Læknablaðið - 15.12.2003, Qupperneq 59
UMRÆÐA & FRÉTTIR / STEFNUMÓTUN CPME ■
telur að ein leið til þess sé að beita eftirfarandi megin-
reglum:
1. Heilbrigðisþjónusta verður að tryggja starfs-
mönnum sínum sama aðgang að heilbrigðis-
kerfinu og almenningi.
2. Öllum sjúklingum þurfa á meðferð að halda er
trúnaður mikilvægur, en sérstaklega þarf að
huga að trúnaði gagnvart heilbrigðisstarfsfólki
sem nýtur meðferðar, einkum þegar um geð-
sjúkdóma er að ræða eða ávana/fíkn því þeim
fylgja enn fordómar.
3. Koma þarf á fót nægri þjónustu bæði á sérhæfð-
um göngudeildum og inni á sjúkrahúsum til þess
að fagfólk fái viðeigandi meðferð undir réttum
kringumstæðum og njóti algjörs trúnaðar, sér-
hæfðrar sálfræðiþjónustu og læknisþjónustu,
stutt sé við velferð fjölskyldunnar, séð fyrir iðju-
þjálfun og lögfræðiaðstoð til þess að þeir geti
þjálfað sig aftur í fagi sínu með aðstoð, eftirliti
og mati á frammistöðu.
4. Læknafélögin svo og önnur samtök lækna eða
annars fagfólks í heilbrigðisþjónustu ættu að
leika lykilhlutverk í því að skipuleggja, reka og
stýra gæðum þeirra meðferðarprógramma sem
sett verða af stað.
5. Það er nauðsynlegt að grípa til þessara úrræða
til að bæta heilsu lækna og annarra heilbrigðis-
starfsmanna, en einnig til að auka gæði heil-
brigðisþjónustu og sér í lagi að verja heilsu al-
mennings.
6. Vegna þess að markmiðið er að auka gæði heil-
brigðisþjónustu og verja heilsu almennings er
eðlileg að verkefnið sé fjármagnað af opinber-
um aðilum.
7. Prógrömmin þurfa að stuðla að forvörnum og
leitast við að skapa öllum heilbrigðisstarfsmönn-
um, hvort sem þeir eru veikir eða ekki, ákjós-
anlegar aðstæður til að takast á við vandamálin
svo greina megi þau eins snemma og kostur er
og á sem áhrifaríkastan hátt.
8. Þróa verður rannsóknastarf, sérstaklega við-
víkjandi geðheilsu lækna og starfsaðstöðu
þeirra.
9. Sinna þarf heilsu lækna bæði á einstaklings-
grunni og gegnum samtök þeirra, og leggja sér-
staka áherslu á geðheilsu.
10. Til að ná ofangreindum markmiðum þarf að
setja á stofn nefnd til þess að hjálpa veikum
læknum, fela henni að starfa stöðugt og í sam-
ræmi við gildandi siðareglur.
Stefna Samtaka evrópskra lækna í málefnum
lækna með geðræn vandamál og/eða ávana- og fíkni-
efnavanda var samþykkt á fundi í Brussel 30. ágúst sl.
fyrir tilstilli danska læknafélagsins. Ég vil hér með
hvetja stjórn Læknafélags Islands til að gera stefnu
samtakanna að sinni og leita leiða til að rétta íslensku
heilbrigðisstarfsfólki sem býr við umræddan vanda
hjálparhönd í samstarfi við landlækni og heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytið.
Ráðstefna á aldarafmæli
Jóns Steffensen
Eftir rúmt ár, eða þann 15. febrúar
2005, verða liðin eitt hundrað ár frá fæð-
ingu Jóns Steffensen læknis og fyrrum pró-
fessors við læknadeild Háskóla Islands.
Jón var afkastamikill fræðimaður á mörg-
um sviðum og lét eftir sig merk ritverk um
heilbrigðismál, sögu læknisfræðinnar, upp-
haf landnáms á íslandi, mannfræði íslands
og íslensk fomrit, svo fátt eitt sé nefnt. Jón
ánafnaði Háskólabókasafni og Þjóðminja-
safni eignir sínar, bækur og handrit í því
skyni að auðvelda rannsóknir á þeim svið-
um sem áhugi hans hafði beinst að.
Það þykir því við hæfi að efna til ráð-
stefnu í minningu hans og verður hún
haldin 18. og 19. febrúar 2005. Að ráð-
stefnunni standa læknasamtökin, Þjóðar-
bókhlaða, Þjóðminjasafn, Hollvinasamtök
læknadeildar, læknadeild og mannfræði-
og þjóðfræðiskor Háskóla íslands. Ætlun-
in er að hún endurspegli fjölbreytnina í
rannsóknum Jóns og verða því haldin
mörg stutt erindi um þau viðfangsefni sem
honum voru hugleikin. Verða þau síðan
gefin út á prenti.
í Þjóðdeild Landsbókasafns fslands-
Háskólabókasafns í kjallara Þjóðarbók-
hlöðu eru bækur Jóns, tímarit, bréf, hand-
rit og fleiri munir varðveittir í sérsafni sem
við hann er kennl. Hefur verið unnið að
því að gera safn hans aðgengilegt fræði-
mönnum og almenningi og verður nánar
greint frá því hér í blaðinu eftir áramót.
Þeir læknar sem hafa hug á að flytja
erindi á ráðstefnunni eru beðnir að senda
titil og sluttan útdrátt (um það bil 100 orð)
til Tómasar Zoéga, Viðjugerði 8, 108
Reykjavík fyrir 15. janúar 2004.
Læknablaðið 2003/89 975