Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2004, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.03.2004, Blaðsíða 45
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRÁ LÆKNADÖGUM ingin ætti sér líka jákvæðar hliðar því hún væri alls ekki einsleit. Margir unglingar væru gagnrýnir í hugs- un og hikuðu ekki við að leita réttar síns ef þeim fyndist hann fyrir borð borinn. Þeir væru alls ekki all- ir í hlutverki fórnarlambsins, sem betur fer. Almennt ofbeldi og áhættuhegöun En ofbeldi gegn börnum er ekki allt af kynferðisleg- um toga. Eyrún B. Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur á slysa- og bráðadeild Landspítala greindi frá því að í hverri viku standa starfsmenn deildarinnar frammi fyrir þeirri spurningu hvort tilkynna skuli grun um ofbeldi gegn börnum til barnaverndaryfirvalda. Arið 2001 var byrjað að skrá reglulega slíkar kærur en það ár voru þær 47 talsins, árið 2002 voru kærurnar 127 en í fyrra 89. Á hverju ári voru komur á deildina um eða rétt innan við 12.000. í meðfylgjandi töflu má sjá hvernig kærurnar í fyrra voru flokkaðar. Þar kemur fram að ríflega helmingur kæranna er vegna ofbeldis eða vanrækslu sem börn og unglingar sæta af hendi foreldra sinna. Að sögn Eyrúnar stafar ofbeldið oft af því að foreldr- arnir eiga í átökum og börnin lenda á milli, yngri börnin geta ekki forðað sér en unglingarnir eru gjarnan að reyna að hindra heimilisofbeldið. Börnin eru líka iðulega ástæða fyrir ósætti foreldra og dæmi eru um harkalegar refsingar sem leiða til ofbeldis. Ofbeldi sem börn verða fyrir utan heimilisins tengist stundum einelti og þess eru jafnvel dæmi að gerendum sé borgað fyrir að beita ofbeldi. Áhættu- hegðun unglinga kemur oft við sögu og að sjálfsögðu áfengis- og/eða lyfjaneysla. í allnokkrum tilvikum er um sjálfsáverka að ræða og verða þeir sumir fyrir slysni en aðrir eru greinilega tilraunir til sjálfsvígs. I þeim tilvikum eru börn oft haldin þunglyndi eða eiga við önnur geðræn vandamál að stríða. Eyrún greindi frá því að á slysa- og bráðadeild Landspítala hefði verið efnt til átaksverkefnis í því skyni að gera starfsfólkið færara um að taka á ofbeld- ismálum. Markmiðið er að styrkja starfsfólk í að til- kynna um mál sem varða börn og velferð þeirra, bæta móttöku þolenda ofbeldis, gera skráningu til- vika betri og gera starfsfólki fært að styrkja uppeldis- hlutverk fjölskyldunnar. Lagt er upp úr þvf að auka samvinnu við barnavernd og lögreglu og auðvelda starfsfólki að ræða við forráðamenn barna hvers vegna þeir telja sér skylt að tilkynna barnavernd um ofbeldi gegn börnum. Myndasýning og verklagsreglur í framhaldi af þessu ræddu barnalæknarnir Gissur Pálsson og Jón R. Kristinsson sem báðir starfa á Barnaspítala Hringsins um viðbrögð lækna við of- beldi gegn börnum og unglingum. Gissur sló því föstu að vanræksla og kynferðislegt ofbeldi væri al- Tilkynningar til barnaverndarnefnda frá Slysa- og bráðadeild Landspítala áriö 2003 Heildarfjöldi: 89 mál Orsakir tilkynninga: Mál/fjöldi • Heimilisofbeldi 6-35 börn • Áfengis- og lyf|amisnotkun móöur/fööur 18 • Vanræksla eöa slæmar félagslegar aöstæður 11 • Ofbeldi beitt af móður/fööur 10 • Áfengis- og eiturlyfjanotkun barna 19 • Áhættuhegðun unglings 7 • Sjálfsskaði eða sjálfsvígstilraun með lyfjainntöku 7 • Einelti, ráðist á af öðrum börnum 2 • Ofbeldi kennara/dagmóður 2 • Annaö 7 gengt á íslandi og fórnarlömbin væru oftast innan við þriggja ára gömul. Þess vegna væri mikilvægt fyrir lækna að hafa þann möguleika alltaf í huga að ofbeldi kunni að vera ástæðan fyrir þeim áverkum sem börn koma með. Þeir þyrftu að vara sig á að horfa á for- eldrana og segja við sjálfa sig: „Nei, þessi móðir/ faðir getur ekki hafa gert þetta.“ Að því loknu sagði hann að myndir segðu miklu meira en orð um það að hverju læknar þyrftu að hyggja þegar þeir fá börn með áverka til sín. Sýndi hann fjölda mynda sem báru þess glöggt vitni að áverkar sem stafa af ofbeldi hafa skýr séreinkenni og eru frábrugðnir þeim sem verða við fall eða önnur óhöpp. Myndasýningin var þess eðlis að blaðamaður var þeirri stund fegnastur þegar Gissur slökkti á tölv- unni. Jón kynnti fyrir fundarmönnum verklagsreglur um tilkynningarskyldu heilbrigðisstarfsfólks til barna- verndarnefnda en þær voru unnar í samstarfi Barna- verndarstofu, Barnaverndar Reykjavíkur og Land- spítala. Þar er vitnað í 17. grein bamaverndarlaga frá 2002 sem kveður á um tilkynningaskyldu allra þeirra sem afskipti hafa af börnum en í þeim segir meðal annars: „Tilkynningarskylda samkvæmt þessari grein gengur framar ákvæðum laga eða siðareglum um þagnarskyldu viðkomandi starfsstétla." Gildir það einnig um upplýsingaskyldu til barnaverndarnefndar meðan unnið er að rannsókn málsins. I reglunum er lögð á það áhersla að heilbrigðis- starfsmenn eigi að tilkynna um grun en ekki aðeins um staðfestar sannanir um að börn séu vanrækt eða beitt ofbeldi. Skyldan gildir einnig um „þungaðar konur sem stofna heilsu eða lífi ófædds barns síns í hættu með óviðunandi eða háskalegu líferni, t.d. með ofneyslu áfengis eða fíkniefnaneyslu“ eins og segir í 21. grein barnaverndarlaga. Þá er bent á að skyldan sé hjá einstaklingnum og að yfirmaður geti þess vegna ekki bannað undirmanni að tilkynna grun sinn. Verklagsreglur þessar eru ítarlegar og taka á fjöl- mörgum atriðum sem læknar og aðrir heilbrigðis- starfsmenn sem afskipti hafa af börnum upplifa í Læknablaðið 2004/90 241
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.