Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2004, Blaðsíða 58

Læknablaðið - 15.03.2004, Blaðsíða 58
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ARFUR JÓNS STEFFENSEN Santiago de Compostela Heilagur Jakob, sem nefndur er hinn mikli, vareldri bróðir Jóhannesarguöspjalla- manns. í Markúsarguðspjalli segir frá því, er Jesú valdi postulana, að hann hafi skipað tólf, er skyldu vera með honum og hann gæti sent út að prédika meö valdi að reka út illa anda. Jesú skipaði þá Símon, er hann gaf nafnið Pétur, Jakob Sebedeusson og Jóhannes bróður hans, og Andrés, Filippus og Bartólómeus, Matteus og Tómas, Jakob Alfeusson, Taddeus og Símon vandlætara og Júdas ískaríot, þann er sveik hann (Mk 3.14-19) Þeir Pétur, Andrés bróðir hans og bræöurnir Jakob og Jóhannes eru einnig nefndir fyrstir postulanna í Mattheusarguðspjalli (Matt 10.2), Lúkasarguðspjalli (Lk 6.14) og Postulasögunni (P 1.13) Þeir fjórir voru með Kristi á Olíufjallinu, þegar hann boðaði: „Þá munu menn sjá Mannssoninn koma í skýjum með miklum mætti og dýrö" (Mk 13.26) Pétur, Jakob og Jóhannes voru einir með Jesú á fjallinu, þegar hann ummyndaðist fýrir augum þeirra og klæði hans urðu fannhvít og skínandi og „þeim birtist Ella ásamt Móse, og voru þeir á tali við Jesú" (Mk 9.2-3, 9.4). í Getsemane eru þeir þrír enn einir með Kristi, þegar hann sagði: „Sál mín er hrygg allt til dauða. Bíðið hér og vakið" (Mk 14.34) Samkvæmt helgisögn, sem talin er eiga upphaf á sjöundu öld, var Jakobi ætlað trúboð á Íberíuskaganum. Þangað sigldi hann og tók land á norö-vestur hluta Spánar, þar sem nú heitir Galisía. Hann hafði ekki árangur sem erfiði og aö sjö árum liönum hélt hann heim til Landsins helga. Jakob dó þar píslarvættisdauöa árið 44 og er frá því sagt í Postulasögunni: „Um þessar mundir lét Heródes konungur leggja hendur á nokkra úr söfnuðinum og misþyrma þeim. Hann lét höggva Jakob bróður Jóhannesar meö sverði" (P 12.1-2). Helgisögnin fjallar síðan um það, að lærisveinar Jakobs fluttu jarðneskar leif- ar hans afturtil Galisíu til greftrunar, en síðar hafi staðurinn gleymst, enda gengu yfir innrásirnar úr norðri og austri og síðan komu Márarnir úr suðri. Þessu næst segir, að áriö 814 hafi fjárhirðir að nafni Pelayo fýlgt ábendingu stjörnuhraps og fundið grafhýsi Jakobs. Af þeim atburði hafi staðurinn fengið nafn sitt: Santiago de Compostela, sem merkir eiginlega Heilagur Jakob í Stjörnuakri (campus stellae á latínu). Önnur orðskýring gæti veriö sú, aö compostela merki einfaldlega legstað hinna látnu, sem dómkirkjan í Santiago er reist á. Sagan segir enn fremur frá því, að þrjátíu árum eftir að bein hans fundust, hafi Heilagur Jakob birzt á hvítum fáki í orrustunni við Clavijo nærri Logrorío í Ebró-dalnum og hafi hann fært kristnum mönnum skjótan sigur. Þar með var hann orðinn Santiago Matamoros (sá sem eyðir Márunum) og hann er þjóðar- dýrðlingur Spánverja. Jakobsmessa, hátíðisdagur heilags Jakobs, er 25. júlí. Kona sú kom á fund Hrafns, er mikið hugarvál- að hafði. Hún grét löngum og var svo brjóstþungt, að nær hélt henni. Hrafn tók henni æðablóð í hendi í æði þeirri, er hann kallaði þrotandi. En þegar eftir það varð hún heil. Þorgils hét maður, er tók vitfirring. Hann var svo sterkur, að margir menn urðu að halda honum. Síðan kom Hrafn til hans og brenndi hann í höfði dfla nokkura, og tók hann þegar vit sitt. Litlu síðar varð hann heill. f sveit Hrafns var maður þrotráða, er hét Mart- einn