Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.2003, Qupperneq 48

Læknablaðið - 15.12.2003, Qupperneq 48
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR LÍ Múlbundnír ríkísstarfsmenn? Réttarörygginu fórnað í frumvarpí ráðherra Sigurbjörn Sveinsson Úr setningarávarpi á málþingi Bandalags háskólamanna og Læknafélags íslands sem haldið var 20. nóvember síðastliðinn og bar heitið „Tjáningarfrelsi og faglegt sjálfstæði háskólamanna“. Höfundur er formaður LÍ. í pistlunum Af sjónarhóli stjórnar birta stjórnarmenn LI sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. Umræðuefni málþingsins er tjáningarfrelsi og fag- legt sjálfstæði háskólamanna. Við undirbúning þings- ins var hugmyndin sú að við ræddum þann rétt sem talinn er gilda í landinu og varinn er af 73. gr. stjóm- arskrárinnar, og þær takmarkanir sem háskólamenn og opinberir starfsmenn þurfa hugsanlega að sætta sig við á þeim rétti. Um þetta hefur umboðsmaður Alþingis meðal annars sagt: Almennt má því ganga út frá því að sé ríkisstarfs- manni heimilt að tjá tilteknar skoðanir með ákveðn- um hætti sé ólögmætt að beita hann stjórnsýsluviður- lögum eins og áminningu með tilvísun til þeirrar tján- ingar. Þær skorður sem Alþingi eru settar af stjórnar- skrá gilda einnig fyrir stjórnvöld og við setningu stjórnvaldsfyrirmæla og töku stjómvaldsákvarðana. Nú hafa þau tíðindi gerst að ríkisstjórn Islands hefur ákveðið að létta þessum stjórnarskrárbundnu skorðum af stjórnendum hins opinbera þegar kemur að starfsmannamálum. Petta gerir ríkisstjórnin með því að ætla að afnema skyldu til að gefa starfsmönn- um kost á að tjá sig um ávirðingar í sinn garð og vera áminntir ef rök standa til þess. Verði þær breytingar á lögum sem lagt er til þurfa sljórnendur ekki að gefa upp ástæður uppsagnar né heldur fá starfsmenn tæki- færi til að bæta ráð sitt. Þannig geta stjórnendur kom- ist hjá því að virkja þá vernd sem felst í tjáningarfrels- isákvæði stjórnarskrárinnar ef tjáning er hin raun- verulega ástæða uppsagnar. Nú kann að vera að einhverjir hugsi sem svo að þessu sé eins háttað á hinum almenna vinnumarkaði. Því sé það rétt hjá fjármálaráðherra að í því laga- frumvarpi sem hann hefur lagt fram felist það eitt að verið sé að leggja það til að um starfsmenn ríkisins gildi sömu reglur um uppsagnir og ráðningar og fólk almennt í landinu. Eölismunur Þessa fullyrðingu þarf að skoða nánar því þeir sem halda slíku fram gera sér ekki grein fyrir þeim eðlis- mun sem er á almennum markaði og opinberum. Annars vegar er um það að ræða að allir starfs- menn, jafnt almennir sem opinberir, hafa sem þegnar landsins rétt til að tjá sig um meðferð opinbers valds og fjármuna. Það eru hins vegar eingöngu opinberir starfsmenn sem búa við það að taki þeir þátt í þjóðfé- lagslegri umræðu um meðferð opinbers valds og fjár- muna þá gætu þeir verið að fjalla um vinnuveitenda sinn - eða besta vin hans. Mislíki vinnuveitandanum skoðanir starfsmannsins þá getur hann, án frekari út- skýringa verði frumvarpið að lögum, sagt starfs- manninum upp. Hins vegar er rétt að skoða nánar hvort breyting- in, nái hún fram að ganga, sé raunverulega til þess fallin að jafna réttarstöðu starfsmanna ríkisins og fólks almennt í landinu hvað varðar uppsagnir og ráðningar. í lögum um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins eru lagðar mun meiri skyldur á opin- bera starfsmenn en almennt tíðkast á almenna mark- aðinum. Réttindin eru að sama skapi ekki meiri nema að opinberum starfsmönnum er tryggð ákveð- in formfesta og vernd gegn ómálefnalegum uppsögn- um. Skyldurnar eru meðal annars þær að opinberum starfsmönnum er lögskylt að rækja starf sitt vel, sinna leiðbeiningaskyldu, lögskylt að vinna tiltekna yfir- vinnu, gæta þagnarskyldu meðan lífsandinn er dreg- inn, hlíta breytingum á störfum og heimilt er að tak- marka atvinnufrelsi þeirra. Þessu skyldum fylgja vissulega nokkur réttindi. í lögunum er tryggt að opinberum starfsmönnum beri laun fyrir störf sín, þeim er tryggður réttur til upplýsinga um starfskjör sín, þeir eiga rétt á orlofi, rétt á launum í veikinda- forföllum og fæðingarorlofi og jafnvel sveigjanlegum vinnutíma. Þessi réttindi eru hins vegar ekki meiri en tíðkast á almennum vinnumarkaði og þykja sjálf- sögð. Fariö vel með húsbóndavaldið Þegar fjallað er um skerðingarfrumvarp ráðherra má ekki gleymast að formfesta og vernd opinberra starfsmanna sem í áminningarferlinu felst er ekki bara hugsuð fyrir þá sjálfa heldur er einnig verið að tryggja almenning fýrir því að opinberir starfsmenn séu ekki ofurseldir geðþóttaákvörðunum æðri stjórn- enda. Það er mikilvægt að opinberir starfsmenn, sem oft eru einu sérfræðingarnir á sumum sviðum, geti óhindrað tekið þátt í þjóðfélagsumræðu og dýpkað hana með sérfræðiþekkingu sinni. Því er nauðsynlegt að framkvæmdavaldið fari vel með húsbóndavald sitt og að opinberum starfsmönnum sé tryggt starfsör- yggi og óhlutdræg meðferð af hálfu vinnuveitanda. Það er því að sumu leyti, og ekki síst með tilvísun í efni þessa málþings, vond tilhugsun, bæði fyrir opin- bera starfsmenn og almenning, að lesa í greinargerð með skerðingarfrumvarpinu að stefnumörkunin sé meðal annars sú að auka valdsvið og ábyrgð for- 964 Læknablaðið 2003/89
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.