Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2003, Side 43

Læknablaðið - 15.12.2003, Side 43
FRÆÐIGREINAR / LUNGNASLAGÆÐAHÁÞRÝSTINGUR Lungnaslagæðaháþrýstingur. Nýjungar í meðferð og sjúkratilfelli Gunnar Guðmundsson' SÉRFRÆÐINGUR í LYF-, LUNGNA- OG GJÖR- GÆSLULÆKNINGUM Gizur Gottskálksson1 2 SÉRFRÆÐINGUR í HJARTALÆKNINGUM Þórarinn Gíslason' SÉRFRÆÐINGUR f I.UNGNALÆKNINGUM 'Lungnadeild Landspítala Fossvogi, 2Hjartadeild Landspítala Hringbraut Bréfaskipti og fyrirspurnir: Gunnar Guðmundsson, Lungnadeild Landspítala Fossvogi, 108 Reykjavík. Sími 543-6876, fax 543-6865. ggudmund@landspiíali. is Lykilorð: lungnaslagœða- háþrýstingur, meðferð, sjúkratilfelli. Agrip Lungnaslagæðaháþrýstingur er sjaldgæfur en getur valdið áþján og dauða. Undanfarin ár hefur komið fram aukin þekking á meingerð og gangi sjúkdóms- ins, betri flokkun og ný lyfjameðferð. Nýju lyfin eru dýr en geta bætt verulega lífsgæði og lífslíkur. Hér er þessum atriðum lýst og tvö sjúkratilfelli kynnt. ENGLISH SUMMARY Guðmundsson G, Gottskálksson G, Gíslason Þ Pulmonary arterial hypertension: new treatments and case report Læknablaðið 2003; 89: 959-61 Inngangur Lungnaslagæðaháþrýstingur (e. pulmonary artery hypertension) er skilgreindur sem meðalþrýstingur (mean pulmonary artery pressure) í lungnaslagæð hærri en 25 mmHg í hvfld eða 30 mmHg við áreynslu. Önnur skilgreining sem einnig er viðurkennd er lungnaslagæðaþrýstingur í slagbili hærri en 40 mmHg sem samsvarar þríblöðkulokuleka hraða á Doppler- rannsókn sem er 3,0-3,5 m/sek. (1) Lungnaslagæða- háþrýstingur er sjaldgæfur en illvígur sjúkdómur og meðferðarmöguleikar hafa verið fáir til þessa (2). Arið 1998 hélt alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ráð- stefnu um sjúkdóminn (1). Þar var meðal annars kynnt ný flokkun á honum sem er sýnd í töflu I. Þannig er sjúkdómnum skipt eftir því hvort orsökin er þekkt eða óþekkt. Lungnaslagæðaháþrýstingur af óþekktri orsök er sjaldgæfur sjúkdómur með nýgengi 1-2 á milljón íbúa á ári. Hann er algengari hjá konum en körlum og kemur oft fram á yngri fullorðinsárum Pulmonary arterial hypertension is a rare disease with substantial morbidity and mortality. In the last few years significant progress has been made in the understanding of the pathogenesis and course of the disease. New classification and drug treatment have emerged. The new drugs are expensive but can improve quality of life signifi- cantly. Given here is a brief review and two cases presented. Keywords: putmonary arterial hypertension, treatment, case report. Correspondence: Gunnar Guðmundsson, ggudmund@iandspitaii.is (3). Slíkum tilfellum hefur verið lýst hér á landi (4). Meðal þekktra orsaka lungnaháþrýstings eru lungna- rek, langvinnur lungnateppusjúkdómur, kæfisvefn og margt fleira (1). Undanfarin ár hefur aukist skilningur á meingerð sjúkdómsins. Þannig er í dag talið að lungnaháþrýst- Tafla I. Flokkun á lungnaháþrýstingi. 1. Lungnaslagæöaháþrýstingur Lungnaháþrýstingur af óþekktri orsök Einstök tilfelli í fjölskyldum Tengdur Bandvefssjúkdómum Meöfæddri samleiöslu milli aöal- og lungna- blóörásar Portæöarháþrýstingi HlV-sýkingu Lyfjum/eiturefnum Viövarandi lungnaháþrýstingi í nýfæddum Öðru 2. Lungnabláæöaháþrýstingur Vinstrihliöar gátta- eöa sleglahjartasjúkdómur Vinstrihliðar hjartalokusjúkdómur Lungnabláæöalokandi sjúkdómur Lungnaháræöaflækjur Annað 3. Lungnaháþrýstingur tengdur lungnasjúkdómum eöa lágum súrefnisþrýstingi Langvinnir lungnateppu sjúkdómar Millivefslungnasjúkdómar Öndunarháöar svefntruflanir Lungnablööruvanöndun Langvarandi dvöl í mikilli hæö Lungnasjúkdómar nýbura Lungnablöðru háræðavanþroski Annað 4. Lungnaháþrýstingur orsakaöur af langvinnu lungna- reki og/eöa segamyndun Lokun af sega á miölægum lungnaslagæöum Lokun á útlægum lungnaslagæðum Segamyndun á staðnum 5. Lungnaháþrýstingur tengdur ýmsum sjúkdómum Bólgusjúkdómar Sarklíki (sarcoidosis) Annaö Utanaökomandi þrýstingur á miðlægar lungnablá- æðar Bandvefsmyndandi miðmætisbólga Eitlastækkanir/æxli Læknablaðið 2003/89 959

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.