Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.2004, Page 36

Læknablaðið - 15.02.2004, Page 36
FRÆÐIGREINAR / AUGNLÆKNINGAR Mynd 2. Æðamynd (fluorescein angiography) afœðaœxli í sjónhimnu. Myndaröðin sýnir œðaœxl- ið fyrir (a) og tveimur mín- útum eftir (b) gjöf litarefnis í bláœð olnbogabótar þegar œxlið og aðliggjandi slag- œðlingur og bláœðlingur hafa fyllst aflitarefni. Mynd (c) er tekin eftir fjórar mínútur, er litarefnis- fyllingin nœr hámarki. Á síðustu myndinni (d) má sjá hvernig litarefnið liefur lekið út í aðliggjandi sjónhimnuvef og glerhlaup sjö mínútum eftir upphaf rannsóknar. plete penetrance) en í öðrum tilvikum er um að ræða stök sjúkdómstilvik án nokkurrar ættarsögu. Sjúk- dómurinn er gjarnan kallaður Von Hippel sjúkdómur þegar einungis er um að ræða æxli í augum, en Von Hippel-Lindau sjúkdómur er frekar notað yfir æða- æxli sem eru líka í heila og kviðarholi. 20% sjúklinga eru með æðaæxli í heila, sérstaklega í litla heila, med- ulla, pons og mænu. I kviðarholi má stundunr finna blöðrur í nýrum, brisi, lifur, eistnalyppum og eggja- stokkum. Nýrnafrumukrabbamein, heilahimnuæxli (meningionta) og krómfíklaæxli (pheochromocyt- oma) hafa einnig verið tengd við þennan sjúkdóm. Illkynja æðaæxli í litla heila (cerebellar hemagioblas- toma) og nýrnafrumukrabbamein eru algengustu dánarorsakirsjúklinga með von Hippel-Lindau sjúk- dóm (2). Æðamynd af sjónhimnu er gagnleg til greiningar. Tölvusneiðmyndir og segulómanir eru nauðsynlegar til að greina æxli utan augna (1). Helstu mismunagreiningar eru: Sjónukímfrumna- æxli (retinoblastoma). Stjarnfrumnaæxli (astrocyt- oma) í sjónhimnu. Sjálfvakin háræðavíkkun í sjón- himnu (idiopathic retinal telangiectasis - Coats’ dis- ease and Leber’s retinal aneurysms). Aunnin sjón- himnutrefja-/æða blóðæðaskemmd (acquired fibro- vascular retinal hemangiomatous lesion) (1). Æðaæxli í sjónhimnu stækkar gjarnan með tíman- um og hættir þá til að leka meira. I sumum tilvikum hefur leysimeðferð eða frystingu verið beitt til að draga úr stærð æðaæxlanna og minnka leka. Með- ferðin er hins vegar ekki hættulaus og getur í sumum tilvikum leitt til aukins leka og sjónhimnuloss. I ein- stökum tilvikum hafa æðaæxli í sjónhimnu horfið af sjálfu sér. Horfur með tilliti til sjónar ráðast af stað- setningu, fjölda og stærð æxlanna, vökvasöfnun undir eða innan sjónhimnu og bólgusvari þess vegna. Hægt er að takmarka stærð og afleiðingar flestra æðaæxla en einstaka augu verða blind af þessum sökum (1,2). Heimildir 1. Augsburger JJ, Bornfeld N, Correa ZMS. Hemangiomas of Retina. In: Yanoff M, Duker JS, editors. Ophthalmology. 2 ed: Mosby; 2003:1089-93. 2. Retina and vitreous. In: Basic and Clinical Science Course: American Academy of Ophthalmology; 2002. 132 Læknablaðið 2004/90

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.