Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2004, Qupperneq 32

Læknablaðið - 15.03.2004, Qupperneq 32
FRÆÐIGREINAR / KRANSÆÐAVÍKKANIR Table I. Baseline characteristics of patients undergoing PCI. Diabetics n (%) Non-diabetics n<%) Total n (%) Number of patients 377 (8.5) 4058 (91.5) 4435 (100) Men 272 (72)* 3114 (77) 3386 (76) Age 65 years or older 182 (48)** 1680 (41) 1862 (42) Smoking history: Never 83 (22) 883 (22) 966 (22) Current 217 (58)* 2088 (51) 2305 (52) Previous 77 (20)** 1087 (27) 1164 (26) Hypertension 237 (63)*** 1667 (41) 1904 (43) Hypercholesterolemia 188 (50)** 1627 (40) 1815 (41) Previous myocardial infarct 190 (50)* 1797 (44) 1987 (45) Prior coronary bypass operation 59 (16)* 462 (11) 521 (12) Previous PCI 116 (31) 1063 (26) 1179 (27) Unstable angina pectoris 150 (40)* 1372 (34) 1522 (34) Prior thrombolytic therapy 39 (10) 549 (14) 588 (13) Coronary anatomy: 1-vessel disease 123 (33)** 1625 (40) 1748 (39) 2-vessels disease 134 (36) 1506 (37) 1640 (37) 3-vessels disease 120 (32)*** 927 (23) 1047 (24) Percutaneous coronary intervention = PCI. * = p <0.05, ** = p <0.01, *** = p <0.001. All other statistical comparisons are not significant. Ratio of diabetics (%) 12,0 -| 1987-1992 1993-1995 1996-1998 1999-2000 2001-2002 Study period (years) Figure 1. The increasing ratio of diabetics under- going percutaneous coro- nary intervention (PCI) in Iceland during the study period. (Linear trend: r=0.99, p=0.001). um og langtúnahorfur þeirra taldar verri en hjá sjúk- lingum sem ekki hafa sykursýki (4-6). Frumárangur kransæðavíkkana hjá sykursjúkum, með og án notk- unar stoðneta, hefur ýmist verið talinn verri eða svip- aður og hjá sjúklingum án sykursýki, en langtímaár- angur virðist í flestum uppgjörum lakari (7-10). Yms- ar rannsóknir hafa sýnt að hjá sykursjúkum virðist langtímaárangur hjáveituaðgerða betri en eftir krans- æðavíkkanir, áður en farið var að nota stoðnet, en með vaxandi notkun stoðneta hefur sá munur minnk- að og er nú svipaður hvað varðar lífshorfur (7,8). Al- gengi sykursýki fer vaxandi í heiminum og þar með fjöldi sykursjúkra með kransæðasjúkdóm sem mun þurfa á kransæðaviðgerð að halda (8). Tilgangur núverandi rannsóknar var að bera sam- an hérlendis frumárangur kransæðavíkkunaraðgerða, fylgikvilla og dauða í sjúkrahúslegu hjá sjúklingum með eða án sykursýki á árunum 1987-2002. Efnivióur og aöferðir Sjúkraskrár sjúklinga sem komið hafa til kransæða- víkkunaraðgerðar á Landspítala Hringbraut voru kannaðar afturvirkt frá árinu 1987, er víkkunarað- gerðir hófust, og út árið 2002. Á þessu tímabili voru gerðar alls 4435 kransæðavíkkanir, þar af 377 (8,5%) hjá sjúklingum með sykursýki. Eftirfarandi þættir voru kannaðir í sjúkraskrám: Aðalatriði úr sjúkra- sögu, klínískt ástand sjúklings og aðalábending fyrir aðgerð, upplýsingar um áhættuþætti, niðurstöður kransæðamyndatöku, tæknileg framkvæmd aðgerð- arinnar, árangur, fylgikvillar og öll dauðsföll í sjúkra- húslegu eftir kransæðavíkkun, aðgerðartengd sem önnur. Sýkursýki var talin staðfest ef hún var greind af lækni þegar sjúklingur kom til víkkunaraðgerðar eða í þeirri sjúkrahúslegu, en í uppgjöri er ekki greint á milli tegundar I eða II af sykursýki. í núverandi rannsókn voru bornir saman sjúklingar með eða án sykursýki á öllu tímabilinu. Rannsóknin er undirrann- sókn og framhald afturvirkrar könnunar um krans- æðavíkkanir á íslandi er áður hefur verið gerð og birt með samþykki fyrrverandi Tölvunefndar og Siða- nefndar Landspítala, og einnig tilkynnt Persónu- vemd (11). í þessu uppgjöri er fullnægjandi víkkunarárangur skilgreindur sem minni en 50% þvermálsþrengsli eftir aðgerð. Víkkun telst heppnuð að hluta ef fullnægj- andi árangur náðist á einum þrengslum, en 50% eða meiri þvermálsþrengsli eru áfram til staðar á öðrum víkkunarstað í sömu eða annarri æð. Ófullnægjandi víkkun telst aðgerð þar sem eftir eru 50% eða meiri þvermálsþrengsli. Endurþrengsli eru skilgreind sem 50% eða meiri þvermálsþrengsli við endurmat á þrengslum sem áður hafa verið fullnægjandi víkkuð. Eftir víkkunaraðgerð er klínískt hjartadrep staðfest ef hjartaenzým (kreatínkínasi (CK) og/eða CK-MB) hækka þrefalt eða meira frá viðmiðunargildi fyrir víkkun, og nýjar ST- breytingar og/eða Q-takkar þró- ast í hjartalínuriti borið saman við rit fyrir víkkun. í heildaruppgjöri eru skráðir allir sjúklingar sem áður höfðu fengið segaleysandi meðferð vegna krans- æðastíflu í dreptengdri æð sem síðar var víkkuð. Framkvæmd kransæðavíkkunar var skilgreind á eftirfarandi hátt: Valin (elective) ef sjúklingur var innkallaður til aðgerða; bráð (acute) ef hún var gerð sama dag og sjúklingur kom brátt á sjúkrahús (óháð því hvort sjúklingur var klínískt með hvikula hjartaöng eða ekki); hálfbráð (semiacute) ef hún var gerð í sömu sjúkrahúslegu; björgunarvíkkun (salvage PCI) ef síðasta meðferðarúrræði og hjáveituaðgerð ekki talin koma til greina; raðvfkkun (serial PCI) ef gerð var víkkun á mörgum þrengslum á mismunandi dögum; áhlaupsvíkkun (ad hoc) ef hún var gerð strax í kjölfar kransæðamyndatöku. Bráð kransæðavíkkun hjá sjúklingum með ST-hækkunar hjartadrep (primary PCI) var skráð sérstaklega. Tölfræðilegur samanburður milli hópa var gerður með kíkvaðrat prófi, Fisher’s nákvæmnisprófi, eða t- prófi eftir því sem við átti. Meðalgildi eru sýnd með 228 Læknablaðið 2004/90
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.