Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2004, Page 59

Læknablaðið - 15.03.2004, Page 59
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ARFUR JÓNS STEFFENSEN Ordo militiae Sancti Johannis Baptistae hospitaiis Hierosolymitani Á miðöldum tóku klaustrin viö umönnun sjúkra og þá varð til ný stofnun, sjúkrahús- ið. Vaxandi fjöldi kristinna pílagríma hélt til Landsins helga og þörf þeirra sem veiktust vegna framandi aðstæðna, loftslags og mataræðis, leiddi til þess, að stofnaðar voru trúarreglur, sem ætlað var að sinna þörfum þessa fólks. Upphafs þeirrar sögu, sem hér verður rakin, er trúlega að leita í því, að Gregóríus páfi hinn mikli gerði um aldamótin 600 Pró- bus ábóta út af örkinni, með fyrirmæli um að stofnsetja athvarf fyrir pílagríma í Jerú- salem. Það framtak fékk þó skjótan endi, því að árið 614 réðust Persar á borgina og voru kristnir menn stráfelldir. Múhameð spámaður hóf trúboð sitt árið 610 og árið 638 náði einn félaga hans, Abu Obeidah, Jerúsalem á sitt vald. Borgin var og er önn- ur heilagasta borg múslíma á eftir Mekku og virtu þeir eignir og starfsemi kristinna manna. Um aldamótin 800 kom til sögunn- ar Karla-Magnús keisari hins Heilaga róm- verska ríkis og gerðist hann verndari krist- inna manna i Landinu helga. Lét hann endurbæta athvarf það, er Gregóríus mikli stofnaði til tveim öldum fyrr og starfsemi athvarfsins var sett undir Benediktsmunka, sem höfðu fram að því búið á Ólíufjallinu. Árið 1005 hóf kalífinn í Bagdad að þrengja að kristnum mönnum og þvinga þá til aö ganga íslam á hönd. Skyldu þeir ella þola harðræöi eða verða landflótta. Vernd helgra staða hafði nú færzt til keisarans í Aust- rómverska keisaradæminu og náði hann samkomulagi við kalífann. Kristnir menn gátu því snúið aftur árið 1023 og mun Gregóríusar-sjúkrahúsið fljótlega hafa verið endurgert og stækkað, því nú fékk það nýja stuðningsaðila, þar sem voru kaupmenn í lýðveldinu Amalfí við Salernóflóann. Þeir áttu stóran flota og höfðu nánast einokun á verzluninni við Egyptaland og Sýrland og í Konstantínópel voru kaupmenn frá Amalfí álíka margir og mikilvægir og Feneyingarnir. Sjúkrahúsiö var nú sem fyrr undir stjórn Benediktsmunka. Ekki var hörmungunum þó lokið, því árið 1071 náðu Seldsjúkar, tyrkneskir stríðsmenn undir sig Jerúsalem. Varö þessi atburður aðalhvatinn að fyrstu krossferðinni. Þegar krossfarar náðu Jerúsalem 1099 færði Gerard, forsvarsmaöur sjúkrahúss- ins, út kvíarnar og stofnaði trúarreglu og setti að auki upþ útibú á Ítalíu. Er Paschalis páfi annar staðfesti stofn- un Jóhannesar-reglunnar 15. febrúar 1113 í bréfi til Gerards, var notaö um líknarstofn- unina heitið xenodochium, en það merkti að um opinbera byggingu væri að ræða, sem tæki við ókunnugum, sjúkrahús fyrir ókunnugt fólk og einnig, í samræmi við ferðamátann, áfangastaður úlfaldalesta. 1 páfabréfinu segir: „Að því er varðar sjúkra- húsin og athvörf fátækra á Vesturlöndum, í St. Gilles, Asti, Pisa, Bari, Otranto, Tarento og Messina úrskurðum vér að þau skuli um alla framtíð vera undir valdi og stjórn yðar og eftirmanna yðar, eins og þau eru í dag.“ Eru þrjár fyrstu borgirnar á pílagrima- leiðinni, fjórar þær síðari eru hafnarborgir, þar sem siglt var að og frá Landinu helga. Með páfaleyfinu fengu reglubræður nú að kjósa eigin yfirmann. Raymond de Puy tók við af Gerard áriö 1120 og það var hann, sem fékk árið 1154 leyfi páfans, An- astasíusar IV., til enn frekari umsvifa og var í páfabréfinu enn ítrekað, að öll úrræði sem félli reglunni í skaut, skyldi nota í þágu píla- grima og fátæks fólks. Undir stjórn de Puys breiddist reglan út um hinn vestræna kristna heim. Þannig voru stofnuð setur T Portúgal 1140, Navarra 