Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 44
FRÆÐIGREINAR / LUNGNASLAGÆÐAHÁÞRÝSTINGUR ingur sé fremur æðafrumuaukandi sjúkdómur en æðaþrengjandi (5). Óeðlileg fjölgun á æðaþelsfrum- um sem og sléttum vöðvafrumum á sér stað. Þetta leiðir til þrenginga og lokana á æðum (5). Minnkuð framleiðsla er á köfnunarefnisoxíði og prostasýklíni frá æðaþelsfrumum (6). Aukning verður á endóþel- íni sem er mjög kröftugt æðaherpandi efni og hvetur einnig til frumuskiptinga (7). í fjölskyldum með lungnaháþrýsting af óþekktum orsökum hafa fundist stökkbreytingar í beinerfðamyndandi próteinviðtaka (bone morphogenetic protein receptor) gerð II sem er á litningi 2q.33. Þetta viðtæki er hluti af fjölskyldu frumuhvetjandi boðefna (8-10). Áður fyrr voru meðferðarmöguleikar takmarkað- ir og lifitími eftir greiningu stuttur, sérstaklega hjá þeim sem höfðu lungnaháþrýsting af óþekktri orsök (1). Litið var á lungnaháþrýsting sem sjúkdóm sem orsakaðist af æðaþrengingum og meðferð var í sam- ræmi við það. Gefin voru æðavíkkandi lyf eins og kalkgangahemlar en árangur var óverulegur (11). Síðar var farið að nota önnur æðavíkkandi lyf eins og epóprótenól (prostasýklín) í æð (12). Þótt árangurinn væri betri en af öðrum æðavíkkandi lyfjum var þetta mjög kostnaðarsöm meðferð, með stöðugri inngjöf í æð með dælu og miklum hjáverkunum (12). Önnur meðferðarúrræði hafa lengi verið blóðþynning með warfaríni, súrefnisgjöf að nóttu eða allan sólarhring- inn eftir þörf og hjartabilunarmeðferð með digoxíni og þvagræsilyfjum. Eftir að framkvæmd hefur verið prófun til að kanna árangur æðavíkkandi lyfja hefur verið hafin meðferð með kalkgangahemlum eða prostasýklíni í æð (2). Samhliða auknum skilningi á meingerð sjúkdómsins hafa komið fram ný lyf til með- ferðar. Má þar nefna síldenafíl sem hamlar 5. og 6. gerð af fosfódíesterasa (13). Annað lyf sem hefur kom- ið á sjónarsviðið nýlega er bósentan sem hamlar við- tæki fyrir endóþelín (14,15). Kostur við þessi tvö lyf er sá að hægt er að að taka þau um munn. Ókosturinn við síldanafíl er sá að lyfið hefur ekki verið viður- kennt fyrir þessa ábendingu og Tryggingastofnun rík- isins hefur því ekki tekið þátt í kostnaði. Aukaverkun bósentan eru áhrif á lifrarstarfsemi og getur stundum þurft að hætta notkun lyfsins vegna þessa (15). Sjúkratilfelli I Fyrri sjúklingurinn er karlmaður sem greindist með lungnaháþrýsting árið 1998, þá 71 árs að aldri. Hafði þá haft vaxandi áreynslumæði um nokkurra ára skeið. Lungnaæðamyndatökur bentu til fyrra sega- reks en sjúklingur greindist einnig með kæfisvefn og hóf meðferð með ytri öndunarvél að nóttu með mis- munandi þrýstingi í inn- og útöndun. Mæði var af NYHA (New York Heart Association) flokki III. Reynd var meðferð með kalkgangahemli sem þoldist illa og þrýstingur lækkaði Iítið. Súrefnismeðferð var einnig hafin. Þrýstingur í lungnablóðrás fór hækk- andi, mæði jókst og lífsgæði héldu áfram að skerðast. Meðalþrýstingur í lungnablóðrás var 35 mmHg. Gerð var prófun á áhrifum lyfja á þrýstinginn í lungnablóðrásinni og þrýstingur lækkaði ekki þegar hann andaði að sér köfnunarefnisoxíði (nitric oxide, NO). Hins vegar kom fram marktæk lækkun á þrýst- ingi eftir gjöf 25 mg af síldenafíl um munn. Hafin var meðferð með sfldenafíl um munn og skammtur auk- inn í 50 mg þrisvar á dag. Tryggingastofnun tók ekki þátt í lyfjakostnaði en Pfizer á íslandi útvegaði sfld- enafíl sjúklingi að kostnaðarlausu. Nokkur árangur náðist, en hann var enn mæðinn og með skert göngu- þol. Síðan er reynd meðferð með bósentan um munn með góðum áhrifum á lungnaþrýsting, mæði og göngugetu. Mynd 1 sýnir hvernig gönguþol jókst með lyfjagjöf. Fram kom væg hækkun á lifrarensímum sem gekk yfir án breytinga á lyfjaskömmtun. Mynd 1. Aukið gönguþol hjá sjúklingi I. Gönguþol eykst með gjöf síldenafíl og síðar bósentan. Sjúkratilfelli II Seinni sjúklingurinn er 60 ára gömul kona sem kom til skoðunar á Lungnadeild Landspítala vegna lungnaháþrýstings árið 2001. Hún hafði verið greind með lungnaháþrýsting af völdum segareks og með- ferð hafin með æöavíkkandi lyfinu hýdralazín auk blóðþynningar með warfaríni. Við eftirlit kom í ljós að meðalþrýstingur í lungnablóðrásinni var 62 mmHg. Tölvusneiðmynd af lungum sýndi ekki fram á blóðsega í miðlægum lungnaslagæðum. Svefnrann- sókn greindi ekki kæfisvefn en hún var með lága súr- efnismettun í svefni. Mæði var af NYHA flokki III. Gerð var prófun á áhrifum lyfja á þrýstinginn í lungnablóðrásinni og hún svaraði ekki epópróstenól í stigvaxandi skömmtum. Hins vegar kom fram marktæk lækkun á þrýstingi eftir gjöf 25 mg af sfldenaffl um munn. Hafin var meðferð með sfldena- ffl 25 mg um munn þrisvar á dag og súrefni að nætur- lagi. Við eftirlit þremur mánuðum síðar var mæði minni og þrýstingur lægri. Sex mánuðum seinna var þrýstingurinn hækkandi og síldenaffl var aukið í 50 mg þrisvar á dag um munn. Við eftirlit níu mánuðum seinna hafði lungnaslagæðaþrýstingur hækkað aftur og hún hafði vaxandi áreynslumæði og skerta göngu- N. 960 Læknablaðid 2003/89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.