Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2004, Page 42

Læknablaðið - 15.03.2004, Page 42
UMRÆÐA & FRÉTTIR / A F SJÓNARHÓLI STJÓRNAR Lf Framtíðarhorfur unglækna Bjarni Þór Eyvindsson Höfundur er formaður Félags ungra lækna og fulltrúi þess í stjórn LÍ. I pistlunum Af sjónarhóli stjórnar birta stjórnarmenn LI sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. Að undanförnu hafa verið miklar umræður um niðurskurð á Landspítala. Sem stærsti vinnustaður lækna á Islandi spilar hann stóran þátt í vinnuum- hverfi okkar og þeim möguleikum að starfa við lækn- ingar á Islandi. Auðvitað eru margir aðrir möguleik- ar, svo sem í heilsugæslu og sem sjálfstætt starfandi sérfræðingar. Hins vegar getur sú stefna sem Land- spítali hefur sett sér að stöðva allar nýráðningar og skera niður í kennslu og fræðslu sett framtíð margra unglækna í hættu. Svo ekki sé minnst á fjölskyldur og aðstandendur. Nú horfir svo við að mikil fjölgun hefur orðið á innrituðum læknanemum á Norðurlöndunum. Sem dæmi hafa Danir fjölgað 1. árs læknanemum úr tæp- lega 500 í tæplega 1000 á 7-8 árum. Sömu sögu er að segja í Svíþjóð og Noregi. Einnig hafa margir Norð- urlandabúar sótt læknisfræðimenntun til Þýskalands og Austur-Evrópu. Því eru menn að horfa upp á að innritaðir læknanemar á Norðurlöndunum eru tvö- falt fleiri en þeir voru fyrir 10 árum. Ákvörðun um þessa fjölgun er pólítísk. Orsökin er sú að illa hefur gengið að fá lækna til starfa í afskekktum héröðum. Pólítíska lausnin er því sú að fjölga læknum það mik- ið að það neyði menn í störf í útjaðrinum eða standa atvinnulausir ella. Á sama tíma hefur verið sótt að spítölum og fjárveitingar þeirra minnkaðar. Vandamál sem koma upp í kjölfarið er að spítalar hafa ekki þol til að taka við þessum fjölda útskrifaðra lækna. Einnig skapast vandamál við kennslu lækna- nema þar sem ekki eru til staðar sérfræðingar, deildir eða spítalar til að sinna klínískri kennslu. Framtíðin er því sú að bið er á því að menn komist í kandídats- nám og jafnvel sérnám. I Danmörku er nú þegar útlit fyrir það að 6-8 mánaða bið sé eftir því að komast í kandídatsnám. Þetta vandamál er þegar vel þekkt annars staðar í Evrópu, sérstaklega í Þýskalandi þar sem unglæknar fást til að vinna fyrir lítil sem engin laun bara til að komast að í sérfræðinám. Þessu fylgir að atvinnuleysi lækna er orðið þó nokkurt í Þýska- landi. Með stækkun Evrópusambandsins til austurs bætist við stór hópur unglækna sem sótt gæti til Norð- urlandanna og annarra Evrópuþjóða í leit að sér- fræðimenntun. Einnig hefur þrengt verulega að í Bandaríkjunum. Núverandi stjórnvöld hafa fækkað tækifærum erlendra stúdenta og lækna til framhalds- náms verulega. Atvinnumöguleikar eru einnig minni. I gegnum árin hafa margir íslenskir læknar sótt sérfræðinám sitt til Norðurlandanna. Einnig hefur verið vinsælt að mennta sig í Bandaríkjunum eða annars staðar í Evrópu. Mikið hefur reyndar verið unnið að því að stytta þann tíma sem læknar þurfa að vera erlendis með því að taka upp samninga um sér- fræðinám á Islandi. Þessari þróun ber að fagna og hvetja til frekari vinnu á þessu sviði. Með því að íslenskir læknar hafi sótt sérfræði- menntun sína erlendis hefur þó ríkið sparað sér gífur- legar ijárhæðir í kennslu og fræðslu unglækna. Nú er staðan hins vegar sú að framtíð sérfræði- menntunar erlendis stendur valtari fótum en oft áður. Erfiðara er að komast að vestanhafs og tækifæri í Evrópu munu minnka í kjölfar stækkunar Evrópu- sambandsins. Ef fram heldur sem horfir gæti einnig orðið erfitt að sækja til Norðurlandanna þar sem þau munu eiga í erfiðleikum með að fullmennta sína eigin lækna. Því tel ég það vera glapræði í þeirri niðurskurðar- umræðu sem er í gangi að ætla sér að skera verulega niður kennslu og fræðslu á Landspítala. Það hlýtur að verða krafa að læknar geti ef þeir vilja eða þurfa klár- að sérfræðinám sitt hérlendis. Því ætti Landspítali að vera í forsvari fyrir því að kennslugildi innan sjúkra- hússins yrðu efld og að sú þekking sem innan hans er sé sem best nýtt. Stjórnvöld verða einnig að gera sér grein fyrir því að þau geta ekki endalaust varpað ábyrgð á sérfræði- menntun lækna yfir á aðrar þjóðir. Ef íslendingar vilja halda uppi þeim gæðum sem búa í heilbrigðis- kerfinu í dag verða stjórnvöld að vera í forsvari en ekki í eftirdragi þegar kemur að menntun heilbrigðis- starfsfólks. 238 Læknablaðið 2004/90

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.