Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2004, Síða 31

Læknablaðið - 15.03.2004, Síða 31
FRÆÐIGREINAR / KRANSÆÐAVÍKKANIR Frumárangur kransæðavíkkana hjá sjúklingum með sykursýki á Islandi Ragnar Danielsen SÉRFRÆÐINGUR í LYF- LÆKNINGUM OG HJARTASJÚKDÓMUM Kristján Eyjólfsson SÉRFRÆÐINGUR í HJARTASJÚKDÓMUM Hjartadeild Landspítala Hringbraut. Fyrirspurnir og bréfaskrif: Ragnar Danielsen, Hjartadeild Landspítala Hringbraut, Reykjavík. ragnarda@lcindspitali. is Lykilorð: kransœðavíkkun, sykursýki, frumárangur, fylgikvillar. Ágrip Inngangur: Erlendar rannsóknir benda til þess að frumárangur kransæðavíkkana sé lakari hjá sykur- sjúkum en öðrum kransæðasjúklingum og fylgikvillar og endurþrengsli algengari. Því var gerður saman- burður á þessu hér á landi. Efniviður og aðferðir: Á árunum 1987-2002 voru gerðar 4435 kransæðavíkkanir, þar af 377 (8,5%) hjá sykursjúkum. Sjúkraskrár voru kannaðar afturvirkt með tilliti til klínískra þátta, frumárangurs kransæða- víkkunar, og fylgikvilla á sjúkrahúsi. Niðurstöður: Hlutfallsleg tíðni sykursjúkra sem fóru í kransæðavíkkunjókst á rannsóknartímabilinu úr5,7% í 10,6% (p=0,001). Hjá sykursjúkum í samanburði við sjúklinga án sykursýki var meðalaldur hærri (64 ± 10 á móti 62 ±10 ár; p=0,002) og konur voru hlutfallslega fleiri. Meðal sykursjúkra var tíðni háþrýstings, hækk- aðs kólesteróls og virkrar reyktóbaksfíknar hærri. Algengara var að sykursjúkir hefðu fyrri sögu um hjartadrep, opna hjáveituaðgerð, kransæðavíkkun, hvikula hjartaöng og þriggjaæða sjúkdóm. Klínísk endurþrengsli sem aftur þurftu víkkunaraðgerð voru ekki marktækt algengari hjá sjúklingum með sykur- sýki í samanburði við aðra (13,3% á móti 10,8%; p= 0,15). Frumárangur kransæðavíkkana var jafn góður hjá sjúklingum með og án sykursýki (93% á móti 92%). Þörf á bráðri hjáveituaðgerð eftir víkkun var sambærileg hjá hópunum, en meðal sykursjúkra var meira en þreföld hækkun á kreatínínkínasa-MB fá- tíðari. Hins vegar var dánartíðni í sjúkrahúslegu marktækt hærri hjá sykursjúkum en öðrum (1,1% á móti 0,3%; p=0,04). í fjölþáttagreiningu voru mark- tækir spáþættir fyrir dauða í sjúkrahúslegu: Bráð krans- æðavíkkun vegna ST-hækkunar hjartadreps, fjöldi þrengdra kransæða, sykursýki og aldur, en greind kólesterólhækkun var verndandi þáttur. Ályktun: Frumárangur kransæðavíkkana hér á landi er sambærilegur hjá sjúklingum með og án sykursýki. Fáir sjúklingar létust í kjölfar kransæðavíkkunar, en hjá sykursjúkum var dánartíðni í sjúkrahúslegu þó hærri en hjá öðrum sjúklingum. Inngangur Æðakölkunarsjúkdómar er algengir hjá sjúklingum með sykursýki og þeir fá oftar kransæðasjúkdóm og hjartadrep en einstaklingar sem ekki hafa sykursýki (1, 2). Langtímahorfur sjúklinga með greinda sykur- sýki eru svipaðar og hjá þeim sem ekki hafa sykur- sýki en hafa fengið hjartaáfall og fylgikvillar og dán- ENGLISH SUMMARY Danielsen R, Eyjólfsson K Percutaneous coronary intervention in icelandic diabetic patients Læknablaðið 2004; 90: 227-32 Introduction: Several studies suggest that the primary success of percutaneous coronary intervention (PCI) is less in diabetic patients than others and that complica- tions and restenosis are more frequent. This was therefore assessed in icelandic diabetic patients. Methods: From 1987 to 2002 a total of 4435 PCI's were performed and of these 377 (8.5%) were in diabetic patients. The clinical background of the patients, primary success after PCI, and in-hospital complications, were retrospectively assessed. Results: The relative frequency of diabetics undergoing PCI increased significantly during the study period from 5.7% to 10.6% (p=0.001). In diabetic compared with non- diabetic patients, the mean age was higher (64 ± 10 versus 62 ± 10 years; p=0.002), and women were more frequent. Hypertension and hypercholesterolaemia were more common in the diabetics and a larger proportion of them were current smokers. Further more, diabetics more frequently had a previous history of myocardial infarction, coronary artery bypass surgery, PCI, unstable angina and triple-vessel disease. The overall use of stents was similar in the groups, as was PCI for clinical restenosis (13.3% versus 10.8%; p=0.15). The primary success rate was comparable in diabetics and non-diabetics (93% versus 92%). The need for acute coronary bypass post-PCI was similar in the groups, whereas diabetics more rarely had a three fold increase in creatinine kinase-MB values. Overall, in-hospital mortality was low (0.4%), but higher in diabetic than non-diabetic patients (1.1 % versus 0.3%; p=0.04). By multivariate analysis, significant independent predictors of in-hospital mortality were: Primary PCI for acute ST- elevation infarction, number of stenotic coronary vessels, diabetes and age, while the presence of hypercholester- olemia was an inverse predictor. Conclusion: The primary success rate for PCI is compa- rable in icelandic diabetic and non-diabetic patients. Al- though few patients died in hospital after PCI, the diabetic patients did have a higher in-hospital mortality rate. Key words: percutaneous coronary intervention, diabetes, primary success, complications. Correspondance: Ragnar Danielsen, ragnarda@landspitati.is arlíkur sykursjúkra eftir hjartadrep eru meiri en hjá öðrum (2, 3). Dauði í sjúkrahúslegu eftir opna hjá- veituaðgerð á kransæðum er algengari hjá sykursjúk- Læknablaðið 2004/90 227
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.