Læknablaðið - 15.12.2003, Page 65
UMRÆÐA & FRÉTTIR / MÆLANLEG VfSINDI
Pálsson nýrnalæknir á Landspítalanum flutti á Heil-
brigðisþingi nú í nóvember. Hann vitnaði í úttektir
sem gerðar hafa verið á vegum Institute for Scientific
Information á vísindastarfsemi eftir löndum.
Stofnunin mældi vísindalega virkni einstakra landa
innan OECD á árabilinu 1981-1999 með því að telja
fjölda birtra greina og tilvitnanir í þær. Þá kom í ljós
að íslendingar voru efstir á blaði í þremur greinum:
klínískri læknisfræði, jarðvísindum og hugvísindum.
Önnur úttekt mældi meðalfjölda tilvitnana í birtar
greinar um klíníska læknisfræði á árunum 1994-1998
og þar tróndu íslenskir læknar á toppnum með tæp-
lega sjö tilvitnanir en bandarískir læknar voru næstir
með innan við sex tilvitnanir og meðaltal allra 170
landanna sem úttektin náði til var rúmlega fjórar til-
vitnanir í hverja grein. A sviði erfðafræði og sam-
eindalíffræði var árangur íslenskra vísindamanna ekki
eins mikill því þar voru þeir rétt undir meðaltali allra
landanna.
Það hefur hlaupið mikill vöxtur í íslenskar vísinda-
rannsóknir undanfarna áratugi eins og öllum er kunn-
ugt og í tölum sem Runólfur birti kom þessi vöxtur
berlega í ljós. Þær sýndu fjölda birtra greina um klín-
íska læknisfræði og erfðafræði og sameindalíffræði
miðað við höfðatölu á árabilinu 1981-1998. Þar kemur
fram að árið 1981 voru íslenskir vísindamenn ekki
hálfdrættingar kollega sinna í 22 OECD-ríkjum. Árið
1998 hafði þetta snúist við: íslenskir vísindamenn
birtu að meðaltali 50-65% fleiri greinar miðað við
höfðatölu en kollegar þeirra í 22 OECD-löndum.
Heimild
1. Sample I. The giants of science/A triumph of the mundane.
The Guardian, London 25.09.2003 (G2): 12-4.
Mynd 1. Birting greina íslenskra vísindamanna í viðurkenndum vísindatímaritum árið
2001 eftir fagsviðum.
Mynd 2. Fjöldi birtra
greina um klíníska lœknis-
frœði á hverja milljón íbúa
á íslandi og meðaltal 22
OECD-ríkja.
Mynd 3. Meðaltalsfjöldi tilvitnana í hverja vísindagrein um klíníska lœknisfrœði árin
1994-1998.
Stjórn LÍ ályktar um stöðu barna- og unglingageðlækninga
Á stjómarfundi LÍ þann 11. nóvember urðu nokkrar umræður um
stöðu barna- og unglingageðlækninga eftir að stjórnarmenn höfðu
hlýtt á frásögn Helgu Hannesdóttur af fundi Evrópusamtaka í
barna- og unglingageðlækningum sem haldinn var í París í lok
september. Að umræðum loknum ályktaði stjórnin um stöðu sér-
greinarinnar og sendi Félagi íslenskra barna- og unglingageðlækna
bréf þar sem segir:
Stjóm LÍ sýnist
- að efla þurfi sjálfstæði barna- og unglingageðlækninga innan
Landspítala,
- að sérgrein þessa þurfi að efla innan læknadeildar HÍ með
sérstökum kennarastóli í faginu,
- að brýn þörf sé fyrir fleiri sérfræðinga í þessari grein hér á
landi.
Stjórn LÍ vill taka það fram að hún er tilbúin að veita Félagi ís-
lenskra barna- og unglingageðlækna þann stuðning sem henni er
fært, ef eftir verður óskað.
Læknablaðið 2003/89 981