Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.2003, Qupperneq 30

Læknablaðið - 15.12.2003, Qupperneq 30
FRÆÐIGREINAR / VÖÐVASPENNUTRUFLUN e-sarcoglycani (42). DYT 12 er blanda af vöðva- spennutruflun og Parkinsonheilkenni sem erfist ríkj- andi (Rapid onset dystonia parkinsonism, RDP) og hefur erfðagalli verið staðsettur á litningi 19q (43). DYT 13 er vöðvaspennutruflun í fullorðnum sem aðallega veldur einkennum í hálsi og handleggjum. Erfðagalli er staðsettur á litningi lp36 (44). DYT 14 er önnur gerð vöðvaspennutruflunar sem svarar levodópameðferð og hefur litningagalli verið stað- settur á litningi 14ql3 (45). Algengast er að staðbundin vöðvaspennutruflun komi fram á fullorðinsárum og hefur meirihluti sjúk- linga sjálfsprottin einkenni. Til eru rannsóknir sem sýna að allt að fjórðungur sjúklinga eigi ættingja með svipuð einkenni sem bendir til þess að hugsanlega megi rekja orsakir staðbundinna vöðvaspennutrufl- ana til erfðagalla í ríkari mæli en áður var talið (3,5, 27). Lífeðlismeinafræði vöövaspennutruflunar Lítið er þekkt um þá taugastjórnunartruflun sem liggur að baki vöðvaspennuheilkennum þó ýmislegt hafi komið í ljós á síðustu árum. Mörg svæði heilans virðast koma við sögu í sjálfsprottnum heilkennum en flest bendir til þess að truflun í djúphnoðum sé meginorsökin. Líklegast er um að ræða ofvirkni í dópamínvirkum taugafrumum sem leiðir til afhöml- unar á hemjandi boðum frá heilastúku til heilabarkar (46, 47). Samanlagt hefur þetta áhrif á svæði heilans sem stjórna undirbúningi og framkvæmd hreyfinga. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á minnkaða höml- un á ýmsum svæðum hreyfistjórnunarkerfisins, til dæmis í mænu, heilastofni, djúphnoðum og hreyfi- barkarsvæðunum, og virðist stjórnun á hamlandi millitaugafrumum fara úr skorðum (46-48). Þessi hömlunarskerðing leiðir til óeðlilega öflugs vöðva- samdráttar og minnkaðrar vöðvasamhæfingar (48). Rannsóknir á sviði taugaboðefna sýna að asetýlkólín, dópamín og GABA (gamma amino butyric acid) virðast öll koma við sögu enda geta lyf sem hafa áhrif á þessi kerfi, bætt einkennin að nokkru leyti (25). Af- leidd vöðvaspennutruflun virðist oftast orsakast af skemmdum eða starfstruflun í djúphnoðum, sérstak- lega í rákakjarna (corpus striatum), og/eða heila- stúku (thalamus) (49). Sýnt hefur verið fram á að sjúklingar með vöðva- spennutruflanir eigi erfiðara en aðrir með að greina á milli skynáreita í tíma og rúmi. Þessi skyntrúflun virðist vera í réttu hlutfalli við alvarleika einkenn- anna (26). Skyntruflanir í líkamsparti geta jafnframt verið undanfari vöðvaspennutruflunar (24, 25, 50). Nýlegar rannsóknir benda einmitt til þess að stað- bundin vöðvaspennutruflun geti stafað af röskun á afturvirkum skynáreitum og að breyting á hreyfi- undirbúningi geti leitt af sér brenglaðar hreyfingar. Á hinn bóginn gæti breyttur hreyfiundirbúningur einn- ig verið afleiðing af truflunum í hreyfikerfinu (25,26, 48). Einnig eru uppi hugmyndir um að tilfærsla á niðurröðun skynjunar í heilaberki gæti valdið því að röng svæði séu virkjuð til hreyfinga (26). Áhrif sjálfs- skynörvunar sem sjúklingar beita til þess að bæla einkennin, styðja það að skynhrif geti haft áhrif á hreyfikerfið (48). Vöðvaspennutruflun er því líklega ekki einvörðungu truflun í framkvæmd og undirbún- ingi hreyfinga heldur einnig truflun á skynhrifum. Meðferð Lengi vel voru engin viðunandi meðferðarúrræði við vöðvaspennutruflunum. í nær öllum tilvikum er ver- ið að meðhöndla einkennin en ekki orsökina (undan- tekningar eru þó sumar gerðir afleiddrar vöðva- spennutruflunar, til dæmis í Wilsons sjúkdómi). Með- ferðin er einstaklingbundin og miðar fyrst og fremst að því að auka starfsgetu og draga úr verkjum auk sálræns stuðnings sem er nauðsynlegur (4,28,46,50). Hefðbundin lyfjameðferð byggist á andkólínvirk- um lyfjum (trihexyphenidyl, biperidine), dópamín- virkum lyfjum (levodopa), dópamín-hömlurum (phe- nothiazines, haloperidol, tetrabenazine) og GABA- viðtækja samherjalyfjum (clonazepam, baclofen) ásamt ýmsum fleiri lyfjum sem hafa verið prófuð í vissum tilvikum (4, 46, 47). Háskammtameðferð er árangursríkari og fullorðnir þola slíka meðferð mun síður en börn. Lyfjameðferðinni fylgja miklar auka- verkanir sem gjarnan leiða til þess henni er hætt (3, 26). Aðalmeðferðarúrræðið við staðbundnum ein- kennum eru innspýtingar af bótúlíneitri í ofvirka vöðva* (Botox®, Dysport®). Þetta er fyrsta meðferð við hálsvöðvaspennutruflun, hvarma-, skriftar- og raddbandakrömpum (3, 47). Efninu er sprautað á tveggja til þriggja mánaða fresti í vöðvana í fyrirfram ákveðnum skömmtum. Þetta dregur talsvert úr ein- kennum hjá yfir 80% sjúklinga (52). Bótúlíneitrið hamlar losun asetýlkólíns úr taugaendanum á tauga/ vöðvamótum, hindrar vöðvasamdrátt og dregur þannig úr vöðvastyrk. Þetta veldur einnig efnafræði- legri aftaugun og vöðvaþræðirnir rýrna að einhverju leyti (26, 47, 51). Komið hafa fram vísbendingar um það að meðferðin valdi breytingum í djúphnoðum, heilastúku og heilaberki og hugsanlega á fleiri stöð- um í taugakerfinu en þetta þarfnast frekari rann- sókna (52). Skammtastærð þarf að vera nákvæm því rétt magn af efninu veldur því að vöðvinn missir styrk en lamast ekki (26, 47,51). Hjá sjúklingum með fjöl- hreiðra eða altæka truflun eru einkennin oft of út- breidd til þess að hægt sé beita þessari meðferð. í þeim tilfellum má þó nota eitrið á einstaka líkams- hluta samtímis hefðbundinni lyfjameðferð (3). Auka- * Bótúlíneitur er framleitt af bakteríunni Clostridium botulinum. Eitrið sem veldur bótúlisma og er stundum tengt við niður- suðuvörur er hið öflugasta sem vitað er um (51). 946 Læknablaðið 2003/89
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.