1142, Englandi 1145, Aragon 1157, Frakklandi 1179, KastilJu 1190. Frá höfuðsetrinu í Clerkenwell á Eng- landi breiddist reglan til Skotlands og árið 1153 var reglusetri komiö á fót í Torphick- en, sem er skammt norðan við Bathgate, milli Glasgow og Edinborgar. Til Danmerkur barst reglan 1164, þegar Valdemar mikli stofnaði reglusetur í Antvor- skov við Slagelse og síðan voru stofnuð sjö önnur, í samræmi við þau fyrirmæli að eitt setur skyldi vera í hverju stifti. Voru þau í Ribe, Viborg, Horsens, Odense, Lundi, í Dueholm á Mors og eitt var í Slésvík. Príor- inn í Antvorskov var yfirmaður allra annarra setra á Norðurlöndunum. Hann naut mikillar virðingar og sat meðal annars oft í rfkisráðinu. Þess ber að geta, að Jóhannes- arriddarar tóku upp gunnfána, hvítan kross á rauðum feldi og var það merki staðfest með úrskurði páfa 1259. Er ekki ólíklegt, að það tákn hafi verið haft uppi í herförinni til Eistlands 1219, þegar goðsögnin um Danebrog varð til. Reglunni var skipt á landsvæði og mörk- unum réð tungumáliö: Italía, Provence, Auvergne, Frakkland, Aragon, Kastilía, Portúgal, England og Þýzkaland. Norður- löndin þrjú, sem nefnd voru Dacia, svo og Ungverjaland, voru sett undir meistarann á þýzka svæðinu. Æðstir í metorðastiganum í líknarregl- unni voru riddararnir, sem urðu að vera af aðalsættum og að hafa verið slegnir til ridd- ara af kristnum konungi. Riddarar reglunnar sáu um hernaðarum- svifin, ásamt vopnabræðrum (serjeants) og málaliðum, en þjónustubræður, ásamt ráönu þjónustuliði, sáu um aðhlynningu og hjúkrun. Meðbræður (confratres) voru samfélag leikmanna, sem tengdist reglunni. Þeir nutu allra réttinda innan reglunnar og áttu rétt á greftrun í grafreitum hennar. Þeir tóku að sér að vernda hagsmuni reglunnar og færa fram ákveðna gjöf á degi heilags Jóhannes- ar skTrara. Þá voru og svonefndir donati, sem urðu að vera af aðalsættum. Þeir áttu tilkall til þess að vera teknir í tölu riddara og gegn tilteknum gjöfum áttu þeir rétt á gistingu á setrunum. Upphaflega munu donati hafa verið krossfarar, sem börðust undir merkj- um Jóhannesarreglunnar og fengu í ellinni athvarf hjá reglunni. Dæmi um þetta var, að í Noregi mun reglan hafa náð fótfestu nokkru fyrir 1200, en þá var stofnað líknar- setur Jóhanníta í Varna (Verne) í Rygge nærri konungsgarði í Moss við Oslóarfjörð- inn. í Diplomatarium Norvegicum (I. 689. II. 700, III. 693) eru bréf príors „sacre domus hospitalis ordinis sancti Johannis lerosolimitani in Varne" frá árunum 1484- 1488, þar sem vísað er til réttinda, sem líknarsetrið hafi þegiö af Hónoriusi III., sem var páfi 1216-1227. í Sögu norskra klaustra á miðöldum segir, að í skjali frá 17. öld sé rætt um afrit af páfabréfi fýrir Varna frá Hónoriusi III. Líknarsetrið fékk síöar framlög frá norsku hirðinni og skyldi á móti koma, að hirðmenn ættu þar hæli í ellinni. Þegar Landið helga féll endanlega í hendur Serkjum, tóku reglubræður eyjuna Ródos af Ottómönum árið 1309 og voru aðalstöðvarnar fluttar þangað (Knights of Rhodes). Þegar Tyrkjunum tókst síðan 1523 að hrekja þá af eyjunni, veitti Karl V. keisari Hins heilaga rómverska keisara- dæmis reglunni yfirráð yfir Möltu (The Sovereign Order of the Knights of Malta). Bræðurnir létu gera mikla flotastöð við Valetta, víggirtu borgina og héldu úti flota til þess að herja á Tyrki, enda var það hlutverk þeirra, að halda Ottóman-veldinu í skefjum. Það var síðan Napóleon, sem lagði Möltu undir sig 1798 og eftir að Bretar höfðu náð eyjunni 1814, var veru Jóhannesarriddara þar lokið. Var þá starfsemin flutt til Ítalíu og stjórn líknarreglunnar var færð til Rómar árið 1834. Læknablaðið 2004/90 255

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.