Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.2004, Side 16

Læknablaðið - 15.03.2004, Side 16
FRÆÐIGREINAR / BRISKIRTILSB Ó L G A manna beinst að notagildi C-reactive protein (CRP) í blóði, en það hefur sýnt sig vera nothæft til að segja til um horfur. CRP gildi >210mg/L á fyrstu 4 dögum eftir innlögn eða >120mg/L á fyrstu viku gefur til kynna að um alvarlega briskirtilsbólgu sé að ræða í 80% sjúklinganna (15). Sjúklingar með há gildi við komu eru líklegri lil að deyja af völdum sjúkdómsins (5). Tilgangur þessarar framskyggnu rannsóknar var að kanna orsakir, alvarleika og dánartíðni sjúklinga með bráða briskirtilsbólgu á Landspítala Hringbraut og áætla nýgengi á Islandi. Efnivi&ur og a&ferðir Allir einstaklingar sem greindust með bráða briskirt- ilsbólgu á Landspítala við Hringbraut á tímabilinu 1. október 1998 til 30. september 1999 voru teknir með í rannsóknina. Rannsóknin var kynnt læknum á skurð- og lyflækningadeild sem gerðu rannsakendum viðvart ef nýtt tilfelli greindist. Meinefnafræðideild Landspítala lét rannsakendur vita af öllum hækkun- um á amýlasa og lípasa gildum og þeim sent til úr- lausnar. í lok rannsóknartímabilsins var farið yfir all- ar krufningar (4) á Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði lil finna þá sem höfðu ekki greinst með bráða briskirlilsbólgu fyrir andlát. Bráð briskirtilsbólga var skilgreind (1) sem kvið- verkir (2) samfara þrefaldri hækkun á efri normal- mörkum amýlasa eða lípasa (3). Tölvusneiðmynd ein sér var einnig talin greinandi fyrir bráða briskirtils- bólgu (14). Alvarleg briskirtilsbólga var skilgreind samkvæmt Allanta flokkuninni sem briskirtilsbólga og líffærabilun í einu eða fleiri kerfi eða briskirtils- bólga og samfara henni alvarlegir staðbundnir fylgi- kvillar eins og drep í kirtlinum (pancreatic necrosis), graftarpollur (abscess), eða sýndarblaðra (pseudo- cyst) samkvæmt tölvusneiðmynd (16). Allir sjúklingar með sögu um langvarandi (chronic) briskirtilsbólgu, skilgreind sem saga um langvarandi kviðverki og/eða kalkanir í briskirtli séð á tölvusneið- mynd, voru útilokaðir frá rannsókninni. Þeir sjúk- lingar sem komu oftar en einu sinni á rannsóknar- tímabilinu með bráða briskirtilsbólgu og höfðu þekkta orsök briskirtilsbólgunnar fóru aðeins einu sinni í gegnum rannsóknarferilinn. Rannsóknarferillinn byggðist upp af viðtali og rannsóknum. í viðtalsþættinum var rannsóknin kynnt og skriflegt samþykki sjúklings til þátttöku í rannsókninni fengið. Þá var tekin ýtarleg sjúkra- og heilsufarssaga með tilliti til hugsanlegra orsaka bris- kirtilsbólgunnar. Sérstök áhersla var lögð á áfengis og gallsteinasögu en einnig spurl um lyf, aðgerðir, ætt- arsögu og nýlegar sýkingar. CRP var mælt daglega og APACHE II, Ranson og Imrie stigun skráð. Innan 48 klukkustunda frá greiningu var gerð óm- skoðun af lifur, gallvegum og brisi og tölvusneið- mynd af efri hluta kviðar var framkvæmd til að stað- festa greininguna og til að meta ástand briskirtilsins samkvæmt Balthazar - Ranson stigunarkerfinu (17). Sami myndgreiningarlæknirinn stigaði alla sjúkling- ana. Holsjár- og röntgenmyndun af gallgöngum og brisgangi (Endoscopic retrograde cholangio- pancre- aticography, ERCP) var framkvæmd hjá þeim sjúk- lingum sem höfðu gallsteina eða brengluð lifrarpróf. Bráð briskirtilsbólga var talin orsökuð af gall- steinum ef gallsteinar fundust í gallblöðru eða gall- göngum við ómun eða ERCP. Bráð briskirtilsbólga var talin af völdum áfengis ef um áfengisneyslu hafði verið að ræða skömmu fýrir innlögn og þegar aðrar hugsanlegar orsakir höfðu verið útilokaðar. Ef ekki þótti líklegt að áfengi eða gallsteinar væru orsök briskirtilsbólgunnar voru aðrar orsakir taldar mögulegar ef um þekktan orsakavald var að ræða og ef að tímalegt samhengi var milli þess orsakavalds og upphaf briskirtilsbólgunnar. Ef orsök briskirtilsbólgunnar var ekki ljós eftir þennan rannsóknarferil voru eftirfarandi rannsóknir framkvæmdar: Mótefnamælingar fyrir enteroveirum, lifrarbólguveirum B og C, mycoplasma, cytomegalo- og Epstein Barr veirum. Serum gildi þríglyseríða og kalsíums var mælt og þungunarpróf framkvæmt. ERCP var framkvæmt í völdum tilfellum. Fengnar voru upplýsingar um fjölda innlagna af völdum bráðrar briskirtilsbólgu á rannsóknartímabil- inu frá Landspítala Fossvogi til að áætla nýgengi bris- kirtilsbólgu á Suðvesturlandi (skilgreint sem svæði póstnúmeranna 101-299). Til að meta nýgengi bráðr- ar briskirtilsbólgu var bæði reiknað nýgengi fyrir all- an hópinn og fyrir sjúklinga með fyrsta kast bráðrar briskirtilsbólgu en þeir sem áður höfðu fengið bráða briskirtilsbólgu voru útilokaðir. Skilgreindur íbúafjöldi Suðvesturlands á rann- sóknartímabilinu var fenginn frá Hagstofu Islands og var reiknaður sem meðaltal íbúafjölda þann 1. des- ember 1998 og 1. desember 1999. Siðanefnd Landspítala samþykkti rannsóknina og upplýst samþykki sjúklinga var fengið. Ni&urstöður Sjúklingar Fimmtíu sjúklingar, 27 karlar og 23 konur, greindust með bráða briskirtilsbólgu á Landspítala Hringbraut á rannsóknartímabilinu. Samþykktu allir sjúklingar þátttöku í rannsókninni. Aldursdreifing sjúklinga er sýnd í töflu I. Miðgildi aldurs var 60 ár (bil: 19-85), fyrir karlmenn 57 ár og konur 63 ár. Tólf sjúklingar (24%) höfðu áður fengið bráða briskirtilsbólgu. Sex sjúklingar lögðust inn oftar en einu sinni á rannsóknartímabilinu með bráða bris- kirtilsbólgu (tafla II). Af 50 sjúklingum bjuggu 42 (84%) á Suðvestur- landi, þar af 24 karlar og 18 konur. Flestir, eða 31, 212 Læknablaðið 2004/90

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.