Læknablaðið - 15.03.2004, Qupperneq 18
FRÆÐIGREINAR / BRISKIRTILSBÓLGA
í 14 (33%) af 43 tilvikum var tölvusneiðmynd
eðlileg þó klínísk greining bráðrar briskirtilsbólgu
lægi fyrir. Einn sjúklingur með 3 vikna sögu um kvið-
verki greindist á tölvusneiðmynd með bráða briskirt-
ilsbólgu en amýlasi og lípasi voru innan eðlilegra
marka.
Fylgikvillar og dánartíðni
Sjö sjúklingar fengu klínískt alvarlega briskirtils-
bólgu, fjórir sýndarblöðru og fjórir fengu alvarlegt
drep í briskirtilinn en einn þeirra fékk einnig sýndar-
blöðru. Af þeim sjúklingum sem fengu drep í bris-
kirtilinn létust tveir. Annar hinna látnu hafði bráða
briskirtilsbólgu af völdum gallsteina en hinn af völd-
um áfengis.
Dánartíðni þeirra sem fengu alvarlega briskirtils-
bólgu var samkvæmt APACHE II, Ranson, Imrie og
CRP 13%, 12%, 9% og 13%.
Umræöa
Þetta er ein af fáum framsýnum rannsóknum á bráðri
briskirtilsbólgu sem framkvæmd hefur verið þar sem
tilgangurinn var að finna orsakir og ákvarða alvar-
leika briskirtilsbólgunnar með því að nota klínísk og
myndgreiningar skilmerki.
Áætlað nýgengi fyrir fyrsta kast af bráðri briskirt-
ilsbólgu var 32,3 á hverja 100.000 íbúa á ári en 40,4 á
hverja 100.000 íbúa á ári ef þeir sem áður höfðu feng-
ið bráða briskirtilbólgu voru reiknaðir með. Þar sem
rannsóknin byggir á gögnum um þá sjúklinga sem
lagðir voru inn á tvö sjúkrahús á Suðvesturlandi
verður að líta á þetta nýgengi sem lágmarkstölur.
Engu að síður er nýgengið hærra þegar miðað er við
erlendar rannsóknir en áætlað nýgengi bráðrar bris-
kirtilsbólgu á Norðurlöndum er 23, 4 tilfelli á hverja
100.000 íbúa á ári fyrir fyrsta kast (1) en 26,8-41,6 á
hverja 100.000 íbúa á ári ef þeir sem koma endurtek-
ið inn eru reiknaðir með (1-3).
Skýringin á hærra nýgengi hérlendis getur verið
að rannsókn þessi er l'ramsýn með nákvæmari skrán-
ingu og greiningu vægari tilfella. Einnig getur verið
um að ræða tilhneigingu til aukningar bráðrar bris-
kirlilsbólgu eins og aðrir hafa lýst (18).
Gallsteinar og áfengi voru algengustu orsakirnar
(74%) og samrýmist það niðurstöðum annarra rann-
sókna þar sem gallsteinar og áfengi eru orsök bráðar
briskirtilsbólgu í 60-80% tilvika (1-4). Á sama hátt er
aldursdreifing og kynskipting sambærileg við aðrar
rannsóknir, flestir eru um sextugt og það eru fyrst og
fremst konur sem fá bráða briskirtilsbólgu sem er or-
sökuð af gallsteinum (7).
í flestum afturvirkum rannsóknum á orsökum
bráðar briskirtilsbólgu eru orsakirnar óþekktar í 10-
20% tilfella og aðrar orsakir eru um 10%. Þar sem
þessi rannsókn var framsýn greindust orsakir briskirt-
ilsbólgunnar betur en annars gerist og voru óþekktar
orsakir 2% og aðrar orsakir 24%. Svipuðum niður-
stöðum hefur verið lýst í öðrum framsýnum rann-
sóknum á bráðri briskirtilsbólgu (2, 7). Hafa verður
þann fyrirvara á öðrum mögulegum orsökum að ekki
er uni fullstaðfesta orsakavalda að ræða heldur mögu-
lega orsakavalda sem þekktir eru af því að geta or-
sakað bráða briskirtilsbólgu (18).
Tölvusneiðmynd var innan eðlilegra marka í 33%
tilvika. Ekki fannst samband milli Balthazar-Ranson
stigunar og alvarleika briskirtilsbólgunnar eða tíma-
lengd veikinda fyrir komu sjúklings á sjúkrahús. End-
urspeglar þetta þann fjölda sjúklinga sem voru með
vægan sjúkdóm og þá staðreynd að tölvusneiðmynd
var framkvæmd innan 48 klst frá komu sjúklings.
Samkvæmt rannsókn Ballhazar höfðu 10% sjúklinga
eðlilega tölvusneiðmynd við komu, en hjá 66 af 88
sjúklingum var tölvusneiðmynd framkvæmd innan
tveggja daga frá komu sjúklings (17).
Svo virðist sem alvarleikastiganir hafi ofmetið
alvarleika briskirtilsbólgunnar samanborið við klín-
íska mynd sjúklingsins, en stiganir geta verið hjálp-
legar og komið sér vel til að meta hvaða sjúklingar
hafi lilhneigingu til að fá alvarlega briskirtilsbólgu.
Fleiri sjúklingar voru með alvarlega briskirtilsbólgu
samkvæmt Imrie en APACHE II og Ranson (tafla
IV). Okkar mat er að hagkvæmara sé að nota
APACHE II við mat sjúklinga með bráða briskirtils-
bólgu en Ranson eða Imrie þar sem hægt er að fá nið-
urstöðu APACHE II samdægurs, meðan bíða þarf í
tvo sólarhringa eftir niðurstöðum Ranson eða Imrie.
CRP er auðvelt að nota til að meta alvarleika bris-
kirtilsbólgu og hefur verið mælt með því í að minnsta
kosti tveimur erlendum klínískum leiðbeiningum um
meðferð briskirtilsbólgu (14,19). í þessari rannsókn
var fjöldi sjúklinga með CRP >210mg/L fyrstu 4 daga
innlagnar eða >120mg/L á fyrstu viku innlagnar svip-
aður og fjöldi sjúklinga með APACHEII >9 og Ran-
son >3 (tafla IV). CRP virðist hafa gott forspárgildi
samanborið við önnur kerfi en þarfnast frekari rann-
sóknar (19).
Miðgildi legutíma í þessari rannsókn var átta dag-
ar, stystur fyrir áfengistengda briskirtilsbólgu og sjúk-
linga með væga briskirtilsbólgu samkvæmt alvar-
leikastigun. Það eru nokkrar rannsóknir sem hafa
sýnt að briskirtilsbólga orsökuð af áfengi er almennt
vægari en briskirtilsbólga af öðrum orsökum. Engin
rannsókn hefur áður lýst legutíma þessa hóps en að
öðru leyti er miðgildi legutíma sambærilegur (3).
Dánartíðnin var 4% sem er sambærileg við önnur
Norðurlönd (1-3, 6). Sjúklingarnir tveir sem léust
höfðu klínískt alvarlega briskirtilsbólgu. Dánartíðni
þeirra sem höfðu alvarlega briskirtilsbólgu sam-
kvæmt APACHE II, Ranson, Imrie og CRP var
13%, 12%, 9%, og 13%. Alvarleikastigun sem þessi
gerir samanburð við aðrar rannsóknir mögulega. Þrjár
rannsóknir hafa birt dánartíðni eftir stigun á alvar-
leika briskirtilsbólgunnar, annars vegar samkvæmt
214 Læknablaðið 2004/90