Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.2004, Side 44

Læknablaðið - 15.03.2004, Side 44
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRÁ LÆKNADÖGUM Frá Læknadögum Ofbeldi gegn börnum er algengt á íslandi Þröstur Haraldsson Spjallað saman í kaffihtéi á Læknadögum. Að morgni fimmtudags á Læknadögum ákvað blaðamaður Læknablaðsins að fylgjast með málþingi um ofbeldi gegn börnum og unglingum. Pangað hafði verið stefnt saman sex fyrirlesurum, þremur læknum, hjúkrunarfræðingi, mannfræðingi og félagsráðgjafa. I sameiningu tókst þeim að gefa áheyrendum skýra mynd af því ofbeldi sem unga kynslóðin sætir og um leið að eyða öllum hugsanlegum fyrirframgefnum skoðunum viðstaddra um að „svonalagað gerist ekki hér“. Guðrún Agnarsdóttir hóf málþingið með því að lýsa kynferðislegu ofbeldi sem ungt fólk verður fyrir eins og það birtist starfsfólki Neyðarmóttöku vegna nauðgunar á Landspítalanum. I máli hennar kom fram að ný barnalög sem sett voru fyrir nokkrum árum höfðu þau áhrif að lengja þann tíma sem börn eru börn. í stað þess að verða fullveðja við sextán ára aldur verða þau það ekki fyrr en átján ára. Þetta hef- ur heilmikil áhrif á starf þeirra sem sinna heilbrigðis- og félagsmálum. Guðrún birti tölur um fjölda þeirra sem leita til Neyðarmóttökunnar og eru 18 ára eða yngri. Undan- farinn áratug hafa þeir verið 37% af öllum þeim sem þangað leita. Arið 2003 komu alls 119 á Neyðarmót- tökuna, þar af 39 á aldrinum 12-18 ára, 38 stúlkur og einn piltur. Helmingurinn kom innan sólarhrings eftir árásina, fjórðungur innan viku en Ijórðungur síðar, þar af komu fimm meira en tveimur mánuðum eftir að atvikið átti sér stað. Af þessum 39 atvikum voru 30 flokkuð sem nauðgun, í tveim tilvikum var gerð tilraun til nauðg- unar og í fjórum tilvikum voru gerendur fleiri en einn. 31 þeirra sem komu þekktu gerandann og í helmingi tilvika gerðist atburðurinn á svæði geranda. Áfengi og lyf komu við sögu í miklum meirihluta mála og í rúmlega þriðjungi tilvika var fórnarlambið ofurölvi eða meðvitundarlaust vegna neyslu. Yfirleitt voru ekki miklir áverkar á fórnarlömbunum þótt undantekningar hafi verið frá því. Athyglisvert er hins vegar að einungis 19, eða tæpur helmingur fórn- arlambanna, kærðu verknaðinn til lögreglu. Ágeng tíska Guðrún dregur þær ályktanir af reynslu sinni af mót- töku ungra fórnarlamba kynferðislegs ofbeldis að það eigi sér rót í vaxandi taumleysi. „Okkur á Neyð- armóttökunni finnst að ofbeldi í nauðgunum sé orðið grófara. Pað eru fleiri hópnauðganir og hegðunin er grófari, ofbeldisfyllri og yfirvegaðri en áður. Stundum virðist sem hugmyndin að hópnauðguninni hafi verið fengin af myndbandi eða netinu og menn fari síðan og leiti sér að fórnarlambi,“ sagði hún. Guðrún vildi kenna greiðum aðgangi unglinga að hroðaklámi á netinu og víðar, að þeir fengju brengl- aða sýn á kynlíf, hlutverk sitt og samskipti kynjanna. Mörkin verða æ óljósari og hverfa „þannig að hefð- bundið siðgæði og gildi í uppeldi barna eiga undir högg að sækja gagnvart tísku sem er mjög ágeng og nærgöngul og reynir að breyta börnum í kynverur áður en þau verða fullþroska. Og í þessu taumleysi hins íslenska samtíma eru klamydíusýkingar útbreidd- ari en í nágrannalöndum okkar. Við á Neyðarmót- tökunni teljum þetta vera tnjög hættulega þróun sem við verðum sannarlega vör við í vaxandi mæli,“ sagði hún. Þessi sýn starfsfólksins á Neyðarmóttökunni rímar vel við þá mynd sem Dagbjört Ásgrímsdóttir mann- fræðingur dró upp af menningarheimi ungs fólks á íslandi. Fjölmiðlar og auglýsingar beinast stöðugt að yngri börnum sagði hún og nefndi sem dæmi auglýs- ingu sem hún hafði rekist á um þá tegund nærfata sem nefnist G-strengur en hann var ætlaður stúlkum frá fimm ára aldri og upp úr. Gegn þessu þyrftu for- eldrar og samfélagið allt að sporna og besta vörnin væri að efla með börnunum heilbrigða og jákvæða sjálfsmynd. Reyndar benti hún á að unglingamenn- 240 Læknablaðið 2004/90

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.