Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2004, Qupperneq 22

Læknablaðið - 15.03.2004, Qupperneq 22
FRÆÐIGREINAR / ÖLDRUNARÞJÓNUSTA Tafla I. Lýðfræðilegar og starfstengdar breytur hjá starfshópum kvenna í öldrunarþjónustunni (n= 1215). Staðalfrávik í svigum. Hjúkrunarfræöingar Sjúkraliöar Ófaglæröar Ræstitæknar Aörar Lýöfræöilegar breytur Meöalaldur** 46,7 (10,0) 45,6 (10,5) 43,0 (14,8) 46,3 (13,7) 46,6 (13,1) Meðalhæð* 167,4 (6,1) 166,2 (5,8) 165,9 (6,0) 164,4 (7,2) 165,3 (6,6) Meðallíkamsþyngd 72,4 (12,9) 71,3 (11,8) 70,0 (12,7) 71,1 (15,8) 71,0 (14,2) Hlutfallstölur (%) Skólamenntun Framhaldsmenntun í háskóla 14 1 1 0 2 Hjúskaparstaöa Gift 75,6 79,8 67,3 71,1 72,9 Einhleyp 8,1 9,2 19,5 15,5 14,3 Fráskilin 13,2 9,9 8,9 5,2 7,5 Ekkja 3,0 1,1 4,2 8,2 5,3 Vinnuumhverfi Þurrt loft** 29,5 19,6 22,5 25,0 37,0 Þungt loft** 24,0 16,0 22,0 19,7 35,1 Ólykt** 28,5 17,5 18,3 21,1 37,6 Þrengsli** 42,1 33,0 39,5 48,2 56,4 Lífshættir Stunda ekki reglubundna Itkamsrækt*** 13,8 13,0 25,0 31,6 23,7 Reykja*** 23,2 31,1 42,6 31,5 28,5 Nevta áfengis** 79,9 74,4 76,4 59,3 71,0 *p<0,01 **p<0,001, ***p<0,0001. ljós að vinnan var talin bæði andlega og líkamlega erfið en samt sjálfstæð og gefandi (9). í þeirri rann- sókn voru sjúkraliðar óánægðari í vinnunni en ófag- lærðar konur í umönnun (9). Rannsókn á nýgengi krabbameina hjá heilbrigðisstarfsmönnum í Finn- landi sýndi á hinn bóginn að hjúkrunarfræðingar voru í helmingi meiri hættu að fá brjóstakrabbamein en sjúkraliðar en hvítblæði og krabbamein í eitlum og lifur voru sjaldgæfari meðal sjúkraliða en hjúkrunar- fræðinga (10). Tengsl þjóðfélagslegrar stöðu og heilsu- fars eru því talsvert flókin. Hjúkrunarstörf eru almennt talin andlega erfið. Alþjóðavinnumálastofnunin hefur séð ástæðu til að gefa út leiðbeiningar um það hvernig unnt sé að draga úr streitu meðal hjúkrunarfræðinga (11). Vinnu- tengd streita þeirra tengist hjúkrun dauðvona sjúk- linga, samskiptum við annað starfsfólk, vanmætti að taka á tilfinningalegum viðbrögðunt sjúklinga og fjöl- skyldna þeirra, vinnuálags og fleira. Ætla má að álag af þessu tagi sé ekki minna hjá sjúkraliðum og ófag- lærðu fólki í umönnunarstörfum. Heilbrigðisþjónustan er flókið félagslegt kerfi sem er byggt upp eins og pýramídi þar sem starfsfólkið stendur ólíkt að vígi að því er varðar völd, mannvirð- ingar, laun og möguleika til að þroskast (12). Eftir því sem neðar dregur í pýramídanum lækka launin, virð- ingin og sjálfræðið. í öldrunarþjónustu í Svíþjóð reyndi hver starfshópur að afmarka sitt svæði og var annt um að sanna gildi sitt (12). Karasek og Theorell eru meðal þeirra sem hafa haldið því fram að álag í vinnu, sem stafar af togstreitu milli þess að gerðar séu miklar andlegar kröfur og að viðkomandi hafi lítið sjálfræði í vinnunni, leiði til andlegrar og líkamlegrar vanlíðanar (13). Samkvæmt þessu má búast við því að ólíkir starfshópar búi við mismunandi heilsu. í ljósi þessarar vitneskju var ákveðið að rannsaka mögulegt ójafnræði í vinnuálagi og líðan kvenna í öldrunarþjónustu og hvort einhverjir starfshópar gætu sérstaklega þurft á heilsuvernd að halda. Efniviður og aðferðir Við notuðum efnivið frá könnun á heilsufari, líðan og vinnuumhverfi starfsfólks í öldrunarþjónustu (14). Könnunin fór fram frá morgni 1. nóvember til morg- uns 2. nóvember 2000. Allir starfsmenn á öldrunar- deildum og öldrunarstofnunum á landinu, þar sem starfsmenn voru 10 eða fleiri, fengu spurningalista sem þeir voru beðnir að svara. Dreift var 1886 spurninga- listum með 84 spurningum. Vinnustaðirnir reyndust 62. Far sern rnargir útlendingar starfa í öldrunarþjón- ustu var spurningalistinn bæði á íslensku og ensku. Spurt var um lýðfræðileg atriði, líkamlegt álag og líkamsbeitingu, óþægindi frá hreyfi- og stoðkerfi, andlegt og félagslegt álag, lífshætti og heilsufar. Spurningarnar um líkamlegt álag og líkamsbeitingu byggðust á norrænum spurningalista (15) en spurn- ingarnar um andlegt og félagslegt álag voru sóttar í norræna spurningalistann um sálfélagslegt álag í vinnu (16). Aðrar spurningar voru fengnar úr ýmsunt spurningalistum en listinn í heild var í megindráttum sá sami og lagður hafði verið fyrir hjá starfsmönnum leikskóla í Reykjavík (17). Sérstökum starfmönnum á hverjum vinnustað var falið að dreifa spurningalist- 218 Læknablaðið 2004/90
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.