Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2004, Qupperneq 49

Læknablaðið - 15.03.2004, Qupperneq 49
UMRÆÐA & FRÉTTIR / PÓLITÍK OG HEILBRIGÐI Útgjöld Íslendínga í annað SINN frá 1993 fullyrða sumir ráðamenn, að undanskildum heilbrigðismálaráðherra, að heilbrigð- isþjónusta sé einna dýrust á Islandi. Þessi fullyrðing er tilkomin vegna þess að aðstoðarforstjóri OECD birti nýlega ómeltar upplýsingar um útgjöld Islend- inga til heilbrigðismála. Ef kafað er í skýrslu OECD „Health Expenditure and Finance Data“ frá árinu 2003 um útgjöld til heilbrigðismála fram til ársins 2000 koma fram aðrar niðurstöður. Þar er OECD þjóðum skipt í þrennt: 1) Þjóðir sem í þessu tilliti fara að einu og öllu að reglum OECD, það er flokka öldr- unarstofnanir, þar sem kostnaður við stjórnun, lækna og hjúkrunarkostnað nær ekki 50% af rekstrarkostn- aði, undir félagslega þjónustu. 2) Nokkur lönd sem nýlega hafa gerst aðilar að OECD samtökunum og byggja upp útgjaldaliði eftir reglum OECD. 3) Fimm lönd, þar á meðal ísland, Slóveníu og Noreg að hluta til, en þar fara menn eigin leiðir í skráningu á útgjöld- um. ísland hefur ekki farið að reglum OECD sem að framan eru greindar en flokka öldrunarstofnanir að allmestu leyti undir heilbrigðismál. í fyrrnefndri skýrslu OECD er skrifaður sérstakur kafii um ís- land. Þar er sagt frá sérstakri rannsókn OECD þar sem stuðst er við grunntölur frá íslandi. Til að ná rétt- mætum samanburði við OECD þjóðir þarf að draga tæpt 1% frá tölum um heilbrigðiskostnað. Þetta þýð- ir að Island er nálægt meðaltali OECD eins og áður var. Þessar niðurstöður koma heim og saman við rannsókn hagfræðinga OECD er kallaðir voru til ís- lands árið 1993 til að kanna þessi mál. Alit þeirra var gefið út í hefti OECD (Economic survey OECD 1993). En af einhverjum ástæðum kynna menn sér ekki þetta hefti. Ef ráðamenn trúa ekki þessum töl- um er auðvelt fyrir þá að lyfta símtóli og ræða við rekstrarstjóra helstu öldrunarstofnana Islands, svo sem elliheimila Grundar og DAS, og spyrja hve háa upphæð þessar stofnanir fengu greidda frá félags- málaráðuneytinu á árinu 2003. Svarið er: ekki krónu! Annars ætti „common sense“ að nægja þeim. Allir sem hafa kynnt sér þessi mál vita að um 70% af út- gjöldum til heilbrigðismála er launakostnaður. Enn- fremur að laun heilbrigðisstétta eru nær alfarið mun lægri á Islandi en í nágrannalöndum. Líklega er „common sense“ ekki eins algengur og margir vilja vera láta. Þeir sem svartmála heilbrigðisþjónustu á íslandi ættu að kynna sér umsagnir sérfræðinga OECD1993 um árangur heilbrigðisþjónustu á Islandi. Þeir álitu að Islendingar hefðu náð öfundsverðum árangri (enviable record) í samanburði við OECD þjóðir. Þennan árangur töldu þeir að mælli þakka heilbrigð- um lífsstíl, tiltölulega lítilli lyfjanotkun en ekki síst frábærri og almennri þjálfun heilbrigðisstarfsfólks og kerfisbundnu forvarnarstarfi. Þess má geta að Hag- fræðistofnun Háskóla Islands hefur komist á sömu skoðun í málinu. Að lokum fagna ég tillögum Hag- fræðistofnunar um stofnun nefndar sem ekki er undir áhrifum stjórnmálamanna sem verði falið meðal ann- ars að reikna út kostnað við heilbrigðisþjónustu, en bendi á að landlæknisembættinu væri treystandi til þeirrar vinnu. Yfirlýsing frá Hagstofu íslands Vegna greinar Ólafs Ólafssonar hér á síðunni leitaði Læknablaðið skýringa hjá Hagstofu Islands á því hvernig hún skráir heilbrigðisútgjöld og hvort eitthvað skortir upp á að skráning þeirra sé sambærileg við það sem gert er í öðrum löndum. Fer svar Hagstofunnar hér á eftir en í næstu opnu er sagt frá Haust- skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla íslands sem Ólafur vitnar til: Séu útgjöld hins opinbera flokkuð eftir málaflokkum eru heilbrigðisútgjöld til dæmis einn málaflokkur og útgjöld til félagsmála annar. Sú málaflokkasundur- liðun sem notuð er við uppgjör á útgjöldum hins opinbera (ríkis og sveitarfé- laga) kallast COFOG (Classification of the Functions of Government). COFOG er alþjóðlegur staðall og hluti af þjóðhagsreikningakerfi Sameinuðu þjóðanna, SNA (System of National Accounts). Lengst af voru útgjöld til heilbrigðismála í löndum OECD gerð upp sam- kvæmt COFOG. Nokkur lönd byggja enn á þeim grunni við mat á heilbrigðis- útgjöldum og þar á meðal ísland. Árið 2002 voru 11 ríki OECD sem notuðu þjóðhagsreikningastaðla (NA), 7 lönd studdust við sínar eigin aðferðir, fyrir eitt land voru útgjöld þessi áætluð af OECD og 11 lönd færðu heilbrigðisút- gjöld í samræmi við SHA (System of Health Accounts). SHA er nýlegur al- þjóðlegur staðall fyrir útgjöld til heilbrigðismála sem hefur verið þróaður af hálfu OECD í samvinnu við Eurostat (Hagstofu Evrópusambandsins) og Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunina. Staðallinn felur í sér ítarlegri sundurliðun út- gjalda en áður og er ætlað að gefa betri upplýsingar um starfsemi heilbrigðis- kerfisins í hverju landi og auðvelda samanburð milli landa. Löndum sem gera upp eftir SHA fer fjölgandi og í lok ársins 2003 voru lönd- in orðin 21 sem voru komin vel á veg eða að hefja notkun, þrjú lönd voru að undirbúa notkun SHA, þrjú lönd að íhuga málið og önnur þrjú lönd höfðu ekki tekið ákvörðun um notkun á SHA. ísland var í árslok 2003 talið með þeim löndum sem eru að íhuga notkun SHA, en í ársbyrjun 2004 var tekin sú ákvörð- un á Hagstofu íslands að SHA flokkunarkerfið verði í framtíðinni notað við uppgjör útgjalda til heilbrigðismála. Útgjöld varðandi aldraða sem talin hafa verið á Hagstofu íslands sem út- gjöld til öldrunar- og endurhæfingarstofnana í heilbrigðisútgjöldum eru ein- ungis útgjöld þau sem teljast samkvæmt COFOG vera útgjöld til hjúkrunar aldraðra. Frá Hagstofu Islands 23. febrúar 2004. Ólafur Ólafsson Höfundur er formaður Félags eldri borgara og fyrrverandi landlæknir. Læknablaðið 2004/90 245
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.