Læknablaðið - 15.12.2003, Síða 51
UMRÆÐA & FRÉTTIR / NÝR LEIÐTOGI HEIMILISLÆKNA
stofnana heilbrigðisþjónustunnar, netpóst og heima-
síðu, ný rekstrarform og kennslu og gæðaþróun.
Petta er nauðsynlegt að ræða svo við getum áttað
okkur betur á því hvað við viljum.
Félagið hefur lengi verið mjög virkt í fræðslu- og
símenntunarmálum heimilislækna. Það átti frum-
kvæði að því að koma á prófessorsstöðu í heimilis-
lækningum við Háskóla íslands 1991og greiddi hluta
af henni. Það vann að marklýsingu fyrir framhalds-
nám í heimilislækningum sem gefin var út 1995. Við
eigum líka skráningarkerfi fyrir símenntun. En eins
og ég sagði hefur félagið verið mjög upptekið af
kjaramálunum en nú ætlum við að breyta um áhersl-
ur. Það ríkir meiri bjartsýni nú meðal heimilislækna
en verið hefur í mörg ár.“
- En það hefur ýmislegt verið að gerast í kjara-
málunum. Þið voruð til dæmis að fara undan kjara-
nefnd og endurheimta samningsréttinn. Hvernig er
staðan í kjaramálunum?
„Það ríkir almenn ánægja með að við skulum
loksins vera komin með sambærileg laun og sérfræð-
ingar á sjúkrahúsum en það komst í gegn fyrir rúmu
ári. Það á hins vegar enn eftir að taka á réttindum
okkar. Við erum enn innan girðingar og getum bara
unnið á einum vinnustað, það er innan heilsugæsl-
unnar. Kerfi lækna utan heilsugæslunnar hefur verið
lokað í 15 ár og enginn komist inn í það. Yngstu
læknarnir sem starfa sjálfstætt eru komnir á sextugs-
aldur. Samt hefur ríkt miklu meiri friður um það
kerfi en heilsugæsluna og það segir sína sögu.“
Sjálfsagður valkostur
Viljayfirlýsingu ráðherra frá því fyrir réttu ári ber oft
á góma í máli heimilislækna enda telja þeir hana
skipta sköpum um framtíð greinarinnar. Um hana er
fjallað sérstaklega hér í opnunni en ég spurði Elín-
borgu hvaða augum heimilislæknar litu baráttuna
fyrir því að fá ráðherra til að standa við orð sín.
„Við lítum ekki á þessa baráttu fyrir leyfi til að
starfa sjálfstætt sem baráttu fyrir hærri launum. Slík
þjónusta á ekki að vera dýrari en sú sem veitt er á
heilsugæslustöðvunum. Þetta á að vera valkostur
fyrir heimilislækna því það hentar ekki öllum að
vinna í kerfi eins og heilsugæslunni. Innan stéttar-
innar ber töluvert á útbruna og menn hafa verið að
skipta yfir í aðrar sérgreinar. Menn gefast upp og
hluti af ástæðunni fyrir því er að þeim finnst þeir vera
bundnir á bás.
Reynsla kollega okkar á Norðurlöndum sýnir að
menn þrífast betur þar sem þeir hafa val um það
hvernig þeir haga vinnu sinni. í Danmörku starfa
heimilislæknar sjálfstætt, hafa sitt samlag og ráða
hvernig þeir starfa, og þar er starfsánægjan mest. í
Noregi var tekið upp nýtt kerfi sem byggir á því að
heimilislæknar geta valið hvernig þeir starfa og þar
hefur starfsánægjan aukist. “
- Þið eruð sem sagt ekki að biðja um leyfi til að
fara út og mjólka kerfið að vild?
„Nei, ef einhver er ólíklegur til þess þá er það
heimilislæknirinn," sagði Elínborg Bárðardóttir for-
maður FÍH.
Hvað líður viljayfirlýsingu
heilbrigðisráðherra?
Eins og fram kemur í viðtalinu við
Elínborgu var samþykkt ályktun á að-
alfundi FIH þar sem fundurinn lýsir
ánægju sinni með viljayfirlýsingu heil-
brigðisráðherra enda er það „skoðun
FÍH að slík uppbygging sé forsenda
þess að sérgreinin heimilislækningar
standi jafnfætis öðrum sérgreinum.
Aðalfundurinn mótmælir þeirri töf
sem orðið hefur á að samningavið-
ræður um þjónustu sjálfstætt starfandi
heimilislækna hefjist. Fundurinn telur
brýnt að strax verði gengið til samn-
ingaviðræðna þannig að trúverðug-
leiki viljayfirlýsingar heilbrigðisráð-
herra skaðist ekki.“
En hver er staðan í málinu núna að
mati Elínborgar?
„Eftir viljayfirlýsingu ráðherra skip-
aði LÍ - sem er okkar stéttarfélag -
samninganefnd og hún kom saman í
janúar. Hún fundaði með ráðuneytis-
mönnum í vor og þar var ákveðið að
nefndin setti fram kröfugerð í málinu.
Hún var lögð fram í ágúst og síðan hef-
ur ekkert gerst. Það hefur enginn talað
við þessa samninganefnd. Þess vegna
fórum við þrjú frá FÍH á fund ráðherra
um miðjan nóvember til að ýta á eftir
því að eitthvað gerðist í málinu. Þar
kom fram að ráðuneytismenn töldu sig
þurfa að bíða eftir úttekt heilsugæsl-
unnar á þörfinni fyrir heimilislækna.
Sú úttekt lá fyrir í september en samt
gerðist ekkert. Þeir töluðu líka um að
ekki væri til neitt fé á fjárlögum til að
semja um en við bentum þeim á að
samkomulagið hefði verið alveg óháð
því hvort til væru peningar eða ekki,
þetta væri réttlætismál sem brýnt væri
að vinna í. Lágmarkið væri að menn
ræddu saman.
Niðurstaðan varð sú að ráðherra
beindi því til samninganefndar sinnar
að halda fund með okkur. Vonandi
verður sá fundur haldinn fyrr en síðar
því ef ekkert gerist í málinu hljótum
við að velta því fyrir okkur hvort ráð-
herra hafi yfirleilt meint nokkuð með
þessari viljayfirlýsingu. Það er ekki
gott ef ekki er hægt að treysta orðum
ráðherra,“ sagði Elínborg.
Umræöur á alþingi
Þann 12. nóvember síðastliðinn, dag-
inn fyrir fund FÍH með ráðherra,
urðu nokkrar umræður um stöðu rnáls-
ins á alþingi þegar Margrét Frímanns-
dóttir spurði Jón Kristjánsson hvort
búið væri að semja við heimilislækna
um sjálfstæðan rekstur heilsugæslu-
stöðva og ef ekki, hvenær þess væri að
vænta.
f svari sínu rakti ráðherra gang
málsins með svipuðum hætti og Elín-
borg gerði hér að framan en greindi
einnig frá úttekt heilsugæslunnar á
þörfinni fyrir heimilislækningar á höf-
uðborgarsvæðinu. Þar kom fram að
þörf er fyrir 20-21 lækni í viðbót við
þá sem nú eru að störfum í heilsu-
gæslunni. Fyrirhugað er að bæta við
16 læknum á næstu árum - sex í
Kópavogi, fimm í nýrri stöð í Voga-
og Heimahverfi, þremur í Árbæ og
tveimur í Grafarvogi. Þá þarf að bæta
við fimm heimilislæknum og það er
væntanlega það sem ráðherra ætlar
að vinda sér í á næstunni.
Læknablaðið 2003/89 967