Læknablaðið - 15.12.2003, Page 53
UMRÆÐA & FRÉTTIR / STARFSUMHVERFI LÆKNA
refsað fyrir að benda ráðherranum ekki á að hann
væri að brjóta lög á fólkinu og fyrir að benda fólkinu
ekki á hver réttur þeirra væri.
I máli Bryndísar kom einnig fram að evrópskir
dómar hefðu breyst á tíunda áratugnum frá því að
vernda rétt ríkisins til þess að halda hlutum leyndum
fyrir almenningi yfir í að tryggja rétt manna til að
koma mikilvægum upplýsingum á framfæri við al-
menning.
Fundarmenn veltu einnig fyrir sér hvernig farið
væri að því að takmarka tjáningarfrelsi háskóla-
manna og komust að því að sjaldnast væri það gert
með beinum hætti. Hins vegar væru óbeinar hömlur
á tjáningarfrelsinu fjölbreyttar og útbreiddar. Kunnu
margir deiii á slíku, allt frá því að mönnum væri látið
skiljast að tiltekin sjónarmið væru ekki heppileg fyrir
starfsframann yfir í það að menn beittu áhrifum
sínum innan fjölmiðla til að koma í veg fyrir að
starfsmenn komi sjónarmiðum sínum á framfæri við
almenning.
Óánægjan kemur ekki á óvart
Hér er ekki rúm til þess að gera ráðstefnunni tæm-
andi skil en efni hennar mun eflaust síast inn í skrif
undirritaðs á næstunni. Hins vegar kom það ekki á
óvart eftir þessa ráðstefnu að fá í hendur skýrslu frá
Vinnueftirliti ríkisins um vinnu og vinnuumhverfi
lækna á Landspítalanum en það sem upp úr stendur
í henni er að tveir af hverjum þremur læknum eru
óánægðir með stjórn spítalans.
Skýrslan byggist á rannsókn sem gerð var með því
að leggja spurningar fyrir alla lækna Landspítalans.
Þótt skýrsluhöfundar bendi á að slæleg þátttaka ung-
lækna dragi nokkuð úr gildi könnunarinnar þá er
margt í niðurstöðum þeirra sem vert er að staldra
við. Skýrslan staðfestir það sem flestir vita: læknar
vinna langan vinnudag og karla lengri en konur.
Sumir vinna meira en aðrir og þannig vinnur fjórð-
ungur lækna meira en 60 stundir á viku að jafnaði
fyrir utan vaktir. Vinnuálag er mikið og það er „frem-
ur undantekning en regla að læknar LSH taki sér
eðlilega matartíma", eins og segir í skýrslunni.
Margir læknar kvarta yfir lélegri vinnuaðstöðu,
bæði til að sinna sjúklingum og ekki síður skrifstofu-
störfum. Einnig er kvartað yfir því að skipulag starfs-
ins sé ekki nægilega gott og að upplýsingaflæðið frá
stjórninni sé tregt. En þrátt fyrir vonda stjórn, mikið
vinnuálag og lélega vinnuaðstöðu eru flestir læknar
spítalans ánægðir í starfi og telja sig ráða vel við þau
verkefni sem því fylgja. Þeir telja sig almennt eiga
gott samstarf við aðrar starfsstéttir innan spítalans og
segja að þar ríki góður starfsandi. Þó töldu sjö af
hverjum tíu læknum „tvískiptingu stjórnunar í lækn-
ingar og hjúkrun ekki vera til góðs fyrir sjúklinga".
Átta af hverjum tíu töldu þátt lækna í stjórn spítalans
ekki nógu mikinn.
80
70-
60-
50
40
30-
20-
10-
0
Spurt um áhrif læknaráðs
á stjórnun Landspítala
76
61
13
Engin/ekkert
Lítil
Nokkur/nokkurt
Mikil
Aiger/algert
□ Hver eru núverandi áhrif læknaráðs á stjórnun Landspítala?
■ Hvert á hlutverk læknaráðs að vera í stjórnun Landspítala?
80
70
60
50
40'
30
20
10'
0'
Attu kost á að hafa áhrif á mikilvægar
ákvarðanir sem varða starf þitt og
starfsumhverfi?
31
24
10
22
13
Mjög oft
eða alltaf
Frekar oft
Stundum
Frekar
sjaldan
Mjög sjaldan
eða aldrei
80
70
60
50
40
30
20
10
0
Væri hægt að bæta eða auka vinnuframlag þitt
með betra skipulagi vinnunnar?
35
10
27
20
Alls ekki
Lítillega Nokkuð Mikiö Mjög mikið
Skýrsluhöfundum kom á óvart „hve sjálfræði í
starfi er takmarkað að mati sérfræðinga og aðstoðar-
lækna og hluta yfirmanna". Niðurstaða þeirra er sú
að þessi útbreidda óánægja meðal lækna sé áhyggju-
efni „þar sem verulegur hluti starfsmanna mælir ekki
með LSH sem vinnustað og er ekki tilbúinn til að
leggja á sig vinnu aukalega vegna vinnustaðarins ...
Því má telja eitt af brýnustu verkefnum stjórnenda
LSH að glæða áhuga lækna á vinnustaðnum enn
frekar og hrinda úr vör aðgerðum til þess að bæta
vinnuumhverfið og það með líðan starfsfólksins."
Skýrsla Vinnueftirlitsins er allnokkur að vöxtum
og hana má finna á heimasíðu LÍ á slóðinni www.
lis. is/AT.asp ?action=Viewltem&atID=l 70
Myndirnar hér að ofan
sýna viðhorf lœkna sem
þátt tóku í könnun Vinnu-
eftirlitsins til þess hve mikil
- eða lítil - áhrif læknar
hafa á starfsumhverfi sitt.
Læknablaðið 2003/89 969