og var Brandsson. Hann hafði steinsótt, svo að því mátti hann eigi þurft sækja, er steinninn féll fyrir getnaðarliðu hans. Síðan tók Hrafn við honum og hafði hann hjá sér lengi og létti hans mein með mik- illi íþrótt. Og svo sótti meinið að honum, að hann varð banvænn og lá bólginn sem naut. Og þá heimti Hrafn til sín presta sína og þá menn er vitrastir voru með honum, og spurði, hvort þeim þótti sá maður fram kominn fyrir vanmegnis sakir, en allir sögðu, að þeim þótti hann ráðinn til bana, nema atgörðir væri hafðar. En Hrafn sagði að hann myndi til taka með guðs forsjá og þeirra atkvæði. Og þá fór hann höndum um hann og kenndi steinsins í kviðinum og færði hann fram í getnaðarliðinn, svá sem hann mátti, og batt síðan fyrir ofan með hörþræði, svo að eigi skyldi upp þokast og öðrum þræði batt hann fyrir framan steininn. Og þá bað hann, að allir skyldi syngja fimm pater noster, þeir er inni voru, áður en hann veitti aðgörðina. Og síðan skar hann um endi- langt með knífi og tók í brott tvo steina. Síðan batt hann viðsmjör við sárið og græddi hann, svo að hann varð heill. Sagnaritarinn lýkur frásögninni af lækningunum með þessum orðum: Torvelt er að tína til öll ágæti íþróttlegrar lækning- ar hans, þeirra er guð gaf honum. En fyrir því má slíkt eigi undarlegt sýnast, að guði eru engir hlutir ómáttugir, og af guði er öll sönn lækning, svo sem Páll postuli segir: Alii gratia sanitatu in eodem spiritu. Það er svá að skilja: Sumum mönnum er gefin lækning af miskunn heilags anda. Ekki verður skilizt við þessa frásögn, án þess að varpað sé fram þeirri spurningu, hvort Hrafn hafi haft fyrirmyndina að líknarstarfi sínu frá þeirri líkn- arreglu sem ágætust var á miðöldum, Jóhannesar- riddurunum? Vísbendingar gætu til dæmis falizt í því að Hrafn tók við mönnum vanheilum og félausum og að sjúkur maður kom til fundar hans á förnum veg á einum gistingarstað, þeim er Hrafn hafði, og bað hann lækningar. Þá má velta fyrir sér hver merking felzt í dýrum gjöfum Orkneyjabiskups. Þær hefðu sómt hvaða riddara sem var. En nú er komið að því að greina frá því, er vinur Hrafns, Guðmundur Arason var kjörinn biskup. Guðmundur góði og Hrafn Sveinbjarnarson í Guðmundar sögu Arasonar eftir Arngrím ábóta Brandsson segir frá því að eftir lát Brands biskups sumarið 1201, „snerist allt fólk heilagrar Hólakirkju í eitt og hið sama samþykki, að með ákallaðri heilags anda ntiskunn kjöru þeir sér og sínum málum síra Guðmund góða til andlegs föður og forstjóra." ... „En þessum tíðindum fær síra Guðmundur eigi með orðum anzað, því að óttinn tjáir brjóstinu, hvað bruggað er“ og er „hann finnur loflega kennimenn, leitar hann ef nokkur þeirra vill hans þunga letta.“ ... Gengur nú maður undir manns hönd, þar til að Kolbeinn Tumason, goðorðsmaður og skáld á Víði- mýri „kallar saman héraðsfólkið á næsta sunnudag, þvílíkt sem hann leiddi ofurefli móti honum. Var hér sami rómur og ein allra bæn, að fyrir guðs skuld vikist Guðmundur eigi undan lærðra manna kosning og kirkjunnar nauðsyn með samþykkt fremstu leik- manna, en bæn allrar alþýðu. Verður hér um síðir, sem lesið finnst af guðs vinum,“ að Guðmundur góði er heldur dreginn en leiddur til samþykkis. í sögunni kemur fram, að svar Guðmundar beri að skilja þann veg, að þótt tignarmunur væri mikill með þeim Hein- reki konungi og Kolbeini Tumasyni, væri lík þeirra 254 Læknablaðið 2004/90 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.