32, 35-37) og það virðist vernda gegn einkennum við endurstungu. Afnæming stýrir ofnæmissvari frá hinni hefð- bundnu Th-2 svörun í Th-1 svörun með aukinni fram- leiðslu á IFN-7, IL-12 og IL-18 (38, 39). Sjúklingar með hymenoptera ofnæmi eru með Th-2 (IL-4) svörun við venom en eftir VIT breytist svörunin og sértæk myndun Th-1 boðefna á sér stað (IFN-y, IL- 12) (39) og IL-4 lækkar. Þetta gerist á skemmri tíma en þrem mánuðum frá upphafi meðferðar. Magn of- næmisvaka skiptir þó miklu máli. Háir skammtar hækka hlutfall IFN-y:IL-4 en lágir skammtar hækka hlutfall IL-4:IFN-y. Bólguboðefnið IL-10 virðist gegna lykilhlutverki í þessu ferli (40-43) og framkalla T-eitilfrumu óvirkni (anergy) (41, 42). IL-10 hefur einnig hemjandi áhrif á beina losun histamíns og cysteinyl-leukotrína frá mastfrumum og basofílum (44). Það er framleitt af T-stýrifrumum og hefur hamlandi áhrif bæði á THl og TH2 svaranir (45-48). Þannig hefur IL-10 letjandi áhrif á myndun IL-5 og þar með myndun eosinófíla í bólgusvarinu (48). Ein mikilvægasta leiðin til stjórnunar ofnæmissvarsins er í gegnum sýnifrumuna (antigen presenting cell, APC). IL-10 hindrar APC-háða CD28-B7.1 gagn- virkni og sarfiverkandi örvunarboð (costimulatory signalling) hjá T-eitilfrumum. Með því að hindra samskipti T-frumna og APC hefur IL-10 bein áhrif á myndun bólguboðefna og T-frumu fjölgun (48) og þar með á myndun ofnæmissvarsins. Líkt og við aðra afnæmingu er verið að þróa nýrri og öruggari aðferðir sem fela ekki í sér hættu á ofnæmislosti. Þar má helst nefna peptide-afnæmingu (49) og DNA-bóluefni (50). Rannsóknir á sumum þessara aðferða hafa þegar verið prófaðar á mönnum og lofa góðu, en hafa ekki enn verið viðurkenndar til klínískrar notkunar. Hverjir eiga aðfá afnœmingu? Allir sem hafa fengið almenn einkenni um ofnæmis- lost og eru með jákvæð húðpróf eiga umsvifalaust að hefja meðferð með afnæmingu (tafla I). Þar með eru taldir þeir sem fengið hafa ofsabjúg, berkjuteppu, blóðþrýstingsfall, hjartsláttartruflanir og meðvit- undarleysi (6). Fullorðið fólk með útbreiddan ofsakláða á einnig að fara í afnæmingu. Það á hins vegar ekki við um börn yngri en 16 ára. Við staðbundnum einkennum umhverfis stungustað á heldur ekki að beita afnæm- ingu, jafnvel þótt húðprófið sé jákvætt. Niðurlag Ofnæmislost og jafnvel dauðsföll vegna æðvængna eru vel þekkt erlendis. Nýlega greindist fyrsti íslenski sjúklingurinn með ofnæmi fyrir geitungum. Hann 938 Læknablaðið 2003/89
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.