Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 63

Læknablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 63
UMRÆÐA & FRÉTTIR / I N N F L U T N I N G U R SJÚKLINGA / Ll skipar starfshóp um innflutning sjúklinga Eins og greint var frá í síðasta Læknablaði varpaði Berglind Ásgeirsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri OECD fram þeirri hugmynd á Lýðheilsuþingi í haust að hægt væri að bjóða útlendingum upp á ákveðna þjónustu hér á landi og skapa með því ný störf fyrir lækna. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra tók þess- ari hugmynd vel en sagði að frumkvæði að útfærslu hennar yrði að koma frá læknum. Nú hefur Læknafélag Islands tekið þau Berglind og Jón á orðinu og skipað starfshóp „um útflutning heilbrigðisþjónustu með innflutningi sjúklinga“. í samþykkt stjórnar LÍ frá 28. október er hlutverk hópsins skilgreint þannig að hópnum sé ætlað að „velta upp öllum hugsanlegum verkefnum, þar sem útlendingum er á markaði boðin læknishjálp á íslandi gegn greiðslu og - greina lauslega mannaflaþörf og annan kostn- að, - gera grein fyrir fyrirliggjandi vinnuafli og að- stöðu, - athuga hverjir aðrir en læknar gætu verið þátt- takendur í verkefninu, - mæla fyrir um hvaða breytingar þyrfti að gera á starfsumhverfi lækna með tilliti til laga og reglu- gerða, - meta hugsanleg áhrif á þá lögbundnu heil- brigðisþjónustu sem veitt er hér á landi, - meta hvort þörf er á „fríhöfn" og - draga fram hugsanlega fjármögnunaraðila." Hópurinn á einnig að raða verkefnum niður eftir fysiieika og útfæra nánar dæmi, til dæmis með gerð viðskiptaáætlana, í því skyni að auðvelda frekari ákvarðanir um þróun verkefnisins. Loks á hópurinn að gera tillögur um frekari aðgerðir LÍ þessu málefni til framdráttar. Margþætt verkefni Formaður starfshópsins er Þórður Sverrisson en auk hans eru í hópnum Birna Jónsdóttir, Guðmundur Þorgeirsson, Sigurður Ásgeir Kristinsson og Þórður Óskarsson. Ritari hópsins er Gunnar Ármannsson framkvæmdastjóri LI. Auk þess skipar stjórnin þá Sigurð E. Sigurðsson, Guðna H. Arinbjarnar og Ingvar Þóroddsson á Akureyri til þess að gera sér- staka úttekt á möguleikum Akureyrarsvæðisins í þessu verkefni. Stjórnin ákvað að LÍ skuli standa straum af öllum kostnaði við þetta verkefni. Hún bendir á að auk læknisfræðilegra þátta þurfi að kanna lagalegar, þjóð- hagfræðilegar, heilsuhagfræðilegar, rekstrarfræðileg- ar og markaðsfræðilegar hliðar verkefnisins. „Til greina kemur að færa háskólakennurum og stúdent- um hluta verkefnisins sem raunhæft kennsluverk- efni,“ segir í samþykkt stjórnarinnar. Starfshópurinn á að skila áfangaskýrslu til stjórnar LÍ fyrir 1. júm'2004. Hvað telst „óbærileg" töf vera löng? Árið 1998 felldi Evrópudómstóllinn fyrsta úrskurðinn af mörgum sem heimila fólki að leita læknisþjónustu í öðrum löndum ef bið eftir henni í heimalandinu verður „óbærilega“ löng („undue delay“ á ensku). Heil- brigðisþjónusta er hins vegar undan- þegin regluverki Evrópusambandsins og á ábyrgð hverrar ríkisstjórnar. Forysta ESB og ríkisstjórnir aðildar- iandanna hafa því staðið í ströngu við að koma einhverju skipulagi á það hvernig fólk getur sótt þennan lög- varða rétt sinn. Eftir að fyrstu dómarnir féllu hef- ur Evrópudómstóllinn fellt fleiri úr- skurði þar sem réttur almennings er skilgreindur nánar. Því hefur verið slegið föstu að aðildarlöndin (þar með talið Island vegna EES-aðildar- innar) geti krafist þess að sjúklingar leiti fyrst eftir heimild til þess að leita þjónustu í öðru landi. Hins vegar er stjórnvöldum ekki stætt á að hafna slíkri beiðni nema þjónustan sé fyrir hendi í heimalandinu án „óbærilegr- ar“ tafar. Það sem hefur vafist fyrir stjórnvöldum og embættismönnum ESB er að skilgreina hvað teljisl vera „óbærilegt" í þessu samhengi. Nú hefur verið skipaður starfs- hópur á vegum framkvæmdastjórnar ESB sem í eiga sæti nokkrir heil- brigðisráðherrar í álfunni. Hópurinn á að ræða ýmsar hliðar þessa máls, svo sem samstarf Evrópuríkja þvert á landamæri, upplýsingagjöf til sjúk- linga, heilbrigðisstarfsmanna og for- ystumanna í heilbrigðismálum, að- gang að þjónustu og gæði hennar og loks samræmingu á skuldbindingum Evrópuríkja. Reyndar bættu nefnd- armenn sjálfir við tveimur umræðu- efnum: hreyfanleika heilbrigðis- starfsmanna og sjúklinga og áhrifum stækkunar ESB til austurs. Hópurinn á að skila áliti 8. desem- ber og er búist við tillögum í allt að 20 liðum. Skýrslan verður rædd í fram- kvæmdastjórninni og aðildarríkjun- um fram á vor og hún verður áreiðan- lega ofarlega á baugi fundar heil- brigðisráðherra ESB sem haldinn verður í maí. Meðan skriffinnarnir athuga sinn gang er hins vegar margt að gerast og sjúklingar leita í vaxandi mæli út fyrir landamæri eftir heilbrigðisþjónustu. Þetta á ekki hvað síst við um lönd sem deila landamærum á meginlendi álfunnar, lönd eins og Frakkland, Þýskaland, Belgía og Holland en á Norðurlöndum hafa sjúkrahús brugð- ist við með því að sérhæfa sig á til- teknum sviðum í því skyni að geta náð til sín sjúklingum utan upptöku- svæðis síns. Með því móti geta þau fjölgað aðgerðum og réttlætt fjárfest- ingar í dýrum og sérhæfðum tækja- búnaði. Þá hafa bresk heilbrigðisyfirvöld gert samning við belgísk stjómvöld um að þau síðamefndu taki sjúklinga til meðferðar gegn gjaldi sem tekur mið af aðstæðum í Belgíu. Mörg önnur ríki íhuga nú að gera slíka samninga. (Byggt á frétt úr tlie Parliament magazine, 17. nóvember 2003) Læknablaðið 2003/89 979
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.