Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2003, Síða 65

Læknablaðið - 15.12.2003, Síða 65
UMRÆÐA & FRÉTTIR / MÆLANLEG VfSINDI Pálsson nýrnalæknir á Landspítalanum flutti á Heil- brigðisþingi nú í nóvember. Hann vitnaði í úttektir sem gerðar hafa verið á vegum Institute for Scientific Information á vísindastarfsemi eftir löndum. Stofnunin mældi vísindalega virkni einstakra landa innan OECD á árabilinu 1981-1999 með því að telja fjölda birtra greina og tilvitnanir í þær. Þá kom í ljós að íslendingar voru efstir á blaði í þremur greinum: klínískri læknisfræði, jarðvísindum og hugvísindum. Önnur úttekt mældi meðalfjölda tilvitnana í birtar greinar um klíníska læknisfræði á árunum 1994-1998 og þar tróndu íslenskir læknar á toppnum með tæp- lega sjö tilvitnanir en bandarískir læknar voru næstir með innan við sex tilvitnanir og meðaltal allra 170 landanna sem úttektin náði til var rúmlega fjórar til- vitnanir í hverja grein. A sviði erfðafræði og sam- eindalíffræði var árangur íslenskra vísindamanna ekki eins mikill því þar voru þeir rétt undir meðaltali allra landanna. Það hefur hlaupið mikill vöxtur í íslenskar vísinda- rannsóknir undanfarna áratugi eins og öllum er kunn- ugt og í tölum sem Runólfur birti kom þessi vöxtur berlega í ljós. Þær sýndu fjölda birtra greina um klín- íska læknisfræði og erfðafræði og sameindalíffræði miðað við höfðatölu á árabilinu 1981-1998. Þar kemur fram að árið 1981 voru íslenskir vísindamenn ekki hálfdrættingar kollega sinna í 22 OECD-ríkjum. Árið 1998 hafði þetta snúist við: íslenskir vísindamenn birtu að meðaltali 50-65% fleiri greinar miðað við höfðatölu en kollegar þeirra í 22 OECD-löndum. Heimild 1. Sample I. The giants of science/A triumph of the mundane. The Guardian, London 25.09.2003 (G2): 12-4. Mynd 1. Birting greina íslenskra vísindamanna í viðurkenndum vísindatímaritum árið 2001 eftir fagsviðum. Mynd 2. Fjöldi birtra greina um klíníska lœknis- frœði á hverja milljón íbúa á íslandi og meðaltal 22 OECD-ríkja. Mynd 3. Meðaltalsfjöldi tilvitnana í hverja vísindagrein um klíníska lœknisfrœði árin 1994-1998. Stjórn LÍ ályktar um stöðu barna- og unglingageðlækninga Á stjómarfundi LÍ þann 11. nóvember urðu nokkrar umræður um stöðu barna- og unglingageðlækninga eftir að stjórnarmenn höfðu hlýtt á frásögn Helgu Hannesdóttur af fundi Evrópusamtaka í barna- og unglingageðlækningum sem haldinn var í París í lok september. Að umræðum loknum ályktaði stjórnin um stöðu sér- greinarinnar og sendi Félagi íslenskra barna- og unglingageðlækna bréf þar sem segir: Stjóm LÍ sýnist - að efla þurfi sjálfstæði barna- og unglingageðlækninga innan Landspítala, - að sérgrein þessa þurfi að efla innan læknadeildar HÍ með sérstökum kennarastóli í faginu, - að brýn þörf sé fyrir fleiri sérfræðinga í þessari grein hér á landi. Stjórn LÍ vill taka það fram að hún er tilbúin að veita Félagi ís- lenskra barna- og unglingageðlækna þann stuðning sem henni er fært, ef eftir verður óskað. Læknablaðið 2003/89 981
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.