Læknablaðið - 15.03.2004, Qupperneq 32
FRÆÐIGREINAR / KRANSÆÐAVÍKKANIR
Table I. Baseline characteristics of patients undergoing PCI.
Diabetics n (%) Non-diabetics n<%) Total n (%)
Number of patients 377 (8.5) 4058 (91.5) 4435 (100)
Men 272 (72)* 3114 (77) 3386 (76)
Age 65 years or older 182 (48)** 1680 (41) 1862 (42)
Smoking history: Never 83 (22) 883 (22) 966 (22)
Current 217 (58)* 2088 (51) 2305 (52)
Previous 77 (20)** 1087 (27) 1164 (26)
Hypertension 237 (63)*** 1667 (41) 1904 (43)
Hypercholesterolemia 188 (50)** 1627 (40) 1815 (41)
Previous myocardial infarct 190 (50)* 1797 (44) 1987 (45)
Prior coronary bypass operation 59 (16)* 462 (11) 521 (12)
Previous PCI 116 (31) 1063 (26) 1179 (27)
Unstable angina pectoris 150 (40)* 1372 (34) 1522 (34)
Prior thrombolytic therapy 39 (10) 549 (14) 588 (13)
Coronary anatomy: 1-vessel disease 123 (33)** 1625 (40) 1748 (39)
2-vessels disease 134 (36) 1506 (37) 1640 (37)
3-vessels disease 120 (32)*** 927 (23) 1047 (24)
Percutaneous coronary intervention = PCI. * = p <0.05, ** = p <0.01, *** = p <0.001.
All other statistical comparisons are not significant.
Ratio of diabetics (%)
12,0 -|
1987-1992 1993-1995 1996-1998 1999-2000 2001-2002
Study period (years)
Figure 1. The increasing
ratio of diabetics under-
going percutaneous coro-
nary intervention (PCI) in
Iceland during the study
period. (Linear trend:
r=0.99, p=0.001).
um og langtúnahorfur þeirra taldar verri en hjá sjúk-
lingum sem ekki hafa sykursýki (4-6). Frumárangur
kransæðavíkkana hjá sykursjúkum, með og án notk-
unar stoðneta, hefur ýmist verið talinn verri eða svip-
aður og hjá sjúklingum án sykursýki, en langtímaár-
angur virðist í flestum uppgjörum lakari (7-10). Yms-
ar rannsóknir hafa sýnt að hjá sykursjúkum virðist
langtímaárangur hjáveituaðgerða betri en eftir krans-
æðavíkkanir, áður en farið var að nota stoðnet, en
með vaxandi notkun stoðneta hefur sá munur minnk-
að og er nú svipaður hvað varðar lífshorfur (7,8). Al-
gengi sykursýki fer vaxandi í heiminum og þar með
fjöldi sykursjúkra með kransæðasjúkdóm sem mun
þurfa á kransæðaviðgerð að halda (8).
Tilgangur núverandi rannsóknar var að bera sam-
an hérlendis frumárangur kransæðavíkkunaraðgerða,
fylgikvilla og dauða í sjúkrahúslegu hjá sjúklingum
með eða án sykursýki á árunum 1987-2002.
Efnivióur og aöferðir
Sjúkraskrár sjúklinga sem komið hafa til kransæða-
víkkunaraðgerðar á Landspítala Hringbraut voru
kannaðar afturvirkt frá árinu 1987, er víkkunarað-
gerðir hófust, og út árið 2002. Á þessu tímabili voru
gerðar alls 4435 kransæðavíkkanir, þar af 377 (8,5%)
hjá sjúklingum með sykursýki. Eftirfarandi þættir
voru kannaðir í sjúkraskrám: Aðalatriði úr sjúkra-
sögu, klínískt ástand sjúklings og aðalábending fyrir
aðgerð, upplýsingar um áhættuþætti, niðurstöður
kransæðamyndatöku, tæknileg framkvæmd aðgerð-
arinnar, árangur, fylgikvillar og öll dauðsföll í sjúkra-
húslegu eftir kransæðavíkkun, aðgerðartengd sem
önnur. Sýkursýki var talin staðfest ef hún var greind
af lækni þegar sjúklingur kom til víkkunaraðgerðar
eða í þeirri sjúkrahúslegu, en í uppgjöri er ekki greint
á milli tegundar I eða II af sykursýki. í núverandi
rannsókn voru bornir saman sjúklingar með eða án
sykursýki á öllu tímabilinu. Rannsóknin er undirrann-
sókn og framhald afturvirkrar könnunar um krans-
æðavíkkanir á íslandi er áður hefur verið gerð og birt
með samþykki fyrrverandi Tölvunefndar og Siða-
nefndar Landspítala, og einnig tilkynnt Persónu-
vemd (11).
í þessu uppgjöri er fullnægjandi víkkunarárangur
skilgreindur sem minni en 50% þvermálsþrengsli eftir
aðgerð. Víkkun telst heppnuð að hluta ef fullnægj-
andi árangur náðist á einum þrengslum, en 50% eða
meiri þvermálsþrengsli eru áfram til staðar á öðrum
víkkunarstað í sömu eða annarri æð. Ófullnægjandi
víkkun telst aðgerð þar sem eftir eru 50% eða meiri
þvermálsþrengsli. Endurþrengsli eru skilgreind sem
50% eða meiri þvermálsþrengsli við endurmat á
þrengslum sem áður hafa verið fullnægjandi víkkuð.
Eftir víkkunaraðgerð er klínískt hjartadrep staðfest
ef hjartaenzým (kreatínkínasi (CK) og/eða CK-MB)
hækka þrefalt eða meira frá viðmiðunargildi fyrir
víkkun, og nýjar ST- breytingar og/eða Q-takkar þró-
ast í hjartalínuriti borið saman við rit fyrir víkkun.
í heildaruppgjöri eru skráðir allir sjúklingar sem
áður höfðu fengið segaleysandi meðferð vegna krans-
æðastíflu í dreptengdri æð sem síðar var víkkuð.
Framkvæmd kransæðavíkkunar var skilgreind á
eftirfarandi hátt: Valin (elective) ef sjúklingur var
innkallaður til aðgerða; bráð (acute) ef hún var gerð
sama dag og sjúklingur kom brátt á sjúkrahús (óháð
því hvort sjúklingur var klínískt með hvikula
hjartaöng eða ekki); hálfbráð (semiacute) ef hún var
gerð í sömu sjúkrahúslegu; björgunarvíkkun
(salvage PCI) ef síðasta meðferðarúrræði og
hjáveituaðgerð ekki talin koma til greina; raðvfkkun
(serial PCI) ef gerð var víkkun á mörgum þrengslum
á mismunandi dögum; áhlaupsvíkkun (ad hoc) ef hún
var gerð strax í kjölfar kransæðamyndatöku. Bráð
kransæðavíkkun hjá sjúklingum með ST-hækkunar
hjartadrep (primary PCI) var skráð sérstaklega.
Tölfræðilegur samanburður milli hópa var gerður
með kíkvaðrat prófi, Fisher’s nákvæmnisprófi, eða t-
prófi eftir því sem við átti. Meðalgildi eru sýnd með
228 Læknablaðið 2004/90