Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2004, Qupperneq 57

Læknablaðið - 15.03.2004, Qupperneq 57
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ARFUR JÓNS STEFFENSEN ■ Hrafn Sveinbjarnarson - líkn og lækníngar Suðurganga Hrafns I ritgerð sinni um suðurgöngur Islendinga í fornöld segir Einar Arnórsson, að leið Hrafns sé ekki lýst nákvæmlega. „Hann er þó sagður hafa sótt heim hinn heilaga Egedium í ílansborg. I Leiðarvísi þeim, sem eignaður er Nikulási ábóta á Þverá um 1150, en er auðvitað tekinn upp úr útlendum ferðaleiðarvísum, sem nóg er til af, er á tveiniur stöðum nefndur „Ilans- vegur“ (Alfræði íslenzk 1.15,23), „og er sá vegur sagð- ur hafa verið pílagrímavegur um bæinn Sl. Gilles, sem liggur skammt suður frá borginni Nimes í Suðaustur- Frakklandi og í norður-vestur frá Marseille, nokkru fyrir vestan Rhone-fljótið. Hinn heilagi Egidius, sem hlotið hefir franska nafnið St. Gilles, er sagður hafa stofnað bæ þenna, en jarðneskar leifar þessa dýrlings eru þó sagðar vera í Toulouse, sem á kirkjulatínu heitir Tolosanum. Dýrlingur er talinn heimsóttur, þar sem jarðneskar leifar eru sagðar vera. Og eftir því ætti Hrafn Sveinbjarnarson að hafa komið við ITouIouse á leið sinni suður Frakkland. Næst sýnist hafa legið, þegar ferðinni er heitið til Rómaborgar frá Bretlands- eyjum, að lenda á norðvesturströnd Frakklands við Ermarsund og halda þaðan suð-austurlandið yfir í Rhonedalinn og suður um St. Gilles og þaðan til hafs og fara síðan Miðjarðarhafsströndina.” Næsti áfangi Hrafns hefir verið pflagrímaleiðin til vesturs frá Galisíu, um Astúrías, Baska-héruð Spánar og Frakklands, allt til St. Gilles du Gard. Á miðöldum hét staðurinn Vallis Flaviana og þar reisti heilagur Egedíus (St. Aegidius, St. Gilles) klaustur á 7. öld. Staðurinn hafði á 12. öld fengið nýtt hlutverk, því að þegar Hrafn „sótti heim inn helga Egidium í ílans- borg“ var þar aðalbækistöð Jóhannesarriddara (af Reglu sjúkrahúss heilags Jóhannesar skírara af Jerúsalem). Þaðan fór hann til Rómaborgar og fal h'f sitt á hendi guðs postulum og öðrum helgum mönnum. Síðan fór hann sunnan frá Rómi og varði fé sínu til helgra dóma, þar sem hann kom. Ekki er vikið að því hvaða leið hann fór frá Róm til Norðurlandanna. Landleiðin suður Frakkland til Ilansborgar og það- an vestur til Galisíu er alls um 2800 kílómetra leið. Frá Santiago de Compostela er 1200 kílómetra austur til Ilansborgar, þaðan um 1000 kflómetra til Rómar- borgar og að lokum nærri 2000 kflómetrar til Álaborg- ar í Danmörku. Suðurgangan var því um 7000 kfló- metrar, en tæpir 4000 kflómetrar ef hann fór fyrst sjó- leiðina til La Coruna á norðurströnd Spánar. Ok er hann kom í Nóreg, þá fór hann út til íslands og var um veturinn á Þingvelli með Brandi mági sín- um. Kvonfang Hrafns og búskapur að Eyri Þá fóru þeir Hrafn og mágur hans, Hallur Gizurar- son, og Brandur í Kallaðarnesi, að biðja Hallkötlu Einarsdóttur til handa Hrafni, og það var að ráði gört. Hallkatla var Einarsdóttir, Grímssonar, Ingj- aldssonar, Grímssonar glammaðar, Þorgilssonar örrabeinsstjúps. Móðir hennar var Þórey Másdóttir. Síðan fór Hrafn vestur á Eyri og tók hann við fjár- hlut þeim, er faðir hans og móðir höfðu átt og bjó á Eyri þaðan af, meðan hann Iifði. Hrafn tók þá við goðorði því, sem faðir hans hafði átt, og mannavarðveizlu. Þá réðu þeir Mögur og Kelddælir og Hraunverjar goðorð sitt undir Hrafn fyrir sakir vinsælda hans. Svo var bú Hrafns gagn- auðugt, að öllum mönnum var þar heimill matur, þeim er til sóttu og örenda sinna fóru, hvort sem þeir vildu setið hafa lengur eða skemur. Alla menn lét hann flytja yfir Arnarfjörð, þá er fara vildu. Hann átti og skip á Barðaströnd. Það höfðu allir þeir sem þurftu yfir Breiðafjörð. Og af slíkri rausn Hrafns var sem brú væri á hvárum tveggi firðinum fyrir hverjum, er fara vildi. Mörgum mönnum veitti Hrafn smíðar sínar, og aldrei mat hann þær fjár. Bæ sinn í Eyri byggði hann vel og görði þar mörg hús og stór, og marga aðra bæjarbót, þá er mikil má á sjá. Af lækningum Hrafns Sveinbjarnarsonar Svo fylgdi hans lækningu mikill guðs kraptur, að margir gengu heilir frá hans fundi, sem banvænir komu til hans fyrir vanheilsu sakir ... Til einskis var honum svo títt, hvárki til svefns né matar, ef sjúkir menn komu á fund hans, að eigi myndi hann þeim fyrst nokkura miskunn veita. Aldrei mat hann til fjár lækning sína. Við mörgum mönnum vanheilum og félausum tók hann, þeim er þrotráða voru, og hafði með sér þangað til er þeir voru heilir. Fyrir því væntum vér að Kristur muni kauplaust hafa Hrafni veitt með sér andlega lækn- ing á dauðadegi hans. Eigi aðeins græddi Hrafn þá menn er særðir voru eggbitnum sárum, heldur græddi hann mörg kynja mein þau, er menn vissu eigi, hvers háttar voru. Þorgils hét maður, er hafði meinsemd þá, er allur líkamur hans þrútnaði, bæði höfuð hans og búkur, hendur og fætur. Hann kom á fund Hrafns á förnum veg á einum gistingarstað, þeim er Hrafn hafði, og bað hann lækningar, en Hrafn brenndi hann marga díla í kross bæði fyrir brjósti og í höfði og í meðal herða. En hálfum mánuði síðar var allur þroti úr hans hörundi, svo að hann varð alheill. Örn Bjarnason Fyrri hluti þessarar greinar birtist í Læknablaðinu 2004; 90:167-70. Höfundur var ritstjóri Lækna- blaðsins 1976-1993. Hann er að mestu hættur lækningum og vinnur nú að undirbúningi að útgáfu á norrænum lækninga- handritum frá miðöldum og skýringum á þeim. Læknablaðið 2004/90 253
